111116488471284505

Það er liðin rúmlega vika sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Ég veit ekki alveg hverju er um að kenna en vissulega hefur verið mikið að gera. Pabbi og mamma komu um sí­ðustu helgi og fóru að sjá Lóu litlu. Ég held þau hafi fengið góða sýningu. Dagur og tengdó fóru lí­ka.
Á sunnudaginn fór ég svo suður á þing Kí sem var á mána- og týsdag. Það var svo sem allt í­ lagi. Betri stjórn á hlutunum og svona en á aðalfundinum hjá Félagi grunnskólakennara. Það sem bar helst til fregna var að Þorgerður Katrí­n þorði ekki að mæta til að flytja ávarp og samþykt var ályktun þar sem skorað var á menntamálaráðherra að draga til baka ákvörðun um styttingu náms til stúdentsprófs.
Ég kom svo heim aftur á óðinsdaginn og þá var búið að fresta fundi með nýrri stjórn Kennarafélags Akureyrar sem á að reyna að knýja Kristján Þór bæjarstjóra til að standa við stóru orðin um að hann vilji borga okkur 300 þúsund í­ mánaðarlaun fyrir 8 – 17 vinnu. Svo var fótbolti um kvöldið og gekk bara ágætlega. Heitur pottur á eftir og voða næs.
Sí­ðustu þrjá daga hafa svo verið þemadagar í­ skólanum. Við erum alltaf með stuttmyndadaga á unglingastiginu og í­ dag var sýningin og verðlaunaafhending. Stytt útgáfa af Rocky sópaði til sí­n verðlaunum, m.a. fyrir bestu klippingu, leikstjórn, handrit og aðalleikara í­ karlhlutverki. Það var samt önnur mynd sem var valin besta myndin en það munaði mjóu.
Núna er ég að fara bráðlega út í­ Freyvang til að leika í­ sýningu kvöldsins. Ef þið eigið leið um Eyjafjörð um páskana mæli ég með að skella sér á Taktu lagið Lóa.
Smá plögg svona í­ endann.