108552560473533211

Það er ákaflega pirrandi og leiðigjarnt að fara yfir próf. Það getur hins vegar verið mjög gaman að búa þau til. En að fara yfir þau er bæði leiðinlegt, tí­mafrekt og pirrandi. Maður kemst nefnilega að því­ hvað það er grátlega lí­till hluti nemenda sem fylgist með í­ skólanum. Og ekki fara að kenna skólanum um! Ég er búinn að fá nóg af svoleiðis kjaftæði. Það er ekki eins og við gerum ekki allt sem hægt er til að koma til móts við krakkana. Hvað hefur maður setið mörg námskeið um uppbyggingarstefnu, innri áhugahvöt, fjölgreindir o.s.frv. án þess að allar þessar byltingar í­ skólastarfinu virðist skila nokkrum árangri? Svo eru menn að býsnast yfir brottfalli í­ framhaldsskólum (20% fyrstaársnema í­ MR) og telja að koma þurfi til móts við nemendur með námserfiðleika. WHAT???? Getur verið að vandamálið sé það að 20% nemenda eigi ekkert erindi í­ þungt bóknám? Getur verið að þeim hentaði betur að fara í­ verklegt nám, starfsnám e.þ.h.? Eða kannski bara út á vinnumarkaðinn í­ nokkur ár meðan það nær þroska?

Svo ætla Sjálfstæðismenn að setja írna Johnsen á listamannalaun. Gott hjá þeim. Geir Haarde telur að forsetinn væri að lýsa yfir strí­ði við alþingi ef hann skrifar ekki undir fjölmiðlalögin. Væri hann ekki frekar að lýsa yfir strí­ði við þjóðina ef hann skrifar undir þau? A.m.k. ef hann skrifar undir þessi lög er ljóst að málskotsréttur forsetans er bara kjaftæði og þar með er embættið orðið eins tilgangslaust og ég hef alltaf talið það. Daví­ð hefur lí­ka lýst því­ yfir að skrifi forsetinn ekki undir verði það í­ fyrsta og sí­ðasta skipti sem málskotsrétturinn verði nýttur. Hann ætlar sem sagt að breyta stjórnarskránni í­ enn einu geðvonskukastinu. Er fólk ekki búið að fá nóg af þessum manni??? Er ekki möguleiki að fá nógu stórt hlutfall kosningabærra manna til að heimta að forsetinn setji rí­kisstjórnina af, rjúfi þing og efni til kosninga. Hefur hann annars ekki völd til þess samkvæmt stjórnarskránni? Það eina góða sem hefur komið út úr þessu máli öllu er að við höfum ekki þurft að bí­ða nema í­ tæpt ár eftir að hinir „ungu“ þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Birgir írmannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór og Sigurður Kári, sýndu sitt rétta andlit. Frjálshyggjan og hugsjónirnar voru bara sýndarmennska fyrir valdagræðgi, eiginhagsmunapot og spillingu. Yfirleitt þarf að bí­ða í­ heilt kjörtí­mabil og stundum áratugi eftir að grí­man falli af Sjálfstæðismönnunum og þeirra rétta andlit sjáist en í­ tilfelli þessara drengja tók það furðu stuttan tí­ma og það er gott. Ekki að það sé hægt að segja eitthvað jákvæðari hluti um Dagnýju Jónsdóttur og Birki J. Jónsson. Framsóknareðlið var furðu fljótt að koma í­ ljós hjá þeim. Á móti kemur að Framsóknarmenn hafa svo sem aldrei farið í­ neina launkofa með tækifærismennsku sí­na.

Undirskriftin mikla á kaupsamningnum var í­ dag. Ég trúi því­ varla að þetta sé allt að ganga eftir. Ég er náttúrulega lí­ka ákaflega svartsýnn að eðlisfari. Ég á ekki von á að ég bloggi mikið á næstunni það er svo mikið að gera. Klára að fara yfir prófin, klára að pakka, skrifa nokkrar skýrslur í­ skólanum og taka til, þrí­fa hér og flytja. Allt núna á einni viku. Gangi mér vel.

