108734602451090225

Ég hef merkilega lí­tið orðið var við umræðuna um að það sé ekkert hægt að horfa á sjónvarpið meðan EM er í­ gangi. Endalaus bolti og ekkert nema bolti. Nema þegar það er gert hlé til að sýna Formúluna. Það ætti hins vegar að taka hana af dagskrá þangað til M. Schumacher er hættur að skemma hana fyrir okkur sem höldum alltaf með lí­tilmagnanum. Mér finnst eins og þessi kvartanakór hafi alltaf verið fylgifiskur svona keppna, HM, EM, ÓL, Gullmóta o.s.frv. Sakna hans eiginlega svolí­tið.

Sjálfur hef ég ekki gaman af því­ að horfa á fótbolta (nema mörkin, svo markaregn í­ lok dags dugir mér alveg) og hef heldur ekki gaman af fótbolta nema úrslitunum. Kannski stafar þetta af því­ að ég held með Þýskalandi og þýsk knattspyrna er náttúrulega með eindæmum leiðinleg (Held ég). Ég hef a.m.k. aldrei enst til að horfa á hana og reyndar ekki enska, í­talska eða spánska heldur svo það er kannski ekki að marka. Ég veit ekki alveg af hverju í­ ósköpunum ég fór að halda með Þýskalandi. Kannski er það af því­ að tveir af bestu vinum mí­num eru hálf-þýskir og ég á ógleymanlegar minningar af að horfa með þeim á eitthvert knattspyrnumót ’88 eða ’90. Lí­klega hefur það verið HM ’90. Var að fletta því­ upp að Þjóðverjar unnu það árið. Það er þó frekar hegðun og atferli þessara tveggja vina minna sem ég man eftir en leikirnir.

Svo langaði mig að gera voðalega ljóðrænn og skella fram ljóðum í­ þessu bloggi en komst svo að því­ að það er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Fuglene flyver i flok
ní¥r de er mange nok.

Nina er gí¥et i bad
og jeg spiser ostemad.

Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.

Ég er bara svo hégómlegur.