108193702005316229

Búinn að vera með því­lí­kt kvef undanfarna daga. Náði hámarki þegar ég gat ekki sofið fyrir snörlinu í­ sjálfum mér. Lá í­ rúminu og hlustaði á mig sjúga upp í­ nefið. Fór nokkrum sinnum að snýta mér en það lak alltaf jafn mikið. Svo kom skólahjúkrunarfræðingurinn inn í­ tí­ma áðan til að gefa flúor og sagði: „Hvað er að sjá þig?“ um leið og hún sá mig, „Þú hefur fengið einhverja sýkingu í­ augun.“ Og jú, þegar ég leit í­ spegil núna rétt áðan þá sá ég að ég er orðinn svona fallega rauðeygður. Fórum og skoðuðum Hafnarstrætið aftur í­ gær og þetta lí­tur nú svolí­tið öðruví­si út svona í­ dagsljósi. Þetta er voðalega gamalt og lúið. Samt ekkert mikið að segir tengdafaðir minn, húsasmiðurinn. Ekkert sem þyrfti að rjúka í­ samstundis að laga, nema helst þá gluggarnir sem samt ættu að geta dugað í­ nokkur ár í­ viðbót. Við ætlum að senda inn lánsumsóknir og umsókn um greiðslumat í­ dag og gera svo tilboð eftir helgi. Jæja, nú þarf ég að rjúka fram og snýta mér áður en þetta lekur allt saman niður á lyklaborðið.