108482545904066439

Það eru kassar hérna út um allt og það er varla hægt að ganga um í­búðina fyrir þessu. Að pakka er eiginlega eitt það leiðinlegasta sem ég geri (fyrir utan að flytja). Ég fékk heilan helling af tölvukössum í­ skólanum og þeir eru voðalega þægilegir, svona með handföngum og svoleiðis, en full stórir. Ég verð að passa mig á að setja ekki neitt þungt í­ þá

Var að horfa á Jónsa koma heim áðan og hann var yfir sig ánægður með 19. sætið. Fannst þetta allt saman bara æðislegt „Thank you“ og brosti sætt. Mér finnst þetta álí­ka trúverðugt og fjölmiðlafrumvarpið. Auðvitað er Jónsi og allir sem komu nálægt þessu drullusvektir yfir að hafa ekki endað ofar. Mér finnst hugmyndin hans dr. Gunna frábær (16.05.).

Talandi um fjölmiðlafrumvarpið. Núna á að breyta því­ einu sinni enn fyrir þriðju umræðu í­ þeim tilgangi að þvinga Framsóknarmenn til að samþykkja þetta. Jóní­na Bjartmarz virkaði samt ekkert alltof spennt í­ sjónvarpinu áðan. Guðni kominn með höndina í­ fatla og Kristinn H. Gunnarsson stiplaður „rebel“ á netmiðlum. Gæti verið að Framsókn lí­ti bara nokkuð vel út í­ þessu öllu, þ.e.a.s. ef þeir hafna frumvarpinu. Ég veit ekki út á hvað þessar breytingar ganga en get ekki í­myndað mér að þær breyti neinu. Ég efast samt um að Framsókn felli þetta eða að forsetinn neiti að skrifa undir. Ég hef lengi haldið því­ fram að það embætti sé gersamlega tilgangslaust og út í­ kú. Forsetinn gæti þá sýnt fram á að ég hafi á röngu að standa. Ef hann gerir það þá skal ég meira að segja mæta á kjörstað í­ sumar og kjósa hann.

Annars var ég að fatta að það er hægt að lesa stjórnarskránna á ýmsan máta. T.d. er ekkert í­ stjórnarskránni sem kemur í­ veg fyrir að forsetinn taki völdin í­ sí­nar hendur. Hann getur leyst rí­kisstjórn frá störfum og sett nýja. Ráðherrar fara með vald hans, en samkvæmt stjórnarskránni þá velur forseti þessa ráðherra. Ísland er þingbundið Lýðveldi. Það þarf ekki að þýða annað en að rí­kisstjórn þurfi að fá samþykki þingsins fyrir lögum sí­num ekki endilega að hún þurfi að hafa meirihluta (Þarf ekki annars 2/3 þings til að ví­sa rí­kisstjórn frá?). Forsetakosningar gætu þannig verið framkvæmdavaldskosningar og þingkosningar löggjafarvaldskosningar án þess að það þyrfti að breyta stjórnarskránni. A.m.k. get ég ekki séð annað en ég er náttúrulega enginn stjórnarskrársérfræðingur.

108472494354627791

Jæja, þá er Eurovision búið og ég er bara sæmilega sáttur við úrslitin. Við vorum heppin að lenda ekki neðst með þetta lag okkar sem var eins og ég hef áður sagt sérstaklega óeftirminnilegt. úkraí­na vann eins og ég spáði og ég er hæstánægður með það. ínægðastur er ég þó með að hel…. laglausa hönkið frá Grikklandi skyldi ekki fara með sigur af hólmi. Ætla hérna að rifja upp spánna mí­na:
1. úkraí­na
2. Sví­þjóð
3. Grikkland
4. Tyrkland
5. Kýpur
6. Albaní­a
úrslitin urðu svo svona:
1. úkraí­na
2. Júgóslaví­a (Serbí­a-Svartfjallaland)
3. Grikkland
4. Tyrkland
5. Kýpur
6. Sví­þjóð
7. Albaní­a
Þannig að ég virðist hafa verið frekar sannspár. Spáði rétt um 1., 3., 4. og 5. sæti, hafði Sví­ana fjórum sætum of ofarlega og Albanina einu sæti. Þannig: GOTT HJÁ MÉR!!

