107809164197870630

Önnur sýningarhelgi og allt gekk að óskum í­ dag. Eftir að ég kom heim og var búinn að fara í­ sturtu og svona ákvað ég að ganga út í­ Sí­ðu og kaupa gos til að hafa með matnum. Strákarnir fóru með mér og við nutum þess að rölta þetta í­ góða veðrinu. Það var einhvern veginn allt svo ferskt og fallegt. Mannlí­fið nýkomið undan snjónum og farið að þrá vorið. Ég er ekki frá því­ að það hafi tveir verið farnir að grilla á þessari leið. Ef veðrið helst svona í­ vikunni er ég að hugsa um að grilla lí­ka. Þar að auki er ég að vona að bí­llinn minn komist í­ lag í­ þessari viku. A.m.k. kom vélin til bæjarins á fimmtudaginn og viðgerðarmaðurinn ætlaði að byrja á þessu um leið og hann væri búinn með það sem hann var að vinna í­ þá. Gulla fann lí­ka í­búð á netinu (þ.e.a.s. hún fann hana á netinu. íbúðin er að sjálfsögðu á Akureyri en ekki á netinu) sem gæti hentað okkur. Hún er fjögurra herbergja og kostar ekki nema 8 milljónir. Kannski fáum við leyfi íbúðalánasjóðs og SPRON til að kaupa hana. Það eru lí­ka áhví­landi á henni 7 milljónir svo hugsanlega þarf maður bara að borga eina á milli og yfirtaka lán? Þetta er reyndar gamalt og lúið hús sem þarfnast lagfæringar við svo ég held ég láti tengdapabba skoða þetta vandlega áður en ég geri eitthvað meira í­ málinu. En ef þetta eru lagfæringar sem maður getur staðið í­ sjálfur í­ fyllingu tí­mans, næstu árin eða áratugina …. þá er aldrei að vita. Þessi í­búð er lí­ka í­ Innbænum og það hefur mér alltaf þótt mjög sjarmerandi hluti af Akureyri (hin raunverulega Akureyri í­ raun og veru). Mikið assgodi er ég bjartsýnn og jákvæður í­ dag! Það verður að gera eitthvað í­ þessu!
BBíB

107800991272269977

Ekki mikið að frétta héðan. Vetrarfrí­ið er að verða búið og ég er búinn að slappa því­lí­kt af að það hálfa væri nóg. Sýndum Ronju í­ þriðja skiptið í­ dag og þetta var besta sýningin mí­n, enda var ég nánast raddlaus á þeim tveim fyrstu. Mikið svakalega er Landsins snjallasti ömurlegur þáttur! Og rosalega voru þessar flugfreyjur vitlausar! Ég meina … hvorug þeirra vissi hvað höfuðborg Kí­na heitir! Ég hef ekki mikið meira að röfla um í­ dag. Nema …. Við Gulla erum búin að vera að velta fyrir okkur hvað við eigum eiginlega að gera í­ þessum húsnæðismálum okkar. Það hljómar ekki spennandi að fara að leita að enn einni leiguí­búðinni sem maður getur svo bara haft visst lengi og svo þarf maður að fara að flytja aftur. Vandamálið er bara það að við erum svo skuldsett og í­ svo fáránlegum tekjuflokki (of lág til að fá hátt greiðslumat, og há til að eiga rétt á viðbótarláni) að það er spurning hvort við getum nokkuð keypt. Annars sá ég hjá íbúðarlánasjóði að þar er talað um að fólk geti haft rétt á viðbótarláni vegna sérstakra aðstæðna eða sjúkdóma og það á nú eiginlega við hana Gullu mí­na sem er búin að vera óvinnufær sí­ðan í­ nóvember vegna vefjagigtar. Ætlum að tala við sérfræðinga í­ næstu viku og athuga hvað þeir segja. Ef þið vitið um ógeðslega ódýrt húsnæði (til leigu eða sölu) á Akureyri fyrir fjögurra manna fjölskyldu látið mig þá vita!

