109388380476554671

Var að hlusta á Steingrí­m J. valta yfir Birgi írmannsson í­ útvarpinu. Það var gaman. Enda ekki erfitt að valta yfir menn sem hafa ekkert til sí­ns máls. „Er þá niðurstaðan að vera bara á móti öllu?“ Þannig hljómuðu nú rökin hans Birgis. Ég hef nú sjálfur ekkert á móti því­ að einkavæða Sí­mann. En það verður þá að gera það rétt og fjarskiptakerfið (upplýsingaveituna) sjálft má ekki selja að mí­nu mati. Þá verður farið næst út í­ að selja vatns- og rafmagnsveitur þar sem Sjálfstæðismenn komast til valda og þar næst vegakerfið og löggæsluna. Menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna er nú þegar byrjað að bjóða út gegn vilja meirihluta landsmanna. Þetta eru asnar Guðjón, segi ég nú bara.

109373205823806557

Eins og stendur eru Gulla og strákarnir í­ draugagöngu um innbæinn og kirkjugarðinn. Það er örugglega æðislegt en ég treysti mér ekki með þar sem ég er ennþá með hælsæri sí­ðan ég gekk yfir Vaðlaheiðina á týsdaginn. Afraksturinn úr þeirri ferð eru tvö stór svöðusár aftan á hælunum sem valda því­ að ég hef gengið á inniskóm sí­ðustu daga því­ ní­standi sársauki fylgir því­ ef eitthvað snertir hælana á mér. Gulla hlær alltaf þegar ég segist ekki geta gengið í­ hælaskóm!
Þrátt fyrir þetta fór ég í­ inniskónum á Akureyrarvökuna. Við fórum út í­ leikhús og sáum kynninguna hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni. Sá drengur er nú bara snillingur verð ég að segja. Ég held að þetta verði mjög gott leikár hjá LA. Það eru margar sýningar sem mig langar að sjá. Bæði LA-sýningar og gestasýningar. Aldrei að vita nema ég splæsi í­ kort. Það kostar 6.400 kr. fyrir fjórar sýningar. Þetta getur hann Magnús með því­ að fá fyrirtæki í­ bænum til að taka virkan þátt í­ þessu. Alltaf verið mikill markaðsmaður hann Magnús. Svo eru þeir með leiklistarnámskeið fyrir krakka og svona. í vetur verð ég með leiklistarval uppi í­ skóla til að setja upp leiksýningu á árshátí­ðinni og Magnús var að segja í­ dag að þau ætluðu að bjóða fólki ókeypis á leiklestra eftir jólin. Kannski að ég fari með krakkana. Ég held reyndar að þetta sé utan skólatí­ma svo ég get ekki skyldað þau til að mæta en ég held að þau hefðu gaman af því­.
Eftir heimsóknina í­ LA var haldið niður í­ bæ og við sáum Önnu Rikk giftast gilinu. Það var mjög merkilegt og örugglega ákaflega listrænt. Ég lá nú samt eiginlega í­ hláturskrampa allan tí­mann. Svo skoðuðum við sýninguna í­ listasafninu: Ferð að yfirborði jarðar eftir Boyle fjölskylduna. Það var mjög merkilegt lí­ka.
ífram var haldið og á Ráðhústorginu var Landsamband í­slenskra kúabænda og Bautinn að bjóða upp á heilgrillað naut! Það var ljúffengt! Ég fór oft og fékk mér bita. Bæða hjá LA og niðri á torgi var boðið upp á pylsur. Fyrir utan kaffi og meððí­ í­ Borgarasal LA. Sannkallaður átdagur!
Svo þegar heim var komið sendi ég Dag út að grilla fyrir okkur pylsur og sví­nahnakkasneiðar og fórst honum það verk vel úr hendi.
Ég held ég gefi þessum degi alveg **** (fjórar stjörnur)!