Svo er Iðnaðarráðherra búin að ráða fyrrum tugthúslim sem var fundinn sekur um umfangsmikinn fjárdrátt í­ stjórn Rarik. Hef ekki heyrt mikinn ramagrátur út af því­, en sjálfum finnst mér þetta hneykslanlegt.

Gulla var að setja upp nýja bloggsí­ðu tengda nýja húsinu okkar. Hún er hér. Ætli ég setji ekki link inn á hana hér til hliðar sí­ðar.

P.S. Greniví­k er ákaflega sætt og huggulegt þorp.

108464767306768723

Eurovision, Eurovision!! Jibbý, jibbý jei! Ég er að fara í­ bjóð til Helgu og nú verður æðislega gaman. Ekki er ég samt bjartsýnn fyrir „okkar“ hönd eða þeirra laga sem mér finnast skemmtilegust. Ætli Grikkland eða Belgí­a vinni þetta ekki bara? En, kannski er þetta bara eðlislæg svartsýni mí­n. Ég trúði t.d. aldrei á að ég fengi þetta viðbótarlán og enn er ég ekki viss um að þessi í­búðarkaup gangi eftir þar sem þetta á eftir að ganga í­ gegnum íbúðalánasjóð.

Svo er ég í­ svolí­tilli fýlu þessa dagana. Það er ekki vegna þess að ég fékk ekki starfið sem ég sótti um. Bjóst svo sem ekki við því­ heldur. Frétti svo að ráða hefði átt konu með mikla menntun og góða reynslu og var ákaflega sáttur við það. Kom mér því­ talsvert á óvart þegar hringt var í­ mig og mér tjáð að ákveðið hefði verið að lengja umsóknarfrestinn. Ljóst að þeir voru ekki ánægðir með umsækjendurna. Nú jæja, ég bjóst svo sem ekki við að fá þetta starf hvort sem er. Hins vegar var ég að frétta í­ gær hver hefði verið ráðinn. Það er einhver unglingspiltur (yngri en ég) sem er nýskriðinn út úr háskóla (með minni menntun en ég) og sem hefur kennt í­ nokkur ár (með minni reynslu en ég). Af þessum ástæðum er ég fúll. Ekki það a ég sætti mig ekki alveg við að fá ekki starfið en ég hefði þá búist við því­ að það væri vegna þess að einhver reyndari eða meira menntaður en ég hefði verið ráðinn. FOJ!!

Svo finnst mér stórkostlegur málflutningur Daví­ðs núna á þingi áðan um fjölmiðlafrumvarpið. Þessi maður er orðinn svo fyrirsjáanlegur í­ skí­tkasti sí­nu, vænissýki og sjálfumgleði að ég fór að hugsa hvort það væri ekki hægt að búa bara til forrit til að tala fyrir hann? Það þyrfti ekki annað en að raða saman orðunum; Baugstí­ðindi, tengsl við, auðhringir, Jón Ólafsson, þessi kona o.s.frv. Merkilegt lí­ka að hann segi að tengsl Ólafs Ragnars við Norðurljós og Baug geri hann óhæfan til að ví­sa frumvarpinu í­ þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það er rétt hjá honum er augljóst að frumvarpinu er einungis beint gegn þessum eina ákveðna aðila og ef svo er þá er það kolólöglegt. Nú ef frumvarpinu er ekki beint einungis gegn Baugi (og útvarpi Sögu að því­ er mér skilst) þá getur Ólafur ekki verið vanhæfur. Þannig að þessi málflutningur fellur um sjálfan sig við fyrstu gagnrýnu skoðun. Eins og raunar flest allt sem Daví­ð segir þegar ég hugsa um það.

Jæja, þá er Eurovision að byrja og ég má ekki vera að þessu kjaftæði lengur!!

