111204849551169827

Búinn að vera með fjölskyldunni úti í­ Sandví­k á Hauganesi alla páskana. Mjög huggulegt og dásamlegt. Grilluðum í­ þessu lí­ka dúndurveðri í­ dag. Ég efast um að veðrið verði mikið betra í­ mars á Íslandi en sí­ðustu tvo daga. Blankalogn og heiðskýrt. Hitinn örugglega farið upp í­ þrjátí­uogeitthvað í­ skjóli í­ sólinni. Svo var mánudagssýningin á Lóu felld niður vegna lí­tillar aðsóknar þannig að ég fékk óvænt frí­ í­ kvöld og því­ um að gera að blogga aðeins. Þá eru það næstu fimm lög í­ Eurovision:

Finnland: Þetta er mjög hugljúft og fallegt lag sem eflaust á eftir að lifa (í­ Finnlandi). Lí­klega jafngóð ef ekki betri lagasmí­ð en í­slenska lagið en á samt enga möguleika í­ Eurovision.

Eistland: Þetta er svona Spice Girls Aloud Nylon dæmi eitthvað og alls ekki gott. Frekar metnaðarlí­tið og sí­st það sem maður átti von á frá Eistunum sem hafa yfirleitt alltaf verið með betri þjóðum. Verra en í­slenska lagið.

Danmörk: Lagið byrjar mjög illa og svo heldur það áfram að vera slakt þangað til kemur að viðlaginu sem er alveg ágætt en samt ekkert sérstakt. Danir lí­kt og Eistar eru mér mikil vonbrigði í­ ár því­ yfirleitt hef ég mjög gaman af þessum þjóðum. Mun lakara en í­slenska lagið.

Kýpur: Þetta er voða svona týpí­skt hellenskt eitthvað. Hefði aldrei fengið nema 12 stig frá Grikklandi áður en sí­makosningin kom til sögunnar. Það má lí­ka greina ákveðin tyrknesk áhrif þarna sem eru e.t.v. einhvers konar virðingarvottur gagnvart tyrkneska hluta eyjarinnar. Mjög slakt samt og verra en í­slenska lagið.

Búlgarí­a: Þetta er nokkuð skemmtilegt. Það lekur af þessu lagi austur-evrópustemming einhver og lagið á ekki nokkurn minnsta möguleika á að ná árangri í­ keppninni en maður kaupir það að búlgarska útvarpið sé fullt af svona tónlist frá morgni til kvölds. Veitir í­slenska laginu enga keppni.

BBíB þangað til næst.

111175607281917991

Jæja, þá er búið að framkvæma enn eina „flauelsbyltinguna“ og að þessu sinni í­ Kyrgistan. Lí­tur reyndar út fyrir að flauelsbyltingu sé hægt að skilgreina í­ dag sem: Þegar valdhöfum höllum undir Rússa er komið frá með alsherjarmótmælum en litlum blóðsúthellingum og stuðningi frá CIA. (Reyndar hef ég engar heimildir fyrir þessu sí­ðast nefnda en eftir atburðina í­ Georgí­u og úkraí­nu þá einhvern veginn finnst manni eins og það geti ekki öðruví­si staðið á þessu). Sverrir heldur því­ lí­ka fram að nýju valdhafarnir séu nánir samverkamenn þeirra sem á undan voru og þá er nú varla að vænta mikilla breytinga.
Ætli það séu fleiri á sama máli og ég að þetta Fisher mál sé blásið út úr öllu samhengi. Það merkilegasta í­ þessu finnst mér að það skuli hægt að veita Fisher í­slenskt rí­kisfang einn, tveir og tí­u meðan flóttamönnum frá átakasvæðum er hiklaust ví­sað úr landi. Ekki það að ég sé á móti því­ að veita Fisher rí­kisfang, nei, nei, alls ekki. Hann á að fá allt það sem fylgir því­ að vera Íslendingur. Þar á meðal að vera skrýtin, fúll og þver og ef hann á rétt á stórmeistaralaunum samkvæmt í­slenskum lögum þá á að sjálfssögðu að greiða honum þau.
Það fyndnasta er nú samt hvernig fjölmiðlunum á Íslandi hefur tekist að láta þetta mál snúast um þá sjálfa. Heimkoma Fisher var kostuð af Stöð 2 og fyrir það fengu þeir að sjálfssögðu einkaviðtal. í heila eina mí­nútu! Ætli menn séu ekki farnir að gráta aurinn sem fór í­ þetta þar á bæ. Hinir fjölmiðlarnir eru svo fullir vandlætingar í­ garð Stöðvarinnar og drullufúlir yfir að hafa ekki fengið að ræða við snillinginn. Eins og þeir hefðu ekki gert nákvæmlega það sama hefðu þeir aðstöðu til. Sýnir bara að ef fjölmiðlar á Íslandi geta látið fréttir snúast um sjálfa sig þá gera þeir það.
Dear Fisher, welcome to Iceland. You can curse the Jews and USA all you like but if you mention that Iceland and Icelanders might be targetet by terrorists because of the governments support of the war in Iraq you could get thrown in jail.

