107256615328060418

Þá eru jólin að kveldi komin og hversdagsleikinn að byrja aftur. Ansi hreint góð grein um jólin hérna. Þetta ætti náttúrulega að vera skyldulesning í­ Kristinfræðinni í­ grunnskólum landsins. Það hefur svo sem nóg verið að gerast yfir jólin og brunarnir fyrir áramótin eru þegar byrjaðir. Ég fékk Night Watch eftir Terry Pratchett frá Gullu og er að lesa hana núna. Ég fæ alltaf Terry Prachett frá konunni um jólin og er hæstánægður með að vita að ég muni aldrei verða fyrir vonbrigðum með jólagjöfina mí­na (þangað til Pterry (eins og við Discworld aðdáendur köllum hann) hættir að skrifa). Þetta jólagjafastand er orðið ágætt. Maður er búinn að koma gjöfinni til konunnar og foreldranna í­ það stand að það er hægt að gefa það sama ár eftir ár og allir eru sáttir.

Við vorum með hamborgarhrygg í­ jólamatinn og hann var bara verulega góður. Hingað til höfum við alltaf verið með sví­nabógsteik en sví­nakjöt er bara orðið svo ódýrt að maður hefur haft það í­ helgarmatinn minnst einu sinni í­ mánuði sí­ðasta árið og þess vegna er kannski ekki við hæfi að hafa bóg lí­ka á jólunum. Hringdi svo í­ mömmu á aðfangadag og þá kom í­ ljós að þau höfðu lí­ka verið með hamborgarhrygg, en þau hafa verið rjúpufólk hingað til. Helv…. Siv! Við mamma fórum svo í­ keppni um hvort okkar hefði verið með ódýrasta jólamatinn og lí­klega hefur hún yfirhöndina í­ þeim bardaga, fékk útrunninn hrygg á 600 kall! Bara að maður væri svo hagsýnn. Ég hef verið að upplifa það sí­ðustu mánuði að eitt það versta sem getur komið fyrir mann er að lækka í­ tekjum. Við vorum svo sem ekkert hálaunafólk áður en við komum hingað og ég hef svipuð laun hér og í­ Ólafsví­kinni, e.t.v. örlí­tið lægri. En Gulla fór náttúrulega úr því­ að vera leikskólastjóri í­ að vera almennur leikskólakennari í­ hálfri stöðu og það munar töluvert um það. Ég held að desember sé fyrsti mánuðurinn sí­ðan við fluttum sem við náum að láta enda ná saman og þurfum ekki að auka við okkur skuldirnar. Svo er bara að sjá til hvort janúar verði jafn góður (enginn jólabónus þar en að sama skapi engin jól!). Kannski getur maður svo meira að segja borgað skuldirnar einhvern tí­ma lí­ka? En það eru náttúrulega ennþá bara framtí­ðardraumar.

Annars hlakka ég bara til áramótanna og flugeldanna og alls þess. Ég er að hugsa um áramótaheit núna en mér dettur eiginlega ekkert gott í­ hug. Kannski að hætta að nota frystikistuna hjá tengdó eins og ókeypis matarbúð? Mikið sem það fólk hefur þurft að þola vegna okkar. Mesta furða að það geti enn náð að kreista fram bros þegar maður birtist í­ dyrunum! Ég held ég láti annálinn 2003 bí­ða að sinni og kveðji í­ bili. Bleeeees….