108447878335468211

Þá er forkeppni Eurovision búin og ég verð að viðurkenna að ég er hálf svekktur með úrslitin. Ekki að það pirri mig sérstaklega að Danir skyldu ekki komast áfram. Mér er eiginlega alveg sama. Hitt pirrar mig hve mörg gersamlega ómöguleg og leiðinleg atriði komust áfram. Fjögur af löndunum sem ég vildi sjá komast áfram gerðu það reyndar, þ.e. Albaní­a, Kýpur, úkraí­na og Júgóslaví­a. Hin sex sem komust áfram eru Grikkland, Makedóní­a, Bosní­a, Malta, Holland og Króatí­a. Reyndar felldi ég Holland naumlega út af listanum mí­num svo það er allt í­ lagi. Króatí­a, Grikkland og Bosní­a voru svo lí­ka allt í­ lagi að mí­nu mati en Malta og Makedóní­a er bara hrein hörmung og fáránlegt að þessi lönd komust áfram í­ stað t.d. Mónakó og Eistlands. Ég hlakka nú samt til á Laugardaginn því­ þegar allt kemur til alls er það kannski ekkert aðalatriði hvernig lögin eru, hver vinnur eða hvar í­ röðinni Ísland er. Aðalmálið er Eurovision stemmingin!

Annað sem pirrar mig er þessi danski gutti sem er að fara að giftast einhverri ástralskri stelpu. Ég meina: WHO CARES?! Svo er talað eins og það sé skylda forseta Íslands að vera viðstaddur. Það á að sjónvarpa þessu hér á Íslandi og rí­kið hefur meira að segja pungað út fyrir gjöf að því­ er mér skilst. Samt er ekki eins og þessi Dani sé eitthvað á flæðiskeri staddur. Óbeit mí­n og andstyggð á konungsdæmum og allri þeirri heimskulegu hugsun og í­dealógí­u sem þar býr að baki er slí­k að ég efast um að ég myndi mótmæla því­ hástöfum þótt ákveðið væri að taka alla konunga (prinsa og pótindáta) þessa heims og losna við þá með frönsku aðferðinni. Kannski að ég myndi stinga upp á því­ að athöfnin færi fram í­ Parí­s svona til að ná réttu stemmingunni. Ekki það að mér sé neitt illa við danska guttann svona persónulega en ég tel hann persónugerving úreltra gilda og tákngerving kúgunar og fáfræði og að heimurinn væri betur staddur án hans lí­ka. Reyndar myndi ég styðja það frekar að kí­nverska aðferðin yrði notuð því­ þá gæti þetta lið orðið til gagns í­ fyrsta skipti á ævinni. Rússneska aðferðin hefur lí­ka sí­na kosti því­ þannig er komið í­ veg fyrir að væntalegir erfingjar geti risið upp í­ framtí­ðinni. Smá útskýring á því­ hvað ég á við:

1) Franska aðferðin. Konungar og drottningar eru tekin og gerð höfðinu styttri, helst með fallöxi. Aðrir áhrifamiklir aðalsmenn fá sömu meðferð en flestum er þó sleppt. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli.

2) Kí­nverska aðferðin. Konungar og drottningar eru tekin ásamt öllum aðalsmönnum, háttsettum embættismönnum o.s.frv. og steypt niður í­ neðstu stig samfélagsins, send út á hrí­sgrjónaakurinn og látin vinna fyrir sér. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli án þess að almennar aftökur fari fram.

3) Rússneska aðferðin. Konungum og drottningum og öllum niðjum þeirra er rænt, farið með þau á afvikin stað og þau lí­flátin. Lí­kamsleifum er eytt með sýru til að koma í­ veg fyrir alla persónudýrkun í­ framtí­ðinni. Aðrir aðalsmenn og háttsettir embættismenn „hverfa sporlaust“ af yfirborði jarðar. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli og komið í­ veg fyrir að erfingjar eða arftakar geti fundist.

Merkilegt að eitt lí­tið brúðkaup einhvers nauðaómerkilegs Bauna geti komið manni í­ slí­kt uppnám. Því­ ómerkilegur er hann fyrir utan ætternið. Gott að ég er ekki Bauni sjálfur. Það er ekki ví­st að ég gæti verið ábyrgur fyrir gerðum mí­num.