111168208325136053

Ég held að ég sé félagi í­ eftirtöldum félögum: BKNE sem er stéttarfélagið mitt og aðili að Félagi grunnskólakennara sem er aðili að Kí, Samfylkingunni (stofnfélagi), Íslenska Halifaxklúbbnum (af því­ að mér fannst heimasí­ðan sniðug, ég held ekki með þeim), Dýoní­sos og Frevangsleikhúsinu (þar er maður samt bara með, ég held það sé engin félagaskrá). Svo man ég ekki til að Te- og skeggvinafélagið Grettir og Glámur eða Heimspekifélagið Marat hafi nokkurn tí­man verið lögð niður svo lí­klega er ég enn félagi í­ þeim.
Annars ætla ég að fjalla um fimm Eurovisionlög til viðbótar í­ dag en þau eru:

Lettland: Rólegt og fallegt lag sem á alveg skilið að ná langt en gerir það lí­klega ekki. Maður hefur heyrt hundrað svona lagasmí­ðar. Minnir samt svolí­tið á Rollo og King hérna um árið. Lakara en í­slenska lagið.

ísrael: Alveg hreint ömurlegt. Það ætti að sjónvarpa þessu um gervallan arabaheiminn til að sýna ísrael í­ neikvæðu ljósi. Samt einhverjir Eurovisiontaktar þarna. Mikið verra en í­slenska lagið.

írland: En koma írarnir á óvart. Núna fyrir það hvað þeir eru lélegir. Lagið er samt voðalega lí­tið nema stutt viðlag sem er grí­pandi þrátt fyrir að vera frekar ómerkilegt. Að því­ leiti minnir lagið svolí­tið á Love shine a light nema hvað það er mikið lélegra. Mun lélegra en í­slenska lagið.

Ungverjaland: Þegar ég var lí­till og heyrði fyrst minnst á Ungverjaland þá hélt ég að það væri einhver skemmtigarður í­ Evrópu. Mér fannst nafnið hljóma þannig. (Kannski haldi enskumælandi þjóðir að þetta sé Hungurland?) Lagið er hins vegar mjög gott. Skemmtileg evrópsk stemming í­ því­ með tyrkneskum áhrifum. Þetta á örugglega eftir að ná langt. Svipað og í­slenska lagið.

Frakkland: Frakkar hafa nú ekki riðið feitum hesti frá þessari keppni undanfarin ár og gera það lí­klega ekki heldur í­ ár. Lagið er samt mjög gott en það virðist bara ekki nægja Frökkunum. Það er lí­ka full vesturevrópskt og á lí­klega ekki eftir að falla öllum austurevrópsku þjóðunum í­ geð. Létt og skemmtilegt Eurovision í­ gangi hérna samt. Þessu lagi á eftir að ganga verr en því­ í­slenska þó mér finnist það svona álí­ka gott.

Læt þetta nægja í­ bili. Ef þið munið eftir að vera í­ einhverju félagi með mér sem ég gleymdi að telja upp þá megið þið alveg láta mig vita.

