108447878335468211

Þá er forkeppni Eurovision búin og ég verð að viðurkenna að ég er hálf svekktur með úrslitin. Ekki að það pirri mig sérstaklega að Danir skyldu ekki komast áfram. Mér er eiginlega alveg sama. Hitt pirrar mig hve mörg gersamlega ómöguleg og leiðinleg atriði komust áfram. Fjögur af löndunum sem ég vildi sjá komast áfram gerðu það reyndar, þ.e. Albaní­a, Kýpur, úkraí­na og Júgóslaví­a. Hin sex sem komust áfram eru Grikkland, Makedóní­a, Bosní­a, Malta, Holland og Króatí­a. Reyndar felldi ég Holland naumlega út af listanum mí­num svo það er allt í­ lagi. Króatí­a, Grikkland og Bosní­a voru svo lí­ka allt í­ lagi að mí­nu mati en Malta og Makedóní­a er bara hrein hörmung og fáránlegt að þessi lönd komust áfram í­ stað t.d. Mónakó og Eistlands. Ég hlakka nú samt til á Laugardaginn því­ þegar allt kemur til alls er það kannski ekkert aðalatriði hvernig lögin eru, hver vinnur eða hvar í­ röðinni Ísland er. Aðalmálið er Eurovision stemmingin!

Annað sem pirrar mig er þessi danski gutti sem er að fara að giftast einhverri ástralskri stelpu. Ég meina: WHO CARES?! Svo er talað eins og það sé skylda forseta Íslands að vera viðstaddur. Það á að sjónvarpa þessu hér á Íslandi og rí­kið hefur meira að segja pungað út fyrir gjöf að því­ er mér skilst. Samt er ekki eins og þessi Dani sé eitthvað á flæðiskeri staddur. Óbeit mí­n og andstyggð á konungsdæmum og allri þeirri heimskulegu hugsun og í­dealógí­u sem þar býr að baki er slí­k að ég efast um að ég myndi mótmæla því­ hástöfum þótt ákveðið væri að taka alla konunga (prinsa og pótindáta) þessa heims og losna við þá með frönsku aðferðinni. Kannski að ég myndi stinga upp á því­ að athöfnin færi fram í­ Parí­s svona til að ná réttu stemmingunni. Ekki það að mér sé neitt illa við danska guttann svona persónulega en ég tel hann persónugerving úreltra gilda og tákngerving kúgunar og fáfræði og að heimurinn væri betur staddur án hans lí­ka. Reyndar myndi ég styðja það frekar að kí­nverska aðferðin yrði notuð því­ þá gæti þetta lið orðið til gagns í­ fyrsta skipti á ævinni. Rússneska aðferðin hefur lí­ka sí­na kosti því­ þannig er komið í­ veg fyrir að væntalegir erfingjar geti risið upp í­ framtí­ðinni. Smá útskýring á því­ hvað ég á við:

1) Franska aðferðin. Konungar og drottningar eru tekin og gerð höfðinu styttri, helst með fallöxi. Aðrir áhrifamiklir aðalsmenn fá sömu meðferð en flestum er þó sleppt. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli.

2) Kí­nverska aðferðin. Konungar og drottningar eru tekin ásamt öllum aðalsmönnum, háttsettum embættismönnum o.s.frv. og steypt niður í­ neðstu stig samfélagsins, send út á hrí­sgrjónaakurinn og látin vinna fyrir sér. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli án þess að almennar aftökur fari fram.

3) Rússneska aðferðin. Konungum og drottningum og öllum niðjum þeirra er rænt, farið með þau á afvikin stað og þau lí­flátin. Lí­kamsleifum er eytt með sýru til að koma í­ veg fyrir alla persónudýrkun í­ framtí­ðinni. Aðrir aðalsmenn og háttsettir embættismenn „hverfa sporlaust“ af yfirborði jarðar. Forneskjulegri hjáguðadýrkun konungsveldisins er steypt af stóli og komið í­ veg fyrir að erfingjar eða arftakar geti fundist.

Merkilegt að eitt lí­tið brúðkaup einhvers nauðaómerkilegs Bauna geti komið manni í­ slí­kt uppnám. Því­ ómerkilegur er hann fyrir utan ætternið. Gott að ég er ekki Bauni sjálfur. Það er ekki ví­st að ég gæti verið ábyrgur fyrir gerðum mí­num.

Ætla samt að enda þetta á jákvæðari nótum. Verst að mér detta engar í­ hug. Jú, veðrið er gott og það er jákvætt. 🙂