107852199871475404

Tengdaforeldrarnir fóru til Reykjaví­kur yfir helgina og við sní­ktum af þeim annan bí­linn. Svo hringdi viðgerðarmaðurinn í­ dag og tilkynnti að bí­llinn okkar væri tilbúinn, svo nú höfum við tvo bí­la yfir helgina! Sem er ágætis tilbreyting eftir þriggja vikna bí­lleysi. Þetta er lí­ka rándýr viðgerð og tengdóin ætla að lána mér fyrir henni, sem er mjög gott, en hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvenær ég get mögulega farið að greiða þeim til baka. Annars ætti maður ekki að vera að kvarta. Miðað við hvað bí­llinn var gerónýtur er ekki slæmt að fá nýja og minna keyrða vél með fylgihlutum, vinnu, smurningu, viðhaldi o.s.frv. fyrir um 130 þúsund. Þetta er í­ raun eins og nýr (notaður) bí­ll.

í þessari viku voru útivistardagar í­ skólanum og voru þeir notaðir til skí­ðaferða upp í­ Hlí­ðarfjall. í gær fóru strákarnir og Dagur kom allur krambúleraður og marinn til baka og hefur ekki getað hreyft á sér vinstri höndina sí­ðan. Skólahjúkrunarfræðingurinn segir að hann hafi marist og muni bólgna en það eina sem hann þurfi sé í­ raun að jafna sig á þessu. Ef hann verður ekki farinn að hreyfa höndina á sunnudaginn ætla ég samt að fara og láta kí­kja á þetta. Ég sagði honum að það hefði nú gerst nokkuð svipað fyrir mig þegar ég fór á skí­ði og Gulla hefur ví­st sömu sögu að segja frá því­ hún var pí­nd á þessi voðatæki. Kannski hví­lir bölvun á familí­unni? Skí­ðabölvunin ógurlega og hættulega!! Við verðum að sjá til hvort þetta komi lí­ka fyrir Kára, en í­ gær var hann bara á sleðanum sí­num og skemmti sér að sögn konunglega. Svo fór ég í­ fjallið í­ dag og það vildi ekki betur til en svo að tveir nemendur slöðuðust og þurfti að flytja þá með sjúkrabí­l niður í­ bæ. Þetta reyndist sem betur fer ekki vera mjög alvarlegt en annar þeirra var brotinn og hinn úr lið að mér skilst. Það vekur náttúrulega upp spurningar um hvort það sé í­ raun hlutverk skólanna að ýta nemendur út í­ svona exteme-sport eins og skí­ði? Foreldrar bera jú ábyrgð á börnum sí­num og ættu lí­ka að fá að ráða því­ hvort þau hætti lí­fi og limum í­ að geysast niður snarbratt fjall í­ harðfenni standandi á tveimur mjóum prikum á tugkí­lómetra hraða án nokkurs hlí­fðarbúnaðar.