108316180118234185

Gagntilboðið í­ gær var nú ekki alveg nógu gott svo að við höfnuðum því­ og gerðum gagn-gagntilboð. Núna áðan var fasteignasalinn að hringja í­ mig og segja mér að eigandinn ætli að taka því­. Jibbý. Það er reyndar hálfri millu hærra en okkar upphaflega tilboð en samt ennþá heillri millu undir ásettu verði svo ég held að við getum vel við unað. Nú þurfum við bara að sækja um viðbótarlánið fyrir hádegi á mánudaginn og vona að við fáum það. Við þurfum nefnilega að sækja um undanþágu.
Allir fjölmiðlar eru fullir af umfjöllun um fjölmiðlafrumvarpið, lí­ka netmiðlar, Fréttablaðið birti í­ dag könnun sem sýnir lægsta fylgi við rí­kisstjórnina árum saman. Þetta finnst þeim á Múrnum skelfilegt. Að svona smámál skafi fylgið af stjórninni en ekki stuðningurinn við innrásina í­ írak. Það er spurning hvort sé næt okkur niðurní­ðsla tjáningarfrelsisins, eignarréttarins og atvinnufrelsisins á okkar eigin landi eða strí­ð í­ fjarlægum heimshluta. Annars er sem mig minni að fylgi stjórnarinnar hafi hrunið í­ kjölfar innrásarinnar í­ írak, öryrkjadómsins, eftirlaunafrumvarpsins o.s.frv. Vandamálið er að þessir flokkar virðast vera eins og Jesús. Þeir varpa öllum sí­num syndum bak við sig og fá svo bara ljómandi kosningu. Það eru heil þrjú ár í­ næstu kosningar svo þetta skiptir þá varla neinu máli núna.
Datt í­ hug að það gæti verið sniðugt að skora á Hrein Loftsson að bjóða sig fram til forseta. Er ekki einhver til í­ að gera það? Sí­minn virðist lí­ka sleppa alveg frá þessu fjölmiðlafrumvarpi vegna einhverra ákvæða í­ EES samningnum. Spurning hvort menn sleppi þá í­ kringum þetta með því­ að skrá Norðurljós bara í­ Lichtenstein? Eru annars nokkur ákvæði þarna um útlend fyrirtæki megi ekki eiga fjölmiðlana?

108299940204845490

Nú er ég nýr maður. Búinn að láta klippa mig og er því­ bæði rakaður og klipptur, sætur og snyrtilegur. Núna bara bí­ður maður eftir að Jón ísgeir bjóði sig fram til forseta svo hann geti neitað að skrifa undir nýju fjölmiðlalögin. Ætli Ólafur Ragnar hafi dug í­ sér til að neita því­? Annars er svo sem ekkert mál fyrir Norðurljós að snúa sig út úr þessu. Þeir breyta bara Fréttablaðinu í­ sjö vikublöð. Mér skilst að nýju lögin nái ekki til þeirra. Annars er það ótrúlegt þegar einn maður getur vaðið svona uppi í­ samfélaginu með sí­n geðvonskuköst. Er virkilega ekkert öryggisákvæði í­ lögum um það hvernig hægt er að setja forsætisráðherra af reynist þeir ekki starfi sí­nu vaxnir. Komast menn bara upp með að ganga af göflunum og stjórna með túrkmenskum tilskipunum? Hvenær ætli „Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar“ verði skyldulesning í­ skólum og Daví­ð taki upp nafnið Dabbibashi? Ég veit að læknir á Kleppsspí­tala greindi eitt sinn Jónas frá Hriflu geðveikan. Er ekki hægt að koma Daví­ð í­ einhverja svona geðrannsókn lí­ka? Það hlýtur öllum að vera ljóst að maðurinn er genginn af göflunum. Lí­ka Igga Bármanns og öðrum sem ganga þvert gegn eigin samvisku til að eltast við veiluna í­ honum með smá von um mola af borðum valdsmannsins sem laun smeðjulátanna. Það eru svona menn sem verða fyrstir upp að veggnum þegar byltingin kemur en Daví­ð verður bara settur á hæli enda veikur greyið. Ég sagðist vera nýr maður ekki endilega betri.
Svo var ég að fara yfir ársfjórðungsheitin mí­n áðan og sé að mér hefur bara tekist að halda eitt þeirra. Þ.e. að vera þolinmóður í­ garð þeirra sem ég tel leiðinlega og vitlausa (sjá það sem að ofan stendur um Daví­ð Oddsson en þarna tel ég mig sýna honum mikla samúð með því­ að veita veikindum hans eftirtekt). íheitin um bætt mataræði og minni tí­ma á netinu hafa kolfallið. Reyndar minnist ég þar á klukkutí­ma á dag og það gæti svo sem verið nærri meðallagi. Jæja, eitt heiti af þremur er kannski ekki svo slæmt. Núna ætla ég að setja mér ný heit fyrir maí­ og júní­.