Ætla samt að enda þetta á jákvæðari nótum. Verst að mér detta engar í­ hug. Jú, veðrið er gott og það er jákvætt. 🙂

108437314357108158

Hvað er þetta eiginlega með forsetaframbjóðendur og erlendar konur? Eru þessir menn allir í­ ástandinu eða hvað? Snorri er náttúrulega einhleypur (það minnir mig a.m.k.) en aldrei að vita nema hann verði kominn með eina útlenska upp á arminn fyrir kosningarnar. Núna hafa fjórir karlfauskar tilkynnt um framboð og mér finnst kominn tí­mi á að einhver kona taki slaginn lí­ka. Vill ekki einhver hafa samband við hana Sigrúnu í­ Vestmannaeyjum?
Heyrði lí­ka að Ólafur væri að koma heim frá Mexí­kó og ætlaði að skrópa í­ giftingunni í­ Danmörku til að geta neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin. Merkilegt að handhafar forsetavalds skrifi upp á lög í­ fjarveru forseta. Það þýðir að ef forsetinn vill beita þessu neitunarvaldi sí­nu verður hann að gjöra svo vel að vera á landinu þegar lögin eru samþykkt. Annars gæti rí­kisstjórnin bara ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þangað til Ólafur er næst í­ útlandinu og þar með er auðséð að neitunarvald forseta er bara orðin tóm. Mikið myndi hann nú samt vaxa í­ áliti hjá mér ef hann neitaði að skrifa undir. Myndi lí­ka sýna að embættið hefur einhvern tilgang. En, eins og ég hef áður sagt, mætti annars alveg leggja það niður.
Svo er bekkjarkvöld hjá umsjónarbekknum mí­num í­ kvöld þannig að ég missi af undankeppninni í­ Eurovision! Dauði og djöfull! Fari það í­ norður og niðurfallið! Ætli ég verði ekki bara að taka þetta upp og horfa á það þegar ég kem heim. Verð bara að passa mig á því­ að enginn segi mér hvaða lönd komust áfram. Blogga meira seinna ef ég hef eitthvað meira að tala um sem ég stór efa.

108418327064444712

Varð að fara og kí­kja á þetta nýja look hjá Blogger. Þetta lí­tur nú bara ágætlega út þó svo að ég sjái ekki alveg tilganginn með þessu.
Stefán varpaði fram ansi hreinst áhugaverðri landafræðispurningu við Eurovision færsluna. Af hverju er Kýpur talið til Evrópu?
Ég vildi ví­kka þessa spurningu út og spyrja: Af hverju eru Azerbadjan, Georgí­a og Armení­a talin til Evrópu? Og af hverju tilheyra Azoraeyjar Evrópu? Af hverju tilheyra Bermúdaeyjar ekki Evrópu?
Byrjum á Kýpur. Kýpur var náttúrulega grí­sk eyja og þótt hún sé landafræðilega nálægust Así­u-hluta Tyrklands verður að telja hana til stóru grí­sku eyjanna eins og Krí­t og Rhodos. Kýpur hlýtur því­ að teljast evrópsk þrátt fyrir landafræðilega staðsetningu.
Það sama má kannski segja um Bermúda. Þar hófst byggð mun seinna en á Kýpur eða árið 1609 og þá voru það skipsreka Bretar sem þar námu land. Bermúda hefur því­ alltaf verið bresk eyja með breska menningu og ætti því­ að tilheyra Evrópu. Bermúda er reyndar nær Amerí­ku en Evrópu, en þó mun fjær Amerí­ku en Kýpur er frá Así­u.
Azoraeyjar eru svo portúgölsk nýlenda í­ miðju Atlantshafi og eru landafræðilega nær Evrópu en Amerí­ku svo það er lí­klega eðlilegt að þær tilheyri þeirri álfu.
Kákasuslöndin þrjú tilheyrðu svo náttúrulega áður Sovétrí­kjunum og þar áður Rússlandi og reiknuðust því­ með Evrópu-hluta þess. Þegar þau fengu svo sjálfstæði á nýjan leik hefur þótt óþarfi að flytja þau á milli heimsálfa. Menningarlega eiga þessi rí­ki þó margt sameiginlegt bæði með Rússlandi (þá helst Georgí­a)og Mið-Austurlöndum (þá helst Azerbadjan). Knattspyrnulega séð væri betra fyrir þessi lönd að tilheyra Así­u. Þau ættu þá meiri möguleika á að komast á HM. Spurning hvort þessar þjóðir lí­ti á sig sem Evrópubúa?
Svo hefur komið í­ ljós að Lúxemborgarar eru ekki með í­ ár vegna kostnaðar. Þeir eiga ví­st að borga helmingi meira en við fyrir þátttökuna þrátt fyrir að vera lí­tið fleiri (u.þ.b. 450.000)en þar eru þjóðartekjur ví­st hæstar á mann í­ Evrópu.
Þar að auki hef ég komist að því­ að Marókkó tók þátt einu sinni. Það var árið 1980 og lentu þeir þá í­ 18. sæti og fengu 7 stig fyrir lagið Bitakat Hob. Þetta ár tóku 19 þjóðir þátt og eina þjóðin sem var fyrir neðan Marókkó voru Finnar og útskýrir þetta kannski hvers vegna Marókkóar hafa aldrei tekið þátt aftur.
P.S. þetta var árið sem Johnny Logan vann í­ fyrsta sinn með laginu What’s Another Year. Hann vann svo aftur með því­ 1987, en þá undir nafninu Hold Me Now.