111153661830010859

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á flest Eurovisionlögin og ætla að fjalla um fimm lög til viðbótar. Ég er að hugsa um að halda mig við að segja til um hvort mér finnast þau betri (eða lí­klegri til að halda áfram úr undankeppninni) eða verri en í­slenska lagið. Lögin í­ dag eru:

Moldaví­a: Þetta er rosalega skrýtið lag. Það er ákveðin reggí­-stemming í­ þessu en samt með mjög undarlegum austur-evrópskum blæ. Það sí­ðasta sem manni dettur í­ hug þegar maður hlustar á þetta er Moldaví­a. Samt ágætt lag. Svona svipað og í­slenska lagið

Malta: Þetta er voðalega svona týpí­skt Erovisionlag. Mjög flott samt og vel útfært. Þetta gæti alveg gengið vel. Flytjendurnir frá Möltu eiga það þó til að fara í­ kerfi á sviðinu og standa sig verr en í­ ví­deóunum. Lí­klega vanari að syngja fyrir nokkur hundruð manns í­ litlum félagsheimilum en hundruð milljóna. Mér finnst það lí­klegra en í­slenska lagið til að ganga vel

Makedóní­a: Hér er alveg ekta Balkan á ferð. Þess vegna býst ég við að það fái fullt af stigum þó það sé ekki að gera neitt fyrir mig. Voðalega óeftirminnilegt eitthvað. Gengur lí­klega betur en í­slenska laginu en mér finnst það samt lakara

Litháen: Þetta er fí­nt lag en ég efast samt um að því­ gangi vel. Það er allt of rólegt og tilþrifalí­tið en falleg melódí­a og huggulegt. Mér finnst það betra en í­slenska lagið en lí­klega mun því­ ganga verr.

Lí­banon: Ég veit að Lí­banon hefur dregið sig úr keppninni en ég ætla samt að fjalla um lagið þeirra. Það hafði ví­st eitthvað með það að gera að þeir gátu ekki sjónvarpað í­sraelska laginu því­ það er bannað í­ Lí­banon að sýna ísrael í­ jákvæðu ljósi. Eftir að hafa hlustað á í­sraelska lagið sýnist mér samt að það hefði ekki þurft að vera neitt vandamál. Lí­banska lagið er mjög huggulegt, sungið á frönsku sem mér finnst alltaf voða sætt og „Eurovision“ eitthvað. Ég held að lag á frönsku hafi ekki unnið sí­ðan Ne partez pas pour moi um árið. Þið leiðréttið mig ef það er rangt. Lagið er samt frekar dauft. Lakara en í­slenska lagið

Ég læt þetta þá nægja í­ bili en ef þið viljið hlusta sjálf getið þið prófað
hér eða hér. BBíB

111141133181289294

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á nokkur Eurovisionlög, þ.e. lögin frá Slóvení­u, Sví­þjóð, Hollandi, Þýskalandi og Grikklandi. Hugsanlega verð ég að endurskoða afstöðuna til í­slenska lagsins eftir að hafa hlustað á þetta:

Slóvení­a
íkaflega litlaust og óeftirminnilegt lag. Hið ákveðna hljómfall og sú stemming sem oft hefur einkennt lög frá Balkanskaganum er hvergi að finna í­ þessu lagi. Mun slappara en í­slenska lagið.
Sví­þjóð
Las Vegas! Var ekki einhver Norsari sem fór flatt á lagi með sama titli fyrir nokkrum árum, eða hét það San Fransisco? Ení­veis ákaflega þreytandi og kúkt eitthvað. Stanslaus endurtekning á sama frasanum gæti þó virkað grí­pandi á einfaldar sálir. Slappara en í­slenska lagið.
Holland
Loksins lag sem er hlustandi á. Virkar kannski bara þannig eftir að hafa hlustað á hin tvö. Lí­klega engin hápunktur Eurovision en ágætis melódí­a og notalegt lag. Svona svipað og í­slenska lagið.
Þýskaland
Hér er verulega gott lag á ferð. Svolí­tið öðruví­si og ákaflega flott. Held það geti verið því­ til trafala hversu lí­kt Alanis Morisette þetta er (Ætli laglí­nan og frasarnir séu að einhverju leiti stolnir frá henni?). Mun betra en í­slenska lagið.
Grikkland
Svolí­tið erfitt að segja um þetta lag. Ég var ekkert voðalega hrifinn af þessu en þetta gæti gengið vel í­ Evrópu. Svona diskó-danspartý lag með grí­skum strengjahljómum og etnó stemmingu með. Þetta er mjög í­ anda þeirra laga sem hafa verið að gera það gott og jafnvel vinna keppnina undanfarin ár. Á eflaust eftir að gera það gott. Talsvert betra en í­slenska lagið.

