108661430763711021

Vá hvað það er orðið langt sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Maður er náttúrulega búinn að vera að standa í­ flutningum og svoleiðis, svo er verið að mála núna og tölvan ekki komin upp ennþá. íkvað að stelast í­ tölvuna hjá tengdó til að svala uppsafnaðri þörf.

Það er náttúrulega að bera í­ bakkafullan lækinn að fara að tala um fjölmiðlalögin og það allt. Verð samt að koma því­ á framfæri að ég er frekar ánægður með Ólaf að hafa neitað að skrifa undir. Sýndi þannig fram á að forsetaembættið er ekki tilgangslaust með öllu. Ráðherrarnir vilja nú breyta því­ með því­ að endurskoða stjórnarskrána og taka þetta vald af forsetanum. Ég er sammála þeim að það á að endurskoða stjórnarskrána, en tilgangur þeirrar endurskoðunar hlýtur þó að vera að tryggja betur þrí­skiptingu valdsins og stöðva þessa þróun sem hefur verið að framkvæmdavaldið (ráðherrarnir) hafa tekið sér löggjafarvaldið og virðast mjög ósáttir að hafa ekki dómsvaldið (þó þeir reyni að öðlast það með því­ að skipa frændur sí­na sem dómara). Breytingar á stjórnarskrá þyrftu að tryggja sjálfstæði Alþingis og dómstóla, tryggja eftirlitshlutverk forseta (e.t.v. setja framkvæmdavaldið í­ hans hendur?) og brjóta niður ráðherravaldið (t.d. með því­ að banna þeim að gegna þingmennsku, láta kjósa framkvæmdavaldið beint, banna þeim að leggja fram lög (láta stofnanir Alþingis um að smí­ða lagafrumvörp), láta forseta, Alþingi og ráðherra þurfa að skipa dómara í­ sameiningu o.s.frv.). Það sem mér finnst vanta í­ þetta er svolí­til svona checks and balances, þar sem ein hlið valdsins hefur gætur á hinum og getur stöðvað þær ef í­ óefni er komið.

Burtséð frá því­ er aragrúi fáránleika sem hefur herjað á þjóðina sí­ðustu daga og ég hef fullt að segja um en nenni því­ eiginlega ekki núna. Veðrið er of gott.