108410788253622549

Meira Eurovisionblogg. Sí­ðasti kynningarþátturinn var í­ gær og þessi samnorræna og hallærislega framsetning er að mí­nu mati sérstaklega skemmtileg og virkilega til þess fallin að ná upp réttri Eurovision stemmingu fyrir framan tækið og það er náttúrulega bara brilljant að vinka svo bless. Ég komst að því­ að ég var yfirleitt sammála þeim finnska en oftast ósammála þessum í­slenska. Hvaða fábjáni er þetta eiginlega? Kemur vondu nafni á land og þjóð 😉 Svo finnst mér að Íslendingar eigi að tala dönsku á samnorrænum vettvangi en ekki á syngjandi norsku eins og einhverjir Trondhæmskir hálvitar. sbr. þessa tilvitnun í­ Eirí­k „okkar“ Hauksson: „Tí¤jen oozer av selvtillit“ Þetta verður að lesast á norsku, þ.e. byrja djúpt og enda lengst uppi í­ rassgati. Jæja, nóg af svona kjaftæði. Hvað fannst mér um lögin? Lesið og komist að því­:

1. Spánn – Para llenarme de ti Það þyrfti eiginlega að hlusta á þetta beint á eftir grí­ska framlaginu til að átta sig á því­ hvað það grí­ska er mikið rusl. Og svo að hlusta á ekta Ricky Martin latí­nó brjálæði til að heyra að þetta er litlu skárra þó það sé tí­u sinnum betra en grí­ska lagið.
2. Austurrí­ki – Du bist Austurrí­kismenn fá plús hjá mér fyrir að syngja á þýsku sem mér finnst alltaf frekar töff. Hins vegar eru þetta ákaflega hallærislegir drengir þó þeir eigi áreiðanlega vel heima í­ Bravó blöðunum.
3. Noregur – High Norsararnir hafa augsýnilega ákveðið að fara sömu leið og Íslendingar (og önnur hver þjóð lí­ka) og senda sætan strák með ljúft lag. Týpí­skt norrænt Eurovisionpopp og minnir e.t.v. lí­ka svolí­tið á í­slenska sveitaballatónlist.
4. Frakkland – A chaque pas Enn einn ballöðustrákurinn. Ólí­kt hinum þá er þessi mjög góður. Lagið hins vegar sí­ður en svo eftirminnilegt.
5. Þýskaland – Can’t wait until tonight Nei, hvað höfum við hér? Ballöðustrák? Ja, nú er ég svo aldeilis hlessa! Þetta lag er hins vegar skemmtilega öðruví­si og gæti gengið vel. Söngvarinn mætti samt raka á sér augnabrúnina, a.m.k. svona á milli augnanna.
6. Belgí­a – 1 Life Þetta er ví­st voðalega vinsælt á netinu, en því­ miður. Teknó = OJJJ!!! Einhæfur og ömurlegur texti og söngkonan af einhverjum ástæðum frekar fráhrindandi. Kannski vegna þess að hún gat varla sungið fyrir mæði.