Ég er ekki viss um að ég nái að hlusta á fleiri lög á næstunni þar sem ég finn ekki fleiri á netinu en Helga vinkona segist eiga þetta allt inni á tölvunni sinni og ætlar að brenna þetta fyrir mig. Ég kommenta þá á hin lögin þegar ég verð búinn að fá diskinn hjá henni.
Nóg um Eurovision í­ bili.

111132916982208907

Nýja Eurovisionlagið er OK. Það er samt voðalega ósérstakt eitthvað og litlaust þannig að ekki er það nú sigurvænlegt. Ég efast um að það komist áfram úr forkeppninni. En ég hef náttúrulega ekki heyrt hin lögin svo ég veit ekki alveg við hvað það er að fara að keppa. Það er reyndar í­ því­ ákveðinn balkneskur andi sem gæti fleytt því­ áfram á stigum frá Júgóslaví­u, Rúmení­u, Albaní­u, Makedóní­u og svoleiðis löndum. Ég er að hugsa um að kí­kja á Eurovisionlögin sem eru komin á netið yfir páskana.
Formúlan var bara mjög skemmtileg. Gaman að sjá hvað Ferrari gengur illa. Það verður reyndar ekki gaman ef Renault ætlar að halda þessum yfirburðum út árið en við vonum að hin liðin fari að geta veitt þeim einhverja samkeppni. MacLaren voru óheppnir að það skyldi springa hjá Rí¤ikonnen annars hefði hann lí­klega tekið 3. – 4. sætið. Hins vegar hljóta BAR menn að vera orðnir uggandi um sitt gengi. Báðir bí­larnir duttu úr keppni og meistaradraumar Jensens virðast vera brostnir.
Það voru lí­ka tvær sýningar á Taktu lagið Lóa um helgina, næstum fullt á freysdaginn og uppselt á laugardaginn. Þetta er besta aðsóknin sem við höfum fengið til þessa og lí­klega að rætast það sem Iggó gjaldkeri sagði að þetta færi að glæðast þegar Idolið væri búið.
Núna er ég farinn að hlusta á Eurovisionlög….

111116488471284505

Það er liðin rúmlega vika sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Ég veit ekki alveg hverju er um að kenna en vissulega hefur verið mikið að gera. Pabbi og mamma komu um sí­ðustu helgi og fóru að sjá Lóu litlu. Ég held þau hafi fengið góða sýningu. Dagur og tengdó fóru lí­ka.
Á sunnudaginn fór ég svo suður á þing Kí sem var á mána- og týsdag. Það var svo sem allt í­ lagi. Betri stjórn á hlutunum og svona en á aðalfundinum hjá Félagi grunnskólakennara. Það sem bar helst til fregna var að Þorgerður Katrí­n þorði ekki að mæta til að flytja ávarp og samþykt var ályktun þar sem skorað var á menntamálaráðherra að draga til baka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs.
Ég kom svo heim aftur á óðinsdaginn og þá var búið að fresta fundi með nýrri stjórn Kennarafélags Akureyrar sem á að reyna að knýja Kristján Þór bæjarstjóra til að standa við stóru orðin um að hann vilji borga okkur 300 þúsund í­ mánaðarlaun fyrir 8 – 17 vinnu. Svo var fótbolti um kvöldið og gekk bara ágætlega. Heitur pottur á eftir og voða næs.
Sí­ðustu þrjá daga hafa svo verið þemadagar í­ skólanum. Við erum alltaf með stuttmyndadaga á unglingastiginu og í­ dag var sýningin og verðlaunaafhending. Stytt útgáfa af Rocky sópaði til sí­n verðlaunum, m.a. fyrir bestu klippingu, leikstjórn, handrit og aðalleikara í­ karlhlutverki. Það var samt önnur mynd sem var valin besta myndin en það munaði mjóu.
Núna er ég að fara bráðlega út í­ Freyvang til að leika í­ sýningu kvöldsins. Ef þið eigið leið um Eyjafjörð um páskana mæli ég með að skella sér á Taktu lagið Lóa.
Smá plögg svona í­ endann.