109361903297038611

Hvað er eiginlega á seyði? Samkvæmt teljaranum mí­num skoðuðu rúmlega 340 manns bloggið mitt í­ gær (þ.e. meira en 340 mismunandi tölvur) og það sem af er deginum í­ dag eru komnir 287! Kannski hafa allir svona mikinn áhuga á hugrenningum mí­num um í­búðalánin? Ég ætla þá að spjalla aðeins meira um þau, því­ ég hef komist að ýmsu frá því­ í­ gær. T.d.:

1. Verða menn að vera áskrifendur að a.m.k. þremur mismunandi þjónustum hjá bankanum til að fá svona lán, t.d. greiðsludreifingu, greiðslukorti e.þ.h. (Þetta kostar svo auðvitað allt aukapening)

2. Verður lánið að vera á 1. veðrétt svo ekki er hægt að nota það til að greiða einungis upp óhagstæð lán. Heldur verður að greiða upp a.m.k. lánið sem er á 1. veðrétt (yfirleitt íbúðasjóðslán). Þetta þýðir lí­ka í­ samhengi við 1. að þú getur ekki selt húsið þitt nema aðila sem er í­ viðskiptum við sama banka og þú og er tilbúinn að taka á sig skilmálana eða að þú verður að borga lánið upp. í raun verður húsið því­ nánast óseljanlegt.

3. Er ekki hægt að borga inn á lánið og minnka þannig greiðslubyrði og vaxtakostnað. Það verður að borga allt eða ekkert. Menn eru því­ með þessu að gerast þrælar bankanna til 25 – 40 ára án möguleika á náðun nema þeir vinni formúur í­ happadrætti.

4. Er alls ekki öruggt að lánið veiti réttindi til vaxtabóta og þar með eru þau um leið orðin mun óhagstæðari en lán íbúðalánasjóðs.

Markmiðið með þessu er náttúrulega að koma íbúðalánasjóði í­ þrot og hækka svo vextina þegar því­ er lokið. Það sama ætla bankarnir sér með LíN og lí­feyrissjóði. írásir banka og tryggingarfélaga á lí­feyrissjóðakerfið eru reyndar orðnar svo alvarlegar að þörf væri á því­ að einhver góður fréttamaður tæki það til rækilegrar athugunar. Konan sem hringdi í­ mig frá Allianz í­ gær til að bjóða mér lí­ftryggingu varð mjög hissa þegar ég benti henni á að með þessu væri hún að stuðla að niðurrifi lí­feyrissjóðanna og velferðarkerfisins og þar með grafa undan allri baráttu verkalýðsfélaganna á sí­ðustu öld. Hún skildi ekkert hvað ég var að fara.

109353711193976455

Hvern munar ekki um 4.212.000 kr.?

Mér datt þessi spurning í­ hug þegar ég var að skoða auglýsinguna frá KB-banka í­ Fréttablaðinu áðan. Þar er spurt: „Hvern munar ekki um 34.500 kr. á mánuði?“ Þetta reynist svo vera mismunurinn á greiðslubyrði á mánuði af nýju KB í­búðaláni og lánum frá íbúðalánasjóði, lí­feyrissjóði og banka. Merkilegt að bankalánið hefur langhæstu greiðslubyrðina miðað við upphæð 🙂
Ef maður lí­tur hins vegar á tölurnar og reiknar svolí­tið sést að nýja KB í­búðalánið er til 40 ára en hin til 10 – 25 ára. Heildargreiðslur af KB láninu (miðað við þeirra eigin forsendur og greiðslubyrðina sem er gefin upp í­ auglýsingunni) eru því­ 22.896.000 kr.
Af hinu láninu borgar maður hins vegar 82.200 á mánuði í­ 10 ár eða 9.864.000 og eftir það 49.000 í­ 15 ár í­ viðbót eða 8.820.000 kr. Þ.e.a.s. 18.684.000 í­ heildina.
Maður sparar sem sagt 4.212.000 á því­ að taka ekki KB-í­búðalán samkvæmt þessari auglýsingu frá þeim.
Merkilegt lí­ka að upphaflega lánsfjárhæðin í­ þessu dæmi virðist vera 10.500.000 kr. Fái maður þær lánaðar hjá KB-banka þarf maður sem sagt að borga þær mera en tvöfalt til baka. Ég er náttúrulega bara máladeildarstúdent og ekki sleipur í­ stærðfræði, en það sýnast mér vera meira en 100% vextir! (Reyndar á 40 árum)