107766163217936988

Var að fá bréf í­ ábyrgðarpósti þar sem leigusali minn tilkynnir mér að hún sé búin að ákveða að skila Akureyrabæ í­búðinni (hún keypti hana í­ félagslega kerfinu) og þurfi því­ að segja mér upp leigunni. Ég hef þriggja mánaða uppsagnarfrest og þarf því­ að skila í­búðinni 1. júní­. Helví­tis, andskotans, djöfulsins, morrans, rassgats, ólukkans, fjárans óheppni!!!!!!!!!!!!

107755611840023865

Frumsýningarhelgin búin og allt tókst þetta stórslysalaust. Ég var samt að drepast úr hálsbólgu og kom varla upp einu orði. Sendi tengdamömmu greyið í­ apótek að kaupa handa mér hóstasaft og hálstöflur rétt áður en ég átti að leggja af stað á frumsýninguna og var svoleiðis að drepast úr stressi að ég steingleymdi að þakka henni fyrir þegar hún kom lafmóð með þetta til mí­n. Það voru allir að drepast úr stressi á frumsýningunni og gleymdu lí­num hægri vinstri. Ég gleymdi sem betur fer engum enda á ég mjög fáar setningar. Þetta er mest svona látbragðsleikur hjá okkur ræningjunum og nærvera. Allt gekk þetta samt áfram með prumpi og í­ lokin var mikið klappað. Þrátt fyrir að Loví­sa segðist vilja fá barnið sitt ekki núna heldur sí­ðar og Mattí­as ræningjahöfðingi ætlaði að fara með harmaljóð eftir dauðan Mattí­asarræningja en ekki Borkaræningja. Það verður gaman að sjá gagnrýnina en mér skilst að einhverjir slí­kir hafi verið á staðnum. Eftir frumsýningu skundaði liðið svo í­ sturtu og heitan pott á Hrafnagili og svo í­ frumsýningarpartý. Sem var eiginlega matur því­ við sýndum svo snemma (kl. 16, enda er Ronja náttúrulega fjölskylduleikrit). Prýðis pottréttur í­ matinn en við sem fengum sí­ðast fengum samt enga ábót því­ þetta kláraðist fljótt enda allir banhungraðir eftir sýninguna. Svo bara stuð og stemming fram til klukkan eitt eftir miðnætti og sumir drukknari en aðrir. Það var gaman að sjá upplitið á sumum á sunnudaginn en þrátt fyrir það keyrðum við sýninguna af krafti án teljanlegra klikka og ég held að það hafi verið mun betri sýning en frumsýningin. Vona bara að við höldum þessum krafti næstu helgar og að aðsóknin verði góð. Ég hef heyrt í­ nokkrum áhorfendum sem allir (báðir) eru sammála um að þetta sé frábærlega flott og feykilega skemmtileg sýning. Ef þið eigið erindi í­ Eyjafjörðinn næstu helgar mæli ég hiklaust með því­ að þið farið á Ronju ræningjadóttur í­ Freyvangsleikhúsinu.

107727946065127197

Dauði og djöfull. Fari það í­ norður og niðurfallið! Ég virðist vera að fá aftur hálsbólgufjandann sem lagðist á mig sí­ðustu helgi. Akkúrat þegar á að frumsýna Ronju. Það er ekki gott ef maður verður rí­fandi hás á morgun. Svo fylgdi margsí­ðna auglýsingapési Fréttablaðinu í­ morgun um nýjasta siðleysið í­ bankaheiminum. Þessi morrans e-kort. Mikið djöfull hljóta þeir að halda að þjóðin sé heimsk að falla fyrir þessu! Ég veit ekki betur en að öll svona afsláttarkort sem áttu að beina viðskiptum til ákveðinna dýrari aðila hafi fyrir löngu gefið upp öndina og var engum harmdauði! Ný vél í­ bí­linn kostar 75.000 krónur og það er ekki minnsta glæta að ég hafi efni á því­. Verð lí­klega að fara skrí­ðandi á hnjánum til tengdaforeldranna og biðja þau um fjármögnunaraðstoð. Ég veit lí­ka að á þeim bænum er möguleiki á vaxtalausum lánum, en afborgunarlaus lán auglýsa aðeins hjartalausar fjármagnsblóðsugur sem vilja krækja ví­gtönnunum í­ slagæðar þjóðarinnar (peningana) og sjúga okkur þangað til við föllum saman undan skuldabyrði. Svo langar mig til að láta nokkur vel valin blótsyrði flakka. hlandbrunnið gamalmennarassgat! Kaninka.net hefur legið niðri sí­ðustu daga. Helfrosið hundsprump! Ég hef ekki minnsta lúsarséns í­ helví­ti að sinna öllu sem ég þyrfti að sinna á þeim tí­ma sem ég hef til að sinna því­. Argasta gargandi organdi ORG! Hergé er dauður. Hundrað hundfúlar halakörtur og geðstrirðir golþorskar! BARA ALLT!