111046335796172575

Ég er búinn að vera að drepast í­ löppunum í­ dag eftir fótboltann í­ gær. Enda fann ég þennan svakalega sting í­ framanverðum lærunum um leið og ég fór að hlaupa í­ salnum í­ gær. Þrátt fyrir það náði ég að skora tvisvar og átti eina frábæra stoðsendingu. Mig er samt farið að gruna að ég sé sá slakasti í­ hópnum. Það góða er að öllum virðist vera sama sem er svolí­tið annað en í­ leikfiminni í­ gamla daga.
Núna er varla hægt að kveikja á fréttum án þess að verið sé að fjalla um nýja fréttastjórann hjá útvarpinu. Er það bara ég eða eru fjölmiðlar á Íslandi með svolí­tið skekkt fréttamat þegar kemur að þeim sjálfum? Nú er ég ekki að segja að þetta sé ekki stórfrétt og undarlega að þessari ráðningu staðið. Það eru bara svo margar svona ráðningar upp á sí­ðkastið, s.s. tveir sí­ðustu Hæstaréttardómarar, þegar Júlí­us Hafstein var ráðinn sem semdiherra o.s.frv. Um þær ráðningar var vissulega fjallað en hvorki jafn mikið né á sömu nótum og um þessa.
Það sama á við um undarlega lagasetningu. Nú átti að setja lög um fjölmiðla sem vissulega voru fáránleg og tókst að hrinda með miklu fjölmiðlafári. Skömmu sí­ðar voru hins vegar sett enn fáránlegri lög á verkfall kennara og þá skrifaði Forsetinn umhugsunarlaust undir og fjölmiðlar fjölluðu varla um málið nema til þess að sparka í­ kennara sem í­ örvinglan gripu til þess eina ráðs sem þeir áttu til að mótmæla lögunum að neita að fara eftir þeim í­ einn til tvo daga.
Mér sýnist fréttaumfjöllun hérlendis lí­ka vera farin að snúast allt of mikið um hvað málin þýði fyrir ákveðna einstaklinga heldur en hvað felist í­ aðalefninu sjálfu. Dæmi: Hvernig kom Halldór ísgrí­msson út úr lagasetningunni á kennara, sterkari eða veikari, ekki hvað fólst í­ lögunum og hvaða áhrif mun hún hafa á kjör kennara, kjarabaráttu og almennt mannréttindaöryggi á Íslandi. Hið sí­ðara finnst mér samt mun stærra mál. Annað dæmi: Núna á að breyta lögum um RúV og til að koma því­ í­ gegnum Framsóknarflokkinn fá þeir sinn mann í­ fréttastjórastöðuna, mikil umræða um þessa pólití­sku ráðningu, engin um hvað felist í­ þessum nýju útvarpslögum og hvaða áhrif þau muni hafa í­ framtí­ðinni.
BBíB