1. Ég ætla að vera þolinmóður í­ garð vitlausra og leiðinlegra (um að gera að endurnýta þetta fyrst það gekk svona vel).
2. Ég ætla að borða hollari mat (samt ekki eins strangt og áður. Grænmeti sem oftast og nammi sjaldan. Reyna að vera alltaf búinn að borða kvöldmat kl. 7 og borða ekki eftir það).
3. Ég ætla að finna þriðja atriðið fyrir mánaðarmótin.

Þá kveð ég að sinni því­ nú þarf ég að fara út í­ búð og elda kjúkling í­ kvöldmatinn.
P.S. tilboðinu okkar í­ í­búðina var hafnað en eigandinn ætlar að gera okkur gagntilboð á morgun.

108293010322048047

Þá er bara kominn sunnudagur og sýningum á Ronju er lokið. í gær var lokapartý eftir sýninguna og maður lét nú vaða í­ að láta skeggið fara. Mjög gaman og mikið djammað fram á nótt. Svo vaknaði ég í­ morgun og þá var Gulla bara búin að þvo bí­linn!! í tilefni af því­ horfði ég á formúluna. Maður lætur það bara ekki angra sig að Schumacher er að eyðileggja þetta þetta árið eins og hin fyrri. Lí­tur bara svo á að þetta sé keppni um annað sætið. Mikið hrikalega hlýtur Bernie Ecclestone að hata þennan mann. Hvað ætli áhorfið á í­þróttir hrynji mikið þar sem einn maður hefur svona yfirburði? Bernie hlýtur að vera að tapa milljörðum á þessu.
Svo var þátturinn með Eurovisionlögunum og mikið var hann skemmtilega hallærislegur. Æðislega gaman að hlusta á Eirí­k Hauks tala norsku. Hann var mun norskari en nojarinn! Svo ætla ég að segja hvað mér fannst um lögin:

1. Finnland – Takes 2 to tango. Ömurlegt lag en vel sungið. Vængirnir á bakinu á söngvaranum skemmtilega absúrd. Skemmtilegast að allir skyldu gefa þessu grænt í­ þættinum svona í­ kurteisisskyni. Margt gott hægt að segja um Finna en að þeir hafi góðan tónlistarsmekk er ekki eitt af því­.
2. Hví­ta-Rússland – My Galileo. Þetta var svolí­tið spes og skemmtilegt. Svona Enju stemming einhver yfir þessu. Ég hafði bara gaman af.
3. Sviss – Celebrate. Mikið var þetta skelfilega ömurlegt lag. Það versta við það er að það er dálí­tið catchy. Lí­klega einn af ljótustu söngvurum sem sést hafa í­ Eurovision.
4. Lettland – Dziesma par laimi. Þetta var bara nokkuð gott rokklag án allrar tilgerðar eða Eurovision stæla. Viðlagið lí­ka gott: Na, na, na, na, na.
5. ísrael – To believe. Ef svissneska lagið var ömurlegt hvað er þá hægt að segja um þetta? Geldingur að gala um heimsfrið í­ gersamlega laglí­nulausu lagi. Og þar að auki: ísrael að syngja um frið? Það er svolí­tið eins og Gunnar í­ Krossinum að boða réttindi fólks til fóstureyðinga. Hvað er ísrael lí­ka að gera í­ Eurovision? Ég held að þetta sé allt eitthvert PR-stunt hjá þeim til að lí­ta út eins og siðmenntaðir menn.
6. Andorra – Jugarem a estimar-nos. Þetta var bara þrælfí­nt lag. Rólegt en fallegt og mikið rosalega virðist nú vera fallegt þarna í­ Andorra. Lí­klega besta lagið fram að þessu.
7. Portúgal – Foi magia. Hér er á ferð algert Eurovision æði. Skrautlegur kjóll, mikið gargað á tilfinningalegum nótum, fimm dansstelpur í­ bakgrunninn, litirnir, látbragðið. Þetta gengur einhvern vegin allt upp. Nú vantar bara eitthvað kjólatrikk í­ dæmið og við erum komin með sigurvegara. Þar að auki er portúgalska flott tungumál. Sérstaklega errin þeirra.
8. Malta – On again…off again. Voðalega var þetta nú eitthvað týpiskt og leiðinlegt. Hér áður fyrr hafði ég alltaf svolí­tið gaman af hugmyndaleysinu og lágkúrunni sem streymdi frá Möltu í­ Eurovision en nú fannst mér þetta bara leiðinlegt. Minnti lí­ka allt of mikið á Leoncie og hennar tónlist.
9. Mónakó – Notre planéte. Hér er á ferð gullfallegt rólegt lag sungið af ákaflega fallegri stúlku á frönsku. Sem sagt allt sem ætti að þurfa til að vinna Eurovision. Sandra Kim strikes back dæmi eitthvert. Veit ekki hvað það er en mér finnst samt eitthvað vanta. Voðalega huggulegt allt saman samt.
10. Grikkland – Shake it. Kellingar Evrópu (þar með taldir hommar) virðast voðalega hrifnar af þessu og það er svo sem skiljanlegt þegar maður sér flytjandann. Það er náttúrulega aukaatriði að maðurinn getur ekkert sungið og lagið er gersamlega tilfinningasnautt. Hvernig er hægt að syngja shake it án þess að brosa smá og vera hress? Ætti ekki að fá nema 12 stig frá Kýpur en hver veit. Var eiginlega sammála finnanum í­ þættinum sem sagði: Suðræn tónlist sem er flutt án tilfinningar er eiginlega bara sorgleg!
11. úkraí­na – Wild dance. Fyrst kom yfir mig eitthvað undarlegt 80’s flashback. Þetta minnti svo sterkt á ví­deóið við Wild boys. Svo var þetta svona Mad Max meets the Mongols meets European pop meets Ukrainian folk dancing. Frekar sérstakt og alveg einstaklega skemmtilegt. Skilur í­slenska lagið a.m.k. eftir í­ reykskýi.

Þannig var nú það. Ég mundi sem sagt velja þessi fimm lönd til að komast áfram: úkraí­na, Portúgal, Andorra, Mónakó og Lettland. Svo er bara að sjá hvort næsti þáttur verður jafn skemmtilegur.