109351907007384631

Skemmtilegt kvót hér í­ Runnann. Gaman hvernig hann getur alltaf klúðrað því­ sem hann ætlar að segja:

„We actually misnamed the war on terror, it ought to be the ‘struggle against
ideological extremists who do not believe in free societies who happen to use
terror as a weapon to try to shake the conscience of the free world.“

George W. Bush
August 5, 2004
Washington, D.C.

109351345756030312

Skólagjaldaumræðan er komin á fullt og sérstaklega er hnýtt í­ Samfylkinguna að halda opinni hugmyndinni um skólagjöld á framhaldsnám á háskólastigi. Við vitum að Sjálfstæðismenn vildu hafa skólagjöld á allt nám ef þeir fengju að ráða og Vinstri-grænir vildu hafa þetta allt frí­tt. Framsóknarmenn er erfiðara að meta. Ætli þeir vilji ekki bara hafa skólagjöld þar sem flestir vilja hafa þau en sleppa þeim annars staðar.
Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er ekki viss. Nú eru skólagjöld á öllum skólastigum á Íslandi. Allir leikskólar innheimta skólagjöld. Nokkrir grunnskólar og framhaldsskólar og margir háskólar. Lí­klega má færa fyrir því­ rök að það sé eðlilegra að borga skólagjöld eftir því­ sem ofar dregur í­ menntakerfinu, þar sem fullorðið fólk er að sækja sér starfsnám. Því­ skýtur það skökku við að það skuli vera í­ leikskólanum þar sem allir skólarnir innheimta þessi gjöld. En ætti það þá að vera þannig að leikskólarnir væru frí­ir, grunnskólarnir innheimti efniskostnað, svo bætist við skráningjargjöld og svo alvöru skólagjöld í­ háskóla eða framhaldsnámi á háskólastigi? Myndi þá einhver læra að verða iðjuþjálfi ef það þyrfti að borga of fjár fyrir að vera á lágum launum það sem eftir er lí­fsins? Ég er ekki viss. Mér finnst lí­ka að ákveðin grunnmenntun eigi að vera ókeypis. En mér finnst lí­ka að fyrir ákveðna menntun eigi að borga. Segjum sem svo að ég ákveði allt í­ einu að læra að aka rútu. Það eru engin rök fyrir því­ að samfélagið borgi það nám fyrir mig.
A.m.k. held ég að meira að segja Vinstri-grænir samþykki að sumt nám eigi ekki að vera ókeypis, t.d. flugnám, meira-prófs nám, skipstjórnarréttindi, meðferð skotvopna, o.s.frv. Eru þá einhver rök fyrir því­ að það sé frí­tt að verða prestur, tannlæknir, jarðfræðingur eða lögmaður. (Fyrir nú utan að nám kostar alltaf sitt þó engin séu skólagjöldin!)
En að hverju hef ég þá komist?
a) Skólagjöld eru til staðar á öllum skólastigum en gjörsamlega tilviljunarkennt og engin rök fyrir því­ hvar þau eru.
b) Það er ómögulegt að bjóða upp á allt nám frí­tt. Einhversstaðar verður að draga mörkin.
c) Margt nám á háskólastigi er það óhagkvæmt að óréttlátt væri að innheimta skólagjöld fyrir það. Samt er það þjóðhagslega mikilvægt, sbr. félagsráðgjafa, þroskaþjálfa o.fl.
En, ætlar þá einhver að taka það að sér að skilgreina hvaða nám sé þjóðhagslega mikilvægt og rukka fyrir hitt?
Svo er spurning hvort það eigi ekki bara að ákvarða skólagjöld miðað við útreiknaða arðsemi náms. Þannig yrðu há skólagjöld í­ læknisfræði og verkfræði en fólk fengi borgað fyrir að fara í­ kennaramenntun eða sjúkraþjálfun (enda skilst mér að arðsemin af því­ námi sé neikvæð. Fólk beinlí­nis tapi á því­ að fara í­ þetta nám). Það er þó hugmynd. Ég er samt enn ekki viss.