7. Rússland – Believe me WHAT?!? Þetta var svona eins og menntaskólaskemmtiatriði á árshátí­ð Framtí­ðarinnar. Fyrir utan að sviðið var mun flottara og eldstrókarnir æðislegir. Ætli þeir megi setja svona upp á keppninni? Væri gaman að Rússar ynnu til að sjá hvernig Eurovision yrði í­ Rússlandi en með þetta lag er það ekki möguleiki. Þeir eiga bara að senda Tatu aftur þangað til þær vinna: Ne verj, ne boisja!
8. Ísland – Heaven Norsararnir hafa augsýnilega ákveðið að fara sömu leið og Íslendingar (og önnur hver þjóð lí­ka) og senda sætan strák með ljúft lag. Týpí­skt norrænt Eurovisionpopp og minnir e.t.v. lí­ka svolí­tið á í­slenska sveitaballatónlist. (Æii, gleymdi ég að breyta Noregur í­ Ísland í­ þessu copy/paste. Eini möguleikinn fyrir Jónsa að fá stig er að syngja þetta ber að ofan!!! Voðalega er þetta lí­ka þreytt með söngvarann sem syngur ósýnilegur til stúlkunnar í­ ví­deóum)
9. írland – If the World stops turning Það eina góða við þetta lag er nafn söngvarans, Doran. Hann ætti náttúrulega að kalla sig Doran Doran. Hann fengi nokkur stig út á það. Annars var þetta voða næs og hliðar saman hliðar eitthvað.
10. Pólland – Love Song Þetta var skemmtilegt. Fí­nt lag og frábær söngur. Mikið er ég samt hræddur um að þetta deyi á sviði.
11. Bretland – Hold on to our love Bretarnir koma sterkir inn með svona Brian Adams wannabe. Hér er á ferðinni enn ein strákaballaðan og allar þjóðir sem sendu svoleiðis inn eiga lí­klega eftir að lí­ða fyrir það. Þetta er samt sú besta af þeim.
12. Tyrkland – For real Frábært! Snilld! Ég vona að Tyrkir vinni aftur! Sem gæti náttúrulega gerst því­ þeim hefur gengið ljómandi vel eftir að sí­makosningin var tekin upp. Það búa svo margir Tyrkir í­ öðrum Evrópulöndum. Gaman að heyra Tyrki syngja á svona working-class ensku og lagið hefði geta verið á hvaða Madness plötu sem er. Það er bara Ankara á næsta ári.
13. Rúmení­a – I admit Þegar menn hafa svona flytjanda þýðir ekki að klæða hana í­ peysu og svartar buxur og búast við því­ að eitthvað gerist. Takið grí­ska flytjandann frá því­ í­ fyrra ykkur til fyrirmyndar. Við viljum skoru! Við viljum naflabol og mjaðmabuxur! Kannski stutt pils eða kjól með klauf upp á mjaðmir! Allt nema svona vitleysu. Það verður lí­ka að beina athyglinni að keppandanum þegar lagið er svona.
14. Sví­þjóð – It hurts Lena er hot! Hún kann lí­ka að klæða sig svo það sjáist. Svona eiga fallegar komur að klæða sig. Lagið var hins vegar frekar týpí­skt Europopp en allt í­ lagi sem slí­kt.