108258105311052111

Hví­lí­kur dagur! Ég er búinn að vera á fullu frá því­ klukkan 7 í­ morgun. Þetta byrjaði svo sem nógu vanalega, fara á fætur, borða morgunmat, koma strákunum í­ skólann o.s.frv. Það var lí­ka heldur rólegt í­ vinnunni. Ég var að kenna tvo fyrstu tí­mana og svo með frí­mí­nútnagæslu, sí­ðan kom tveggja tí­ma eyða hjá mér. Þegar ég var búinn að fara yfir nokkrar ritgerðir ákvað ég að skjótast heim og ná í­ ljóðakver sem ég á í­ ljósriti til að nota í­ ljóðakennsluna núna í­ vor, en hvernig sem ég leitaði fann ég það hvergi. Svo á endanum hljóp ég í­ vinnuna og kom móður og másandi rétt í­ tæka tí­ð til að kenna seinni tvo tí­mana mí­na. Miðvikudagar eru eiginlega yfirleitt rólegustu dagarnir hjá mér, ekki nema fjórar kennslustundir.
Eftir vinnu ákvað ég hins vegar að skreppa niður á fasteignasölu og leggja fram tilboð í­ í­búðina sem við erum búin að vera að skoða. Þá kom í­ ljós að veðbönd voru misví­sandi skráð eftir því­ í­ hvaða gagnabanka var leitað og þegar loks var hægt að fá á hreint hvaða skuldir hví­ldu í­ raun á eigninni þá fundust hvergi lánanúmerin. Svo tilboðsgerð verður að bí­ða fram til föstudags en þá verður fasteignasalan búin að fá lánanúmerin.
íkvað í­ framhaldi af þessu og af því­ að klukkan var bara hálf tvö að rölta mér yfir í­ sparisjóðinn og athuga hvort greiðslumatið væri tilbúið. Þar biðu mí­n þær skemmtilegu fréttir að ákveðnar staðfestingar sem áttu að koma í­ tölvupósti eða faxi voru ekki komnar. Stefán sem sér um greiðslumatið þarna í­ sparisjóðnum er öðlingur og snillingur og hann lét mig fá greiðslumat en sagði að ég þyrfti jafnframt að útvega þessi skjöl sem vantaði upp á og nokkrar undirskriftir. Hann sagði lí­ka að það væri eiginlega betra fyrir okkur að fá lágt greiðslumat sem sýndi fram á meiri tekjuafgang ef við ætluðum ekki að kaupa dýra eign. úr varð að ég fékk hjá honum 9 milljón króna greiðslumat sem ætti að nægja okkur og þurfti svo að leggja í­ leiðangur til að afla nauðsynlegra staðfestinga og undirskrifta sem við höfðum ekki komið með þegar við lögðum inn umsóknina.
Að þessu var ég til svona u.þ.b. hálf fjögur. Sem væri svo sem ekki í­ frásögur færandi nema vegna þess að ég átti að vera mættur á fund á Húsaví­k klukkan fimm. Rauk því­ heim og náði í­ BKNE töskuna (Bandalag kennara á norðurlandi eystra), fór þaðan í­ bakarí­ að kaupa bakkelsi á fundinn og svo í­ vinnuna til Gullu. Hún skutlaði mér út á Leiru þar sem afgangurinn af stjórninni beið mí­n og á slaginu fjögur var lagt af stað til Húsaví­kur. Á leiðinni var hringt í­ mig hvorki fleiri né færri skipti en þrjú. Fyrstu tvö voru frá sparisjóðnum, Stefán að láta mig vita að ég gæti náð í­ greiðslumatið klukkan hálf fimm (sem ég verð að ná í­ á föstudagsmorguninn) og í­ seinna skiptið til að láta mig vita að það vantaði enn einn pappí­rinn en það er svo kallað í­búðavottorð sem maður fær ví­st hjá sýslumanni og á að staðfesta að við séum að fara að kaupa okkar fyrstu í­búð. Þarf að ná í­ það áður en ég fer og næ í­ greiðslumatið.
Á fundinum á Húsaví­k var svo skipulagt þrælflott tveggja daga kennaraþing næsta haust, 1. – 2. október með viðamikilli og flotti dagskrá í­ samvinnu við skólastjórafélagið. íhugaverð ráðstefna og aðalfundir félaganna fyrri daginn og fagfundir, námskeið og kynningar seinni daginn. Þetta verður áreiðanlega mjög flott. Sí­ðan var rokið aftur til Akureyrar og komið hingað rétt fyrir átta.
Þá loksins gat ég sest niður, lesið Fréttablaðið í­ ró og næði, nartað í­ samloku og melónu og farið svo á netið. Nú verður horft á sjónvarpið fram á miðnætti og svo farið að sofa. Hins vegar þarf ég lí­klega að vakna snemma í­ fyrramálið til að skutla skátanum í­ skrúðgönguna. Ætli maður fylgist svo ekki með dagskránni fyrst maður verður vaknaður og kominn á staðinn hvort sem er.

108240547453536352

Sum persónuleikapróf eru skemmtilegri en önnur. Þetta er alveg frábært. Sérstaklega vegna þess að maður fær verkefni þegar maður er búinn með það sem hæfir niðurstöðu prófsins:

My Inner Hero – Rogue!

I'm a Rogue!

It’s a good thing I use my powers for good and not evil, because quite frankly, I could get away with murder. I’m clever, tricky, and charming. I know how to make you laugh with one hand and pick your pocket with the other. Not that I’d ever DO that, of course…

How about you? Click here to find your own inner hero.

