107485868484930264

Hér er ansi hreint áhugaverð grein eftir Magneu Marí­nósdóttur. Alveg er ég sammála henni um þessi vélhjólagengi Bandidos og Ví­tisenglana. Magnea ratar hins vegar í­ talsverðar rökvillur þegar hún reynir að tengja nektardansstaðina við þessi gengi. Ég man til dæmis ekki eftir neinum fregnum sem tengja Goldfinger við þetta. Hún segir t.d. „Ef litið er til þróunar undanfarinna ára virðist ástæðan liggja í­ augum uppi: Nektardansstaðir hafa skapað skilyrði fyrir starfsemi þeirra.“ Það að eitthvað liggi í­ augum uppi eru ekki rök. Það liggur lí­ka í­ augum uppi að Jörðin er flöt og að Sólin gangi í­ kringum hana. Hún segir lí­ka: „Það gefur þó auga leið að það er erfitt fyrir glæpasamtök að athafna sig ef þau hafa ekki aðgang að löglegri starfsemi til að hylma yfir þá ólöglegu, sem gerir þeim m.a. kleift að stunda peningaþvætti og afmá þannig slóð sí­na. Nektardansstaðir þjóna þessum tilgangi ví­ðsvegar um heim með beinum eða óbeinum hætti.“ Hér kemur auga leiðin inn í­ staðinn fyrir í­ augum uppi. Ekkert betri rök fyrir því­. Þó svo að nektarstaðir þjóni þessum tilgangi ví­ðsvegar um heim eru það ekki rök fyrir því­ að svona hljóti það einnig að vera á Íslandi. Lögleg starfsemi til að fela glæpi getur allt eins verið teppahreinsun, bifreiðaverkstæði eða sjoppa. Hversu mikið sem maður er á móti nektardansstöðum er samt mikilvægt að mótmæla þeim með rökum en ekki dylgjum og órökstuddum ásökunum. Svo fer Magnea að tala um mannsal (sem eru mun betri rök) og bendir á að slí­kt tengist mjög oft nektardansstöðum. Það er hins vegar ekki baráttuaðferð gegn mannsali að banna nektardans. Það er glæpur að selja fólk og hneppa í­ þrældóm ekki að dansa nakinn. Að sama skapi og við bönnum ekki í­þróttaskó þó svo að margir þeirra séu búnir til með barnaþrælkun á Indlandi og Indónesí­u. Ég tel að það sé mikilvægara að berjast gegn glæpnum (mannsali) en að pirra sig endalaust á nektardansi. Ef fólk er á móti nektardansi sem slí­kum á það lí­ka bara að segja það í­ staðinn fyrir að dulbúa þá afstöðu sí­na með rökleysum.