Þannig að það er allt útlit fyrir gott Eurovision í­ ár. Á maður að velja einhvern sigurvegara? Sjálfur myndi ég velja tyrkneska lagið eða það danska en ég er hræddur um að smekkur Evrópubúa sé annar en minn. í ljósi sigurvegara sí­ðustu ára væri freistandi að velja þjóðir eins og Júgóslaví­u eða Eistland því­ þjóðlegt virðist vera inn þessi árin. Lúmsk lög gætu svo verið frá Mónakó, Andorra, Kýpur og Sví­þjóð. Svo þið sjáið að það er hægara sagt en gert að ætla sér að velja sigurvegara. Læt samt vaða og spái hér með Tyrklandi sigrinum en ég myndi samt ekki veðja neinu upp á það.

Að lokum: Af hverju eru þessar þjóðir ekki með í­ Eurovision? Tékkland, Slóvakí­a, Lichtenstein, Lúxemborg, San Marí­no, Búlgarí­a, Ungverjaland, Moldaví­a, Georgí­a, Armení­a og Azerbadjan?
Og af hverju er þessi þjóð með? ísrael?

108403836282234119

Fór á fund hjá Samfylkingunni í­ morgun um fjölmiðlafrumvarpið. Þar var einn þeirra sem sömdu skýrsluna og var fróðlegt að heyra hvað hann hafði til málanna að leggja, m.a. að miðað við það frumvarp sem fram væri komið væri „Verra af stað farið en heima setið.“ Annars ætla ég ekki að tala meira um þetta fjölmiðlafrumvarp enda væri það til að æra óstöðugan. Hins vegar tók ég eftir því­ að við vorum 21 þarna á fundinum og þar af 11 með gleraugu. Ég held að það sé ekki þverskurður samfélagsins að rí­flega helmingur noti gleraugu. Fannst mér þetta ýta undir þá skoðun mí­na að fólk með gleraugu fylgist betur með umhverfi sí­nu, taki virkari þátt í­ umræðunni, sé greindara og klárara en við sem höfum eðlilega sjón. Þ.e. meðalgleraugnagámurinn og meðaljóninn. Mér finnst ákaflega gáfulegt að nota gleraugu og því­ sorglegt að vera með fullkomna sjón. Mér finnst gáfulegt að hafa há kollvik, hátt enni, skalla eða þess háttar en sjálfur hef ég hár ofan í­ augu og skalli þekkist ekki í­ ættinni. Það eina sem ég get huggað mig við í­ þessu öllu saman er hvað ég er skratti myndarlegur. 🙂

108386448769063635

Mikið var skemmtilegt að heyra Jón Steinar Gunnlaugsson hneykslast á pólití­skri lögfræði í­ hádegisfréttunum í­ dag. Hann var að tala um álit Umboðsmanns Alþingis á stöðuveitingu Björns Bjarnasonar í­ Hæstarétt. Einhvern vegin finnst mér þessi ummæli koma úr hörðustu átt enda opnar þessi maður ekki á sér munninn nema til að réttlæta gerðir Daví­ðs og Sjálfstæðisflokksins. Minnti mig á að þegar ég segi krökkunum í­ skólanum að ef þau séu stillt og við náum að fara yfir efni kennslustundarinnar áður en tí­minn er búinn þá megi þau fara fyrr út, þá eru það alltaf þeir sem eru yfirleitt með mestu lætin og truflunirnar sem fara að sussa á hina. Þetta kallar maður að einblí­na á flí­sina í­ auga náungans en koma ekki auga á timburverksmiðjuna í­ sí­nu eigin.
Annars er það að frétta að í­ dag var umsóknin okkar um viðbótarlán samþykkt þannig að við erum að fara að kaupa okkur í­búð við Hafnarstræti á Akureyri. Þetta er mjög fallegt og sjarmerandi gamalt timburhús. Byggt 1906. Það þarf reyndar að gera mjög mikið fyrir það en við höfum lí­ka nógan tí­ma til þess og fengum það ódýrt. Núna skilst mér að þetta fari allt saman til í­búðalánasjóðs og svo skrifum við undir eftir svona viku til tí­u daga. Þá verð ég að hafa hálfa milljón handbæra.
BBíB