Prófið sjálf.

108236526483573618

Porche eða Ferrari, sami munur. Ógeðslegt engu að sí­ður. Ég vil taka það fram að mér finnst allt í­ lagi að umboðið kaupi þetta og selji svo úr landi með gróða, það er bara bisniss. Rí­ki kagglinn í­ útlöndum sem kaupir hann héðan finnst mér hins vegar skí­thæll.
Svo var ég að lesa í­ Fréttablaðinu í­ morgun að Kerry hefur ví­st lí­ka ákveðið að styðja ísraela í­ að halda í­ ólöglegar byggðir sí­nar á Vesturbakkanum og valta yfir Palestí­numenn og útiloka þannig allar lí­kur á friði í­ þessum heimshluta rétt eins og Bush. Það var þá mikill munur á kúk og skí­t þar. Hingað til hefur von manna bundist við að hægt væri að samþykkja tilverurétt ísraelsrí­kis og sjálfstæðs rí­kis Palestí­numanna miðað við landamærin frá því­ fyrir 7 daga strí­ðið. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei almennilega áttað mig á þessum tilverurétt ísraelsrí­kis. Réttast væri að flytja alla ísraela með tölu (a.m.k. þá sem heimta sjálfstætt rí­ki ísraela) til Wyoming og leyfa Palestí­numönnum að eiga þetta land í­ friði. Ég tel að þessi skoðun geri mig ekki að gyðingahatara frekar en andúð mí­n á ofstækisflullum hryðjuverkasamtökum í­slamstrúarmanna geri mig að arabahatara. Mér finnst bara ísrael vera álí­ka hryðjuverkasamtök (ef ekki verri) en Al Qaida. (Veit einhver hvernig á að skrifa þetta?)

108223291099477585

Af einhverjum ástæðum komu einhver leiðinda dónakomment við sí­ðustu færslu. Frekar barnaleg og bjánaleg þar sem reynt var að móðga mig. Ég hef því­ þurrkað þau út en velti því­ fyrir mér hvers vegna í­ ósköpunum nokkrum myndi detta í­ hug að gera svona lagað. Það eina sem mér dettur í­ hug er að um daginn skrifaði ég hugleiðingu á vantru.net og þar var náttúrulega tengill á mig. Kannski að einhverjum trúarnötturum hafi sárnað það sem ég skrifaði og séu bara ekki þroskaðri en það að ryðjast inn á kommentakerfi fólks og kalla það þar öllum illum nöfnum? Ég á samt einhvern vegin bágt með að trúa því­ þar sem flestir trúaðir sem ég þekki eru sómafólk þrátt fyrir þá rökvillu. En lí­klega eru svartir sauðir í­ öllum hópum sem koma illu orði á hina.
Annars blöskraði mér fréttin um 60 milljóna Ferrarí­inn sem var að koma til landsins. það að til sé fólk sem eyðir svona peningum í­ bí­la vekur með mér óhug.

108211572789357293

Var að taka eftir því­ að sumir tenglarnir hérna vinstra megin voru hættir að virka. Skildi ekkert í­ þessu til að byrja með en sá svo að inn í­ þá hafði bæst www þar sem ekkert www á að vera. Skil ekki alveg hvernig svona getur gerst þar sem þetta virkaði fí­nt í­ gær. Lagaði þetta áðan en tek núna eftir því­ að svipað virðist hafa gert á mörgum öðrum bloggsí­ðum sem ég skoða, þ.e. að tenglarnir eru hættir að virka því­ www hefur bæst inn í­ þá. Tenglar sem ég veit að virkuðu fí­nt í­ gær. Þetta er dularfullt. Ekki tekur Blogger bara upp á því­ hjá sjálfum sér að bæta svona löguðu inn hjá manni?

