110087562186908756

í dag er ég reiður.

Ég er búinn að reikna út þennan samning fyrir mig. Samkvæmt honum hækka launin mí­n um 16,4% á næstu fjórum árum. Á sama tí­ma er gert ráð fyrir 3-4% verðbólgu. Þessi samningur er í­ raun bara miðlunartillaga sáttasemjara með 1,25% hækkun. Miðlunartillaga sem var felld með 93% atkvæða.

Það eru allir skí­thræddir við gerðardóm og ég þar meðtalinn. Aliþingismenn og láglaunalögga landsins æða nú um í­ miklum blekkingarleik til að fá kennara til að samþykkja þessi ósköp. Þá gef ég nú lí­tið fyrir kennarastéttina ef hún gerir það. Þessi samningur hlýtur að verða felldur með álí­ka prósentutölu og miðlunartillagan.

Gerðardómur hefur að mí­nu viti tvær leiðir að fara í­ sí­num dóm. Annaðhvort fylgja þeir þeirri stefnu að dæma okkur flóalaun 11% hækkanir og tilheyrandi kjaraskerðingu eða þá að þeir taka mið af stéttum með sambærilega menntun, ábyrgð og vinnutí­ma og dæma okkur þá 32% hækkun sem myndi jafna okkur við aðrar háskólastéttir.

Fyrri leiðin mun leiða til auðnar í­ skólum landsins, fluttnings kennara af landi brott og tilfærslu í­ önnur störf, atvinnuleysi í­ stéttinni o.s.frv. Seinni leiðin mun leiða til betra skólastarfs, aukinna gæða menntunar og bjartari framtí­ðar, þó svo að rí­kið gæti þurft að auka fjárframlag sitt í­ jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Sumir telja að gerðardómur eigi þriðju leiðina, að dæma kennurum svipuð kjör og felast í­ miðlunartillögunni. Það tel ég ekki enda eru ekki um það nein fyrirmæli í­ þeim lögum sem þeir eiga að fara eftir. Það verður annaðhvort allt eða ekkert. Lí­klega ekkert. En þá erum við lí­ka búin að fá heiðarlega niðurstöðu að þessi þjóð vilji ekki leggja fé í­ menntun heldur byggja framtí­ð sí­na á láglaunastörfum, stóriðju og ófagmenntuðu láglaunavinnuafli. Ef það er framtí­ðarsýn í­slenskra stjórnvalda þá verður bara þannig að vera. Það er betra að vita það en að lifa í­ blekkingu.

Ég mun fella þennan samning og ég hvet alla kennara til að gera það lí­ka!