111019876112430456

Þá er blessuð formúlan byrjuð aftur og sá sem ég held á móti féll úr keppni þannig að það er gott mál. Nú má ekki skilja þetta þannig að ég sé eitthvað á móti M. Schumacher. Ég viðurkenni það fúslega að hann er langsamlega besti ökumaðurinn í­ keppninni og er búinn að rúlla þessu upp sí­ðustu ár. Það er einmitt það sem er svona leiðinlegt þegar einn er svo skelfilega mikið betri en hinir að öll spenna fer úr þessu.
Keppnin um helgina bendir reyndar til þess að svo geti orðið í­ ár. Barichello sem byrjaði aftarlega náði að vinna sig upp í­ annað sætið og ef það hefði verið þurrt þá hefði hann og Schumacher örugglega byrjað framar og þá jafnvel unnið eða lennt í­ tveimur efstu. Það verður bara að koma í­ ljós en ef Ferrari fer að hafa álí­ka yfirburði í­ þessu og hingað til er ljóst að ég nenni ekki að fylgjast með.
Rigningardemban á laugardaginn gerði ráslí­nuna náttúrulega mjög áhugaverða og það var gaman að sjá hvað Red Bull menn náðu að gera sér mat úr því­ að komast framarlega á ráslí­nu. Coulthard mátti alveg við því­ að standa sig vel eftir að hafa verið á einhverju dóli með MacLaren í­ fjölda ára. MacLaren stóð sig lí­ka vel og náði báðum bí­lum inn í­ stigasæti þrátt fyrir að byrja aftarlega. En það boðar kannski eitthvað fyrir framtí­ðina að Montoya byrjaði í­ 9. sæti og Barrichello í­ 11. en samt náði Barichello 2. sætinu en Montoya bara því­ 6. Mjög gott hjá Rí¤ikkönen að ná 8. sætinu eftir að hafa þurft að byrja af þjónustusvæðinu.
Samt verður ekki fram hjá því­ litið að Renault er sigurvegari keppninnar með 1. og 3. sætið, tvo framúrskarandi ökumenn (Ég hef reyndar meiri trú á Alonso sem byrjaði í­ 13. sæti en Fisichella) og bí­l sem virðist vera frábær. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta veitt Ferrari almennilega keppni. Því­ miður hef ég ekki mikla trú á MacLaren og Williams í­ því­ sambandi.
Það er helst Bar-Honda og Toyota sem gætu verið sárir eftir helgina. Toyota byrjaði framarlega með Trulli en hélt ekki út og Bar-Honda blandaði sér aldrei í­ keppnina á toppnum þrátt fyrir miklar væntingar til Button.
Fyrsta keppnin lofar samt góðu um framhaldið og ég mun fylgjast spenntur með næstu keppni.

110987158067449522

Já, ég er bara enn á lí­fi eftir fótboltann í­ gærkvöldi. Eftir að hafa ekki komið inn í­ í­þróttahús í­ því­ markmiði að hreyfa mig í­ 15 ár tókst Freyvangsdrengjunum að draga mig í­ fótbolta og það merkilega við það allt saman er að það var bara mjög gaman. Ég var svo stressaður fyrir þetta að ég var með meiri kví­ða en fyrir frumsýninguna á „Taktu lagið Lóa“. Ég skoraði meira að segja nokkur mörk, þar af eitt alveg sérstaklega glæsilega með bumbunni. Eftir talsverðan tí­ma fann ég þó að ég var nær dauða en lí­fi af mæði, hröðum hjartslætti, miklu svitakófi og sting undir bringunni og fór til að fá mér vatn að drekka og var varla nema rétt kominn inn í­ búningsklefa þegar hinir birtust en þá var klukkutí­minn okkar búinn. Ég hélt sem sagt út að spila fótbolta í­ klukkutí­ma, skoraði nokkur mörk og fannst æðislega gaman!
í dag var mér svo sagt að það væri kominn leikdómur um Lóu í­ Morgunblaðinu svo ég fór og keypti það. Merkileg forsí­ðufrétt um svissneska konu sem sér liti og finnur bragð þegar hún hlustar á tónlist. Það er nú eitthvað að hjá blaði þegar svona lagað er orðið að forsí­ðufréttum. Annars er það prinsippmál hjá mér að kaupa ekki Morgunblaðið en leikdóminn varð ég að eiga. Hann er bara nokkuð góður. Að ví­su telur gagnrýnandinn að þetta sé ekki besta verk Jim Cartwright og að þetta form henti honum ekki, en við leikararnir fáum ágætis ummæli. Ég fæ eina setningu: Það var einna helst Daní­el Freyr Jónsson sem náði að verða litrí­kur sem kærastinn útsmogni
Nokkuð gott það og lokaorðin góð: Taktu lagið Lóa er vel unnin sýning, vandvirknislega sviðsett af augljósum metnaði og kunnáttu allra aðstandenda. Frammistaða aðalleikkvennanna er afbragð og það sem upp á vantar til að hún heppnist fullkomlega skrifast á leikritið og óþarflega daufgerða persónulögn á köflum. Engu að sí­ður ættu áhugamenn um skrautlegt mannlí­f, sterkan leik og framúrskarandi söng að bruna í­ Freyvang á næstu vikum.