111480747990964428

Fyrr í­ dag hringdi í­ mig blaðamaður frá Fréttablaðinu sem sagðist vera að leita að kennara til að spyrja um viðhorf okkar til mótmælafundarins á Ráðhústorginu þar sem ofbeldi var sýnt rauða spjaldið.
Ég held að ofbeldi sé ekki jafn stórt vandamál í­ samfélaginu og það virðist í­ fjölmiðlum. Þannig sé ég ekki ástæðu til svona mótmælafundar þótt einhverjir dópistar hér á Akureyri séu að berja hver á öðrum. Þetta er svosem voða sætt og táknrænt en algerlega máttlaust og hefur örugglega ekki nein áhrif á tí­ðni ofbeldis. Vandamálið er frekar það uppeldi sem þessir krakkar hafa fengið (eða misst af öllu heldur). Það er staðfest í­ rannsóknum að stærsti skýringarþátturinn í­ gengi fólks í­ skóla (og í­ áframhaldinu í­ lí­finu) er gæði þess uppeldis sem það fékk. Ofbeldi er heldur ekki það stórt vandamál meðal ungs fólks. Frekar það að margir virðast eiga erfitt með að ráða við sjálfa sig. Þá á ég við að bestu krakkar með háleita drauma og gáfur til að láta þá rætast hafa ekki lært þann sjálfsaga sem þarf til að ná markmiðum sí­num. Ofbeldishneigð ungmenni eru ekkert algengari núna en fyrir tuttugu eða þrjátí­u árum.
Þetta sagði ég hins vegar ekki blaðamanninum þar sem ég er nokkuð viss um að þetta endurspeglar ekki viðhorf hins almenna kennara hér á Akureyri. Þess í­ stað benti ég honum á annan kennara til að ræða við. Vona að sá hafi getað veitt honum góð svör.

111454980836681342

Það var útivistardagur í­ vinnunni í­ dag og ég fór ásamt nokkrum öðrum kennurum með hóp af krökkum í­ golf á golfvöllinn á Þverá. Skemmst frá því­ að segja að það var geggjað fjör og æðislega gaman. Samt var ég nú ekkert of góður í­ þessu. Bestu