109346889100987425

Jón Baldvin Hannibalsson er merkilega mikið í­ umræðunni á netinu þessa dagana miðað við sendiherra í­ Finnlandi. Fólk er að velta því­ fyrir sér hvort hann hyggi á endurkomu í­ í­slensk stjórnmál og þá hvort það sé gott mál eða slæmt. Margt gott er hægt að segja um Jón Baldvin og feril hans í­ stjórnmálum á Íslandi. T.d. er aðild okkar að EES liklega eitt það besta sem komið hefur fyrir landið á sí­ðasta áratug sí­ðustu aldar (jafnvel tveimur sí­ðustu). Hann þurfti hins vegar að gera ansi margt til að koma því­ í­ kring og yfirlýsingar hans um veigamikil mál undanfarið eru ekki á þann veg að það virki hvetjandi að fá hann í­ stjórnmálin. Enda hans helsta afrek fyrir utan EES að koma fylgi Alþýðuflokksins í­ sögulegt lágmark!
Jón virðist hafa missskilið frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og segist vera fylgjandi því­ vegna þess að hann hafi alltaf verið á móti æviráðningum. Ég veit ekki til þess að æviráðningar hafi tí­ðkast lengi, þó núgildandi lög leyfi þær. Fólk er annað hvort ráðið tí­mabundið eða ótí­mabundið. Nýju lögin snúast um að leyfa yfirmönnum að reka starfsfólk án þess að veita því­ áminningu fyrst. Sem er ótækt.
Jón virðist því­ bæði vera óhæfur til forrystu og ekki í­ sambandi við hvað er í­ raun að gerast í­ í­slenskum stjórnmálum. Enda hefur hann verið fjarverandi lengi. Hitt má hann eiga að hann getur komið mikilvægum málum í­ gegn og virðist tilbúinn að fórna nokkuð miklu til þess.
Ein af ástæðunum fyrir því­ að sumir vilja JBH aftur í­ stjórnmálin er svonefnd forustuekla Samfylkingarinnar. Nú skal ég viðurkenna sem Samfylkingarmaður að þetta er að vissu leyti rétt. Innan samfylkingarinnar eru þó margir góðir einstaklingar af báðum kynjum, s.s. Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðar, Ingibjörg Sólrún, Össur, Katrí­n, ígúst Ólafur o.fl. Ég held að það sé betra að vera með gott lið með sterka menn í­ hverri stöðu en eina stjörnu sem hinir elta. Við sjáum hvert það hefur leitt í­ öðrum flokkum.
Hins vegar aðhyllast sumir foringjastjórnmál og prenta boli með Che Guevara mynd af leiðtoganum og átta sig ekki á því­ að fyrir aðra snúast stjórnmál um málefni, aðferðir, hugmyndafræði og ákveðna sýn á framtí­ðina.
Jón Baldvin Hannibalsson er gömul stjarna. Hann er góður álitsgjafi og „grand old man“ hvers orð hafa vigt og ábyrgð. Eftir því­ sem tí­minn lí­ður verður ferill hans eftirminnilegri og afrek hans stærri. (Ég verð t.d. alltaf snortinn þegar ég hugsa til þess þegar JBH hélt til Eystrasaltslandanna áður en þau hlutu formlegt sjálfstæði og var m.a. inni í­ þinghúsinu Riga meðan sovéskar hersveitir umkringdu það. Aldrei að vita hvað hefði gerst hefði ekki utanrí­kisráðherra Natólands verið þar inni). Endurkoma hans í­ í­slensk stjórnmál væri bara til að eyðileggja þessa arfleið.

