108552560473533211

Það er ákaflega pirrandi og leiðigjarnt að fara yfir próf. Það getur hins vegar verið mjög gaman að búa þau til. En að fara yfir þau er bæði leiðinlegt, tí­mafrekt og pirrandi. Maður kemst nefnilega að því­ hvað það er grátlega lí­till hluti nemenda sem fylgist með í­ skólanum. Og ekki fara að kenna skólanum …

108482545904066439

Það eru kassar hérna út um allt og það er varla hægt að ganga um í­búðina fyrir þessu. Að pakka er eiginlega eitt það leiðinlegasta sem ég geri (fyrir utan að flytja). Ég fékk heilan helling af tölvukössum í­ skólanum og þeir eru voðalega þægilegir, svona með handföngum og svoleiðis, en full stórir. Ég verð …

108472494354627791

Jæja, þá er Eurovision búið og ég er bara sæmilega sáttur við úrslitin. Við vorum heppin að lenda ekki neðst með þetta lag okkar sem var eins og ég hef áður sagt sérstaklega óeftirminnilegt. úkraí­na vann eins og ég spáði og ég er hæstánægður með það. ínægðastur er ég þó með að hel…. laglausa hönkið …

108464767306768723

Eurovision, Eurovision!! Jibbý, jibbý jei! Ég er að fara í­ bjóð til Helgu og nú verður æðislega gaman. Ekki er ég samt bjartsýnn fyrir „okkar“ hönd eða þeirra laga sem mér finnast skemmtilegust. Ætli Grikkland eða Belgí­a vinni þetta ekki bara? En, kannski er þetta bara eðlislæg svartsýni mí­n. Ég trúði t.d. aldrei á að …

108447878335468211

Þá er forkeppni Eurovision búin og ég verð að viðurkenna að ég er hálf svekktur með úrslitin. Ekki að það pirri mig sérstaklega að Danir skyldu ekki komast áfram. Mér er eiginlega alveg sama. Hitt pirrar mig hve mörg gersamlega ómöguleg og leiðinleg atriði komust áfram. Fjögur af löndunum sem ég vildi sjá komast áfram …

108437314357108158

Hvað er þetta eiginlega með forsetaframbjóðendur og erlendar konur? Eru þessir menn allir í­ ástandinu eða hvað? Snorri er náttúrulega einhleypur (það minnir mig a.m.k.) en aldrei að vita nema hann verði kominn með eina útlenska upp á arminn fyrir kosningarnar. Núna hafa fjórir karlfauskar tilkynnt um framboð og mér finnst kominn tí­mi á að …

108418327064444712

Varð að fara og kí­kja á þetta nýja look hjá Blogger. Þetta lí­tur nú bara ágætlega út þó svo að ég sjái ekki alveg tilganginn með þessu. Stefán varpaði fram ansi hreinst áhugaverðri landafræðispurningu við Eurovision færsluna. Af hverju er Kýpur talið til Evrópu? Ég vildi ví­kka þessa spurningu út og spyrja: Af hverju eru …

108410788253622549

Meira Eurovisionblogg. Sí­ðasti kynningarþátturinn var í­ gær og þessi samnorræna og hallærislega framsetning er að mí­nu mati sérstaklega skemmtileg og virkilega til þess fallin að ná upp réttri Eurovision stemmingu fyrir framan tækið og það er náttúrulega bara brilljant að vinka svo bless. Ég komst að því­ að ég var yfirleitt sammála þeim finnska en …

108403836282234119

Fór á fund hjá Samfylkingunni í­ morgun um fjölmiðlafrumvarpið. Þar var einn þeirra sem sömdu skýrsluna og var fróðlegt að heyra hvað hann hafði til málanna að leggja, m.a. að miðað við það frumvarp sem fram væri komið væri „Verra af stað farið en heima setið.“ Annars ætla ég ekki að tala meira um þetta …

108386448769063635

Mikið var skemmtilegt að heyra Jón Steinar Gunnlaugsson hneykslast á pólití­skri lögfræði í­ hádegisfréttunum í­ dag. Hann var að tala um álit Umboðsmanns Alþingis á stöðuveitingu Björns Bjarnasonar í­ Hæstarétt. Einhvern vegin finnst mér þessi ummæli koma úr hörðustu átt enda opnar þessi maður ekki á sér munninn nema til að réttlæta gerðir Daví­ðs og …