108418327064444712

Varð að fara og kí­kja á þetta nýja look hjá Blogger. Þetta lí­tur nú bara ágætlega út þó svo að ég sjái ekki alveg tilganginn með þessu.
Stefán varpaði fram ansi hreinst áhugaverðri landafræðispurningu við Eurovision færsluna. Af hverju er Kýpur talið til Evrópu?
Ég vildi ví­kka þessa spurningu út og spyrja: Af hverju eru Azerbadjan, Georgí­a og Armení­a talin til Evrópu? Og af hverju tilheyra Azoraeyjar Evrópu? Af hverju tilheyra Bermúdaeyjar ekki Evrópu?
Byrjum á Kýpur. Kýpur var náttúrulega grí­sk eyja og þótt hún sé landafræðilega nálægust Así­u-hluta Tyrklands verður að telja hana til stóru grí­sku eyjanna eins og Krí­t og Rhodos. Kýpur hlýtur því­ að teljast evrópsk þrátt fyrir landafræðilega staðsetningu.
Það sama má kannski segja um Bermúda. Þar hófst byggð mun seinna en á Kýpur eða árið 1609 og þá voru það skipsreka Bretar sem þar námu land. Bermúda hefur því­ alltaf verið bresk eyja með breska menningu og ætti því­ að tilheyra Evrópu. Bermúda er reyndar nær Amerí­ku en Evrópu, en þó mun fjær Amerí­ku en Kýpur er frá Así­u.
Azoraeyjar eru svo portúgölsk nýlenda í­ miðju Atlantshafi og eru landafræðilega nær Evrópu en Amerí­ku svo það er lí­klega eðlilegt að þær tilheyri þeirri álfu.
Kákasuslöndin þrjú tilheyrðu svo náttúrulega áður Sovétrí­kjunum og þar áður Rússlandi og reiknuðust því­ með Evrópu-hluta þess. Þegar þau fengu svo sjálfstæði á nýjan leik hefur þótt óþarfi að flytja þau á milli heimsálfa. Menningarlega eiga þessi rí­ki þó margt sameiginlegt bæði með Rússlandi (þá helst Georgí­a)og Mið-Austurlöndum (þá helst Azerbadjan). Knattspyrnulega séð væri betra fyrir þessi lönd að tilheyra Así­u. Þau ættu þá meiri möguleika á að komast á HM. Spurning hvort þessar þjóðir lí­ti á sig sem Evrópubúa?
Svo hefur komið í­ ljós að Lúxemborgarar eru ekki með í­ ár vegna kostnaðar. Þeir eiga ví­st að borga helmingi meira en við fyrir þátttökuna þrátt fyrir að vera lí­tið fleiri (u.þ.b. 450.000)en þar eru þjóðartekjur ví­st hæstar á mann í­ Evrópu.
Þar að auki hef ég komist að því­ að Marókkó tók þátt einu sinni. Það var árið 1980 og lentu þeir þá í­ 18. sæti og fengu 7 stig fyrir lagið Bitakat Hob. Þetta ár tóku 19 þjóðir þátt og eina þjóðin sem var fyrir neðan Marókkó voru Finnar og útskýrir þetta kannski hvers vegna Marókkóar hafa aldrei tekið þátt aftur.
P.S. þetta var árið sem Johnny Logan vann í­ fyrsta sinn með laginu What’s Another Year. Hann vann svo aftur með því­ 1987, en þá undir nafninu Hold Me Now.