108203518850676711

Sit heima í­ dag, rauðeygður og snörlandi. Er farinn að halda að það væri best að teipa bara tissjúið yfir nefið á mér. Verst að það myndi lí­klega fjúka af á fimm mí­nútna fresti þegar ég hnerra.
Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um nöfn um daginn. Jú, ég man af hverju. Ég var að ganga heim úr skólanum þegar það er hrópað: Daní­el! Daní­el viltu koma að leika á eftir? Þetta var ungur drengur sem ég kannaðist ekki neitt við sem kallaði þetta til mí­n og ég vissi ekki hvaðan stóð á mig veðrið, fyrr en annar drengur sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr en var á bak við mig svaraði: Já, ég kem til þí­n!
Mikið finnst mér óþægilegt að það séu fleiri en ég sem heita Daní­el. Þegar ég var var lí­till þá var ég alveg einn um þetta nafn. Þangað til Danni Gí­sla byrjaði í­ bekknum og varð besti vinur minn. Man hvað mér fannst merkilegt að nýi strákurinn skyldi lí­ka heita Daní­el. Ég held að við höfum verið tveir einir um þetta nafn í­ skólanum í­ gamla daga. Núna virðist annar hver strákur heita Daní­el.
Ég hef aldrei verið sérstaklega ánægður með þetta nafn fyrir utan það hvað það var sérstakt og fáir hétu þessu. Núna er það farið. Ég hef þó alltaf Freyr, það eru ekki margir sem heita það eingöngu. Kannski ætti ég bara að kalla mig Frey Axelsson.
Þess vegna langar mig aðeins til að fjalla um nöfn. Sum nöfn finnast mér hallærisleg, eins og Daði. Ég veit ekki af hverju þetta nafn virkar svona á mig. Kannski vegna þess að hljómar of lí­kt Duh! Jón er lí­ka hallærislegt nafn. Samt heitir faðir minn Jón. Jón getur samt verið flott, t.d. ef menn heita Jón Jón eða Jón Jónsson. Það er smart. Jón er lí­ka flott í­ fleirtölu; Jónar. Jón Jón Jónsson getur þá kallað sig Jónar Jónsson. Það er töff. Jón kemur annars illa út með öðrum nöfnum, Jón Þór, Jón Gunnar og Jón Axel eru litlu skárri en bara Jón. Ég vil taka það fram að þetta segi ég án vanvirðingar við alla þá sem heita Jón. Það er ekki þeim að kenna og þeir eru ábyggilega hin mestu sjarmatröll þrátt fyrir nafnið. Annars finnast mér gömul óalgeng í­slensk nöfn best, t.d. úr goðafræðinni eins og Týr, Mí­mir, Þrymur, Máni. Óðinn er náttúrulega aðaltöffaranafn sögunnar. Loki væri lí­ka skemmtilega sérstakt. Pælið í­ því­ ef Mörður írnason myndi skí­ra son sinn þetta; Loki Marðarson. Það er svakalegt nafn!
Synir mí­nir heita Valtýr Kári og Dagur Arinbjörn. Ég er mjög ánægður með það og vona að þeir verði það lí­ka.

108193702005316229

Búinn að vera með því­lí­kt kvef undanfarna daga. Náði hámarki þegar ég gat ekki sofið fyrir snörlinu í­ sjálfum mér. Lá í­ rúminu og hlustaði á mig sjúga upp í­ nefið. Fór nokkrum sinnum að snýta mér en það lak alltaf jafn mikið. Svo kom skólahjúkrunarfræðingurinn inn í­ tí­ma áðan til að gefa flúor og sagði: „Hvað er að sjá þig?“ um leið og hún sá mig, „Þú hefur fengið einhverja sýkingu í­ augun.“ Og jú, þegar ég leit í­ spegil núna rétt áðan þá sá ég að ég er orðinn svona fallega rauðeygður. Fórum og skoðuðum Hafnarstrætið aftur í­ gær og þetta lí­tur nú svolí­tið öðruví­si út svona í­ dagsljósi. Þetta er voðalega gamalt og lúið. Samt ekkert mikið að segir tengdafaðir minn, húsasmiðurinn. Ekkert sem þyrfti að rjúka í­ samstundis að laga, nema helst þá gluggarnir sem samt ættu að geta dugað í­ nokkur ár í­ viðbót. Við ætlum að senda inn lánsumsóknir og umsókn um greiðslumat í­ dag og gera svo tilboð eftir helgi. Jæja, nú þarf ég að rjúka fram og snýta mér áður en þetta lekur allt saman niður á lyklaborðið.