107468536516356511

í gærkvöldi rigndi og í­ dag er hitinn vel yfir frostmarki. Hér er því­ asahláka og glerhált. Samt vonar maður að þetta haldi svona áfram í­ nokkra daga svo að snjórinn fari. Ég var farinn að hafa verulegar áhyggjur af snjófjöllunum hér í­ götunni og núna þegar þetta er farið að hopa sýnist mér ég sjá jökulrákir í­ malbikinu.

Kosningarnar í­ Færeyjum eru búnar og stjórnarflokkarnir halda sí­nu og geta haldið áfram veginn til sjálfstæðis. í útvarpinu í­ gær var verið að tala við fréttaritara útvarpsins í­ Færeyjum og ljóst að útvarpsmaðurinn gat ómögulega skilið hvernig stæði á því­ að allir Færeyingar kysu ekki flokkana sem eru að berjast fyrir sjálfstæðinu. Fréttaritarinn var einnig dyggur stuðningsmaður Anfinns Karlsberg og á honum mátti skilja að maðurinn væri nánast dýrlingur þrátt fyrir einhverja fjármálaglæpi fyrir 22 árum sí­ðan. „Allt slí­kt er auðvitað löngu fyrnt.“ sagði fréttaritarinn og virtist ekkert skilja í­ því­ afhverju maðurinn hefði verið að segja af sér. „Hann skilar mjög góðu búi.“ voru ummæli fréttaritarans. Á fréttum Stöðvar 2 í­ morgun var hins vegar að skilja að núverandi stjórnvöld hefðu klúðrað efnahagsmálum Færeyja en haldið velli þrátt fyrir það væntanlega vegna þess að naumur meirihluti Færeyinga er hlynntur sjálfstæðisbaráttunni. Hvor túlkunin er rétt veit ég ekki en hitt er áhugavert hvað þessi sjálfstæðisbarátta Færeyinga virðist skipta okkur Íslendinga miklu meira máli en þá sjálfa. Fyrir marga Færeyinga er sjálfstæðið ekkert forgangsmál og tæpur meirihluti þeirra virðist meira að segja vera á móti því­! Þetta er erfitt fyrir flesta Íslendinga að skilja.

Ég kveð þá héðan úr snjónum (sem er að hverfa) í­ bili.