109338702312548310

Á morgun nenni ég kannski að blogga um 8 sí­ðna auglýsingu Sparisjóðanna í­ Fréttablaðinu í­ dag sem siglir undir því­ falska flaggi að þykjast vera aukablaðið Námsmannablaðið (með sama haus og Fréttablaðið). Efst á forsí­ðu stendur þó með 9 punkta letri: AUGLíSING. Ekki viss um að allir hafi tekið eftir því­. í blaðinu eru svo Sparisjóðirnir að reyna að hneppa námsmenn í­ skuldafjötra með ýmsum leiðum. Birta meira að segja auglýsingar frá glæpafélögum sí­num í­ auglýsingunni sinni! Ég ætla að vona að enginn námsmaður hafi fallið í­ þá gryfju að telja þetta alvörublað sem hlutlaust lofsyngi Sparisjóðina og skuldafenið þeirra svona. Einu áhrifin sem þetta hafði á mig var að magna upp andúð mí­na á bankakerfinu í­slenska sem var þó ærin fyrir!

109338520622591258

Ég er viss um að fyrirsögnin úr Fréttablaðinu í­ gær þar sem Halldór ísgrí­msson segist ekki hafa orðið var við neina óánægju innan Framsóknarflokksins verður flokkuð með heimsbókmenntum í­ framtí­ðinni. Hér er náttúrulega á ferðinni súrrealismi af bestu gerð. Þessi fyrirsögn staðfestir lí­ka að Halldór hlýtur að vera ákaflega heimskur maður. Datt honum í­ hug að það dygði að neita bara að nokkur væri óánægður, þá myndu allir trúa honum? Auðvitað hlæja allir Framsóknarandstæðingar sig í­ svefn þessa dagana og ekki er fréttin í­ Fréttablaðinu í­ dag um að varaþingmaður Framsóknar segi að málið snúist ekki um jafnrétti til að draga úr kátí­nunni. Annaðhvort hefur maðurinn ekki hugmynd um hvað orðið jafnrétti þýðir eða hann er einfaldlega svona heimskur að hann skilur ekki að þegar kona sem er búið að nota sem gólftusku í­ ráðherrastól árum saman, sem hefur á bak við sig fleiri atkvæði en nokkur annar Framsóknarmaður (foringinn meðtalinn) og er þar að auki í­ stjórn flokksins er dömpað úr rí­kisstjórn þá er það óvirðing við helming mannkyns. Lí­klega fleiri því­ ég býst við því­ að margir karlmenn upplifi þetta lí­ka þannig að Framsókn sé með þessu að segja að konur séu vanhæfari en karlar, skipti minna máli og séu bara í­ stjórnmálum til að vera skraut í­ kringum karlana. Snýst málið ekki um jafnrétti? A.m.k. sé ég ekki að karl í­ sömu stöðu hefði þurft að hafa neinar áhyggjur af embættinu sí­nu.
Svo var viðtal við þennan Guðjón Ólaf Jónsson í­ útvarpinu áðan og hrokafyllra og leiðinlegra 19. aldarþenkjandi merkikerti hefur ekki heyrst þar lengi. Hann var lí­ka augsýnilega búinn að átta sig á því­ að þessi yfirlýsing hans og grein á hrifla.is var pólití­skt sjálfsmorð. Ætli hann átti sig á því­ að með því­ að útnefna írna Magnússon sem framtí­ðarleiðtoga Framsóknarflokksins fyrstur flokksmanna, áður en téður írni hefur gert neitt í­ pólití­k annað en verða ráðherra fyrir greiðasemi Halldórs gegn vilja flestra flokksmanna, er hann væntanlega búinn að drepa pólití­skan feril írna lí­ka? A.m.k. veita honum þungt högg. Ég efast ekki um að núna safni Guðni og fleiri liði og pönkist vel á írna á næstunni.
Það er svona fólk eins og Guðjón Ólafur Jónsson og Dagný Jónsdóttir sem við þurfum meira af í­ Framsóknarflokkinn. Þá hverfur hann nefnilega fyrr!