108743312211832153

Ég á afmæli í­ dag,
ég á afmæli í­ dag.
Ég á afmæli sjálfur!
Ég á afmæli í­ dag!

Jibbý!!! (Afhverju er jibbý skrifað með ý?)

Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar Vinstri-grænir fara að hamast á Ingibjörgu Sólrúnu. Núna skrifar Sverrir Jakobsson grein á Múrinn þar sem hann atast út í­ Ibbu Sól að hafa siglt undir fölsku flaggi í­ stól borgarstjóra og svo allt í­ einu stokkið alsköpuð Samfylkingarkona úr sauðargæru hlutleysisins! Einhvern vegin held ég að það hefði ekki átt að dyljast neinum sem fylgdist eitthvað með borgarmálum hvar IS er stödd í­ flokki. Enda kom hún inn í­ R-listann frá Kvennalistanum sem sí­ðan var einn af stofnendum Samfylkingarinnar. Það var hins vegar kjánaskapur hjá frú Sólrúnu að átta sig ekki á því­ að það að samþykkja að taka sæti (lí­klega varaþingmanns eins og sí­ðar reyndist) myndi espa móðursjúka leiðtoga samstarfsflokkanna upp og gefa þeim tylliástæðu til að dömpa henni.

Vinstri-grænir í­ Reykjaví­k gleyma því­ lí­ka að þeir lí­kt og Framsóknarmenn eiga völd sí­n í­ Reykjaví­k að verulegu leyti Ingibjörgu að þakka. Ég held ekki að þessir flokkar hafi í­ raun það fylgi í­ borginni sem réttlætir hlutfallsleg völd þeirra innan R-listans. Þar kom Ibba til og tryggði þetta jafnvægi sem Sverrir rómar svo mjög. Ég þori eiginlega að fullyrða að án Ingibjargar væru Vinstri-grænir hjáróma minnihlutasveinn (írni Þór) í­ borgarstjórn Reykjaví­kur og hvergi afl á landsví­su nema á Tjörnesi, heimasveit Steingrí­ms J. Sigfússonar. Þessi gagnrýni um foringjastjórnmál frá flokknum sem lét prenta andlit leiðtoga sí­ns á boli er lí­ka mjög undarleg. Þó er Steingrí­mum með eindæmum skemmtilegur, rökfastur og áhugaverður pólití­kus (sem því­ miður verður ekki sagt um Ingu Sól sí­ðustu mánuði). Eini gallinn er sá að aðrir þingmenn Vinstri-grænna afla flokknum mests fylgis með því­ að þegja.

Sjálfur vil ég samt segja að ég hef mjög gaman af Vinstri-grænum og látunum í­ þeim. Íslensk stjórnmál væru vissulega leiðinlegri ef þeirra nyti ekki við. Að þessu leiti eru þeir svolí­tið eins og Minardi í­ formúlunni.