108552560473533211

Það er ákaflega pirrandi og leiðigjarnt að fara yfir próf. Það getur hins vegar verið mjög gaman að búa þau til. En að fara yfir þau er bæði leiðinlegt, tí­mafrekt og pirrandi. Maður kemst nefnilega að því­ hvað það er grátlega lí­till hluti nemenda sem fylgist með í­ skólanum. Og ekki fara að kenna skólanum um! Ég er búinn að fá nóg af svoleiðis kjaftæði. Það er ekki eins og við gerum ekki allt sem hægt er til að koma til móts við krakkana. Hvað hefur maður setið mörg námskeið um uppbyggingarstefnu, innri áhugahvöt, fjölgreindir o.s.frv. án þess að allar þessar byltingar í­ skólastarfinu virðist skila nokkrum árangri? Svo eru menn að býsnast yfir brottfalli í­ framhaldsskólum (20% fyrstaársnema í­ MR) og telja að koma þurfi til móts við nemendur með námserfiðleika. WHAT???? Getur verið að vandamálið sé það að 20% nemenda eigi ekkert erindi í­ þungt bóknám? Getur verið að þeim hentaði betur að fara í­ verklegt nám, starfsnám e.þ.h.? Eða kannski bara út á vinnumarkaðinn í­ nokkur ár meðan það nær þroska?

Svo ætla Sjálfstæðismenn að setja írna Johnsen á listamannalaun. Gott hjá þeim. Geir Haarde telur að forsetinn væri að lýsa yfir strí­ði við alþingi ef hann skrifar ekki undir fjölmiðlalögin. Væri hann ekki frekar að lýsa yfir strí­ði við þjóðina ef hann skrifar undir þau? A.m.k. ef hann skrifar undir þessi lög er ljóst að málskotsréttur forsetans er bara kjaftæði og þar með er embættið orðið eins tilgangslaust og ég hef alltaf talið það. Daví­ð hefur lí­ka lýst því­ yfir að skrifi forsetinn ekki undir verði það í­ fyrsta og sí­ðasta skipti sem málskotsrétturinn verði nýttur. Hann ætlar sem sagt að breyta stjórnarskránni í­ enn einu geðvonskukastinu. Er fólk ekki búið að fá nóg af þessum manni??? Er ekki möguleiki að fá nógu stórt hlutfall kosningabærra manna til að heimta að forsetinn setji rí­kisstjórnina af, rjúfi þing og efni til kosninga. Hefur hann annars ekki völd til þess samkvæmt stjórnarskránni? Það eina góða sem hefur komið út úr þessu máli öllu er að við höfum ekki þurft að bí­ða nema í­ tæpt ár eftir að hinir „ungu“ þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Birgir írmannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór og Sigurður Kári, sýndu sitt rétta andlit. Frjálshyggjan og hugsjónirnar voru bara sýndarmennska fyrir valdagræðgi, eiginhagsmunapot og spillingu. Yfirleitt þarf að bí­ða í­ heilt kjörtí­mabil og stundum áratugi eftir að grí­man falli af Sjálfstæðismönnunum og þeirra rétta andlit sjáist en í­ tilfelli þessara drengja tók það furðu stuttan tí­ma og það er gott. Ekki að það sé hægt að segja eitthvað jákvæðari hluti um Dagnýju Jónsdóttur og Birki J. Jónsson. Framsóknareðlið var furðu fljótt að koma í­ ljós hjá þeim. Á móti kemur að Framsóknarmenn hafa svo sem aldrei farið í­ neina launkofa með tækifærismennsku sí­na.

Undirskriftin mikla á kaupsamningnum var í­ dag. Ég trúi því­ varla að þetta sé allt að ganga eftir. Ég er náttúrulega lí­ka ákaflega svartsýnn að eðlisfari. Ég á ekki von á að ég bloggi mikið á næstunni það er svo mikið að gera. Klára að fara yfir prófin, klára að pakka, skrifa nokkrar skýrslur í­ skólanum og taka til, þrí­fa hér og flytja. Allt núna á einni viku. Gangi mér vel.