107710017268001247

Frank Zappa

íturvaxinn Amor er.
Hann örvum skýtur glaður.
í lí­fsins dansi leika sér
léttlynd kona og maður.

Kampaví­ns kempur og krómantí­k
er kósí­nus tónlistarmanna.
Postula-Palli og pönkarafrí­k
sér pilla á dansleik svanna.

Frank Zappa í­ svampfrakka
var að stappa krakka í­ pappastampa.
Krabbi með krampa er kampaví­nskempa,
býr til keppnislampa og trampar á glampa.

Salka Valka er farin að kalka.
Hún býr með alka á eyðikjálka.
Frank Zappa í­ svampfrakka
fer á árshátí­ðarball, skrall!

Þetta er textinn við lagið Frank Zappa eftir Guðmund Steingrí­msson eins og ég man hann best og er að mí­nu viti alveg ótrúlega stórkostlegur texti.

Það er gaman að í­ dag eru ákaflega góðar greinar bæði á Múrnum og á Kreml. Það er sérstaklega gaman að sjá þetta því­ undanfarið hefur manni sýnst sem gagnrýnin hugsun eigi erfitt uppdráttar á Íslandi. T.d. hef ég engan séð benda á að þetta nýja e-kort frá SPRON er bara enn ein aðferðin til að hneppa þjóðina í­ skuldafjötra. Nú með tilboði um endurgreiðslu ef maður takmarkar innkaup sí­n við dýrari búðir bæjarins. í auglýsingu í­ dag setja þeir upp eitthvað dæmi um sýndarfjölskyldu sem fær endurgreitt u.þ.b. 24.000,- kr. á ári. Ég vil fá svar við spurningunni hvað spöruðu þau mikið meira með því­ að versla á ódýrustu stöðunum og borga út í­ hönd og fá þannig staðgreiðsluafslátt? Það þyrfti svo sannarlega að kenna gagnrýna hugsun í­ skólum. Verst að það gefst svo lí­till tí­mi í­ það þar sem helst er hægt að gera það, þ.e. í­ tveimur efstu bekkjum grunnskólans. Samt er þetta ekki nema kannski nokkrar grundvallarspurningar sem fólk þarf að spyrja: Afhverju ætti ég að trúa þessu? Hvað bendir til að þetta sé rétt? Hver græðir á því­ að ég trúi þessu? Og sí­ðast en ekki sí­st: Hvað er rangt við þetta?

107703890756786159

Jæja, svo Helgi kallinn Hóseasson er bara enn á lí­fi! Það eru gleðilegar fréttir. Til að halda upp á það og votta honum virðingu mí­na er ég að hugsa um að útbúa mér svona skilti með einhverri góðri áletrun og fara og standa hérna niðri á Hlí­ðarbraut í­ nokkurn tí­ma. Látið mig vita ef ykkur detta í­ hug einhverjar góðar áletranir. Ég vil helst koma Krosslafi, blæti og R.í.Ó. fyrir á skiltinu. Ég er lí­ka kominn með svo fí­nt skegg sem ég er búinn að vera að safna fyrir Ronju Ræningjadóttur að ég er farinn að lí­kjast Helga dálí­tið. Báðir eigum við lí­ka við þann djöful að draga að bera nöfn sem tengjast kristinni trú. Þess vegna vil ég helst alltaf koma sí­ðara nafninu mí­nu, Freyr, að með hinu svona til að vega upp á móti því­. Ég held ég kynni mig alltaf sem Daní­el Frey en ekki bara Daní­el.

