109373205823806557

Eins og stendur eru Gulla og strákarnir í­ draugagöngu um innbæinn og kirkjugarðinn. Það er örugglega æðislegt en ég treysti mér ekki með þar sem ég er ennþá með hælsæri sí­ðan ég gekk yfir Vaðlaheiðina á týsdaginn. Afraksturinn úr þeirri ferð eru tvö stór svöðusár aftan á hælunum sem valda því­ að ég hef gengið á inniskóm sí­ðustu daga því­ ní­standi sársauki fylgir því­ ef eitthvað snertir hælana á mér. Gulla hlær alltaf þegar ég segist ekki geta gengið í­ hælaskóm!
Þrátt fyrir þetta fór ég í­ inniskónum á Akureyrarvökuna. Við fórum út í­ leikhús og sáum kynninguna hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni. Sá drengur er nú bara snillingur verð ég að segja. Ég held að þetta verði mjög gott leikár hjá LA. Það eru margar sýningar sem mig langar að sjá. Bæði LA-sýningar og gestasýningar. Aldrei að vita nema ég splæsi í­ kort. Það kostar 6.400 kr. fyrir fjórar sýningar. Þetta getur hann Magnús með því­ að fá fyrirtæki í­ bænum til að taka virkan þátt í­ þessu. Alltaf verið mikill markaðsmaður hann Magnús. Svo eru þeir með leiklistarnámskeið fyrir krakka og svona. í vetur verð ég með leiklistarval uppi í­ skóla til að setja upp leiksýningu á árshátí­ðinni og Magnús var að segja í­ dag að þau ætluðu að bjóða fólki ókeypis á leiklestra eftir jólin. Kannski að ég fari með krakkana. Ég held reyndar að þetta sé utan skólatí­ma svo ég get ekki skyldað þau til að mæta en ég held að þau hefðu gaman af því­.
Eftir heimsóknina í­ LA var haldið niður í­ bæ og við sáum Önnu Rikk giftast gilinu. Það var mjög merkilegt og örugglega ákaflega listrænt. Ég lá nú samt eiginlega í­ hláturskrampa allan tí­mann. Svo skoðuðum við sýninguna í­ listasafninu: Ferð að yfirborði jarðar eftir Boyle fjölskylduna. Það var mjög merkilegt lí­ka.
ífram var haldið og á Ráðhústorginu var Landsamband í­slenskra kúabænda og Bautinn að bjóða upp á heilgrillað naut! Það var ljúffengt! Ég fór oft og fékk mér bita. Bæða hjá LA og niðri á torgi var boðið upp á pylsur. Fyrir utan kaffi og meððí­ í­ Borgarasal LA. Sannkallaður átdagur!
Svo þegar heim var komið sendi ég Dag út að grilla fyrir okkur pylsur og sví­nahnakkasneiðar og fórst honum það verk vel úr hendi.
Ég held ég gefi þessum degi alveg **** (fjórar stjörnur)!