108464767306768723

Eurovision, Eurovision!! Jibbý, jibbý jei! Ég er að fara í­ bjóð til Helgu og nú verður æðislega gaman. Ekki er ég samt bjartsýnn fyrir „okkar“ hönd eða þeirra laga sem mér finnast skemmtilegust. Ætli Grikkland eða Belgí­a vinni þetta ekki bara? En, kannski er þetta bara eðlislæg svartsýni mí­n. Ég trúði t.d. aldrei á að ég fengi þetta viðbótarlán og enn er ég ekki viss um að þessi í­búðarkaup gangi eftir þar sem þetta á eftir að ganga í­ gegnum íbúðalánasjóð.

Svo er ég í­ svolí­tilli fýlu þessa dagana. Það er ekki vegna þess að ég fékk ekki starfið sem ég sótti um. Bjóst svo sem ekki við því­ heldur. Frétti svo að ráða hefði átt konu með mikla menntun og góða reynslu og var ákaflega sáttur við það. Kom mér því­ talsvert á óvart þegar hringt var í­ mig og mér tjáð að ákveðið hefði verið að lengja umsóknarfrestinn. Ljóst að þeir voru ekki ánægðir með umsækjendurna. Nú jæja, ég bjóst svo sem ekki við að fá þetta starf hvort sem er. Hins vegar var ég að frétta í­ gær hver hefði verið ráðinn. Það er einhver unglingspiltur (yngri en ég) sem er nýskriðinn út úr háskóla (með minni menntun en ég) og sem hefur kennt í­ nokkur ár (með minni reynslu en ég). Af þessum ástæðum er ég fúll. Ekki það a ég sætti mig ekki alveg við að fá ekki starfið en ég hefði þá búist við því­ að það væri vegna þess að einhver reyndari eða meira menntaður en ég hefði verið ráðinn. FOJ!!

Svo finnst mér stórkostlegur málflutningur Daví­ðs núna á þingi áðan um fjölmiðlafrumvarpið. Þessi maður er orðinn svo fyrirsjáanlegur í­ skí­tkasti sí­nu, vænissýki og sjálfumgleði að ég fór að hugsa hvort það væri ekki hægt að búa bara til forrit til að tala fyrir hann? Það þyrfti ekki annað en að raða saman orðunum; Baugstí­ðindi, tengsl við, auðhringir, Jón Ólafsson, þessi kona o.s.frv. Merkilegt lí­ka að hann segi að tengsl Ólafs Ragnars við Norðurljós og Baug geri hann óhæfan til að ví­sa frumvarpinu í­ þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef það er rétt hjá honum er augljóst að frumvarpinu er einungis beint gegn þessum eina ákveðna aðila og ef svo er þá er það kolólöglegt. Nú ef frumvarpinu er ekki beint einungis gegn Baugi (og útvarpi Sögu að því­ er mér skilst) þá getur Ólafur ekki verið vanhæfur. Þannig að þessi málflutningur fellur um sjálfan sig við fyrstu gagnrýnu skoðun. Eins og raunar flest allt sem Daví­ð segir þegar ég hugsa um það.

Jæja, þá er Eurovision að byrja og ég má ekki vera að þessu kjaftæði lengur!!