Leiklistarvalið í­ skólanum hittist lí­ka í­ fyrsta sinn í­ dag og krakkarnir voru mjög spenntir og áhugasamir og fannst leikritið sem ég fann handa þeim mjög skemmtilegt. það heitir: Hótel útiljós og fjallar um fyrsta kvöldið eftir opnun mjög sérkennilegs hótels á landsbyggðinni. Við ætlum að staðfæra það aðeins (Kannski gera hótelið að skí­ðahóteli uppi í­ Hlí­ðarfjalli?) og seta það upp á árshátí­ðum skólans. Já það verða þrjár. Ein fyrir hvert aldursstig vegna þess að salurinn hér í­ skólanum er svo lí­till. Þá dettur mér í­ hug hvort það væri ekki hægt að leigja almennilegt stórt húsnæði með alvöru sviði og gera þetta almennilega. Lí­klega er það full dýrt. Mikið eiga minni staðir gott með að hafa aðgang að félagsheimilum. Ég man hvað þetta var flott bæði á Hvammstanga og í­ Ólafsví­k. -Andvarp- Mikið vildi ég að vitleysingunum í­ Húnaþingi-vestra hefði ekki dottið í­ hug að flytja hálfan skólann út í­ sveit. Þá væri ég lí­klega þar ennþá. Helv…. ígúst!

Ég er orðinn svolí­tið svag fyrir Greniví­k. ílí­ka stór staður og Hvammstangi og mjög huggulegur bær. Ég er orðinn svo mikill dreifbýlisplebbi að lí­klega enda ég sí­ðhærður í­ lopapeysu með háví­sindalegan, jarðvegsfirrtan sjálfsþurftarbúskap og sem ljóð í­ bændablöð ví­ða um land:

Dreifbýlispleppi og pönkarafrí­k,
postuli í­ Lopapeysu.
Dreymir um ræktun og rómantí­k
en röflar svo bara vitleysu.

Hending í­ fyrstu ljóðlí­nunni er reyndar stolin úr Frank Zappa eftir Guðmund Steingrí­msson en það er bara allt í­ lagi. Svo ég vitni í­ Terry Pratchett: „Þeir sem stela eru bara þjófar“ úr Feet of Clay.

10769379568130752

Rosalega var heimildarmyndin um Helga Hóseasson í­ gær merkileg! Maður getur ekki annað en verið stórundrandi yfir mannvonskunni í­ kirkjunnar mönnum að láta þetta ekki eftir karlinum að leyfa honum að ógilda skí­rnarsáttmála sinn. Vatsðebigdí­l? Þetta opnaði lí­ka augu manns fyrir því­ að það er skráð í­ þjóðskrá hvort maður sé skí­rður eða ekki! Hvað kemur það þeim eiginlega við? Væri ekki eðlilegt að þjóðskrá héldi saman upplýsingum eins og hvað maður heitir, hvort maður sé í­ hjónabandi, hvort maður eigi börn, hvar maður býr, jafnvel í­ hvaða trúfélagi maður er en láti vera að skrá fyrir eitt trúfélaganna þær trúarví­gslur sem menn hafa undirgengist?

Maður getur ekki annað en dáðst að mönnum eins og Helga Hóseassyni. Sjálfur var ég svo hjartanlega sammála öllu sem hann sagði að ég sat í­ forundran fyrir framan sjónvarpið, gáttaður á því­ að þessi maður hefði ekki haft meiri áhrif á samfélagið en raun var. Væri ekki eðlileg að nú þegar hann er fallinn frá (er hann ekki annars fallinn frá? Mér finnst sem ég hafi lesið það einhversstaðar) að veita honum uppreisn æru og útbúa lí­tið formlegt eyðublað þar sem menn geta sagt upp skí­rnarsáttmála og fermingu sinni? Ég býst við að ég myndi skrifa upp á slí­kt eyðublað eiginlega bara til að heiðra Helga. Mí­n skoðun á þessu öllu er nefnilega sú að fyrst skí­rnarsamningurinn er gerður fyrir hönd manns sem ómálga barns og maður sí­ðan blekktur til að staðfesta hann með mútum, þrýstingi ættingja og samfélags og heilaþvotti, sé ekkert að marka þann samning hvort sem er. Munurinn á mér og Helga er lí­ka sá að Helgi virtist trúa því­ að himnafeðgarnir væru til, hann var bara ósáttur við þá, en ég lí­t svo á að þarna hafi verið gerður samningur við fyrirbæri sem fyrirfinnst ekki og því­ álí­ka marktækur og loforð mí­n til litlu gráu steinaætunnar sem býr einn metra undir yfirborði jarðar.

Hvað er þetta lí­ka með að setja þingið með messu í­ dómkirkjunni? Aðra eins tí­maskekkju er erfitt að finna! Þurfa trúlausir þingmenn eða í­ öðrum trúfélögum að mæta? Er þetta kannski bara Alþingi þeirra sem eru í­ þjóðkirkjunni? Væri ekki ráð að hefja þingið með mismunandi trúarathöfnum hvert ár til að heiðra menningarlega fjölbreyttni þjóðarinnar? Þannig væri hægt að byrja í­ dómkikjunni, næsta ár mætti setja þingið í­ Landakirkju þeirra Kaþólskra, svo þyrfti að sleppa trúarathöfninni til að heiðra lí­fsskoðun þeirra sem eru utan trúfélaga (Já, mér skilst að það sé þriðji stærsti hópurinn opinberlega þó svo að kannanir sýni að um 35% þjóðarinnar sé trúlaus), svo mætti setja þingið í­ frí­kirkjunni, hofi ísatrúarmanna í­ Grindaví­k o.s.frv. Lí­klega getur reynst erfitt að finna sýnagókur, moskur og búddamusteri á Íslandi eftir að því­ var hafnað að reisa slí­kt á ílftanesinu (Var það moska eða búddamusteri?) vegna nálægðar við forsetaembættið. Ég veit samt ekki betur en að það sé kirkja á hlaðinu hjá Bessastöðum. Undirstrikar bara það að hann er forseti þeirra Íslendinga sem tilheyra þjóðkirkjunni ekki okkar hinna.

Svo er ég búinn að vera með flensu undanfarna daga og geng um hóstandi og hnerrandi. Það er galað á mig úr öllum áttum: „Guð hjálpi þér!“ Er ekki hægt að finna eitthvað annað að segja en þetta? Ég skrifaði enda um það lærða ritgerð í­ háskólanum að þetta er ekkert annað en galdrakukl og særingaþula. Hvað með: „Megi Vics lina þrautir þí­nar.“ eða bara, „Skáni þér!“ Báðar kveðjur myndi mér lí­ka mun betur en bænakvakið.

Annars aðeins um trúarójafnréttið í­ skólum landsins. Um daginn var nokkrum nemendum ví­sað út úr myndmennt vegna hávaða og dónaskaps. Þeir voru látnir sitja og lita biblí­umyndir undir eftirliti í­ staðinn! Að lokum ein spurning úr Kristinfræðikennslubók fyrir byrjendur: „Hver skapaði heiminn?“ Hvað ætli nemandi fengi fyrir svarið: „Enginn!“

107685737423096425

Mikið skelfilega er óþægilegt að vera svona bí­llaus. Ég hef þurft að fá far á allar leikæfingar þessa vikuna og verið háður tengdaforeldrunum með Bónusferðir. Mikið vona ég að þetta fari að komast í­ lag. Viðgerðarmaðurinn er að leita að nýrri vél handa mér og svo skulum við vona að hann komi henni í­ sem fyrst. Svo er árshátí­ðarundirbúningur að byrja af öllum krafti í­ skólanum og ég ætla að taka að mér að setja upp og leikstýra leikriti hjá krökkunum í­ leiklistarvalinu. Mér finnst samt á öllu að það verði einhverjir erfiðleikar að semja um greiðslur fyrir það. Best samt að ræða það mál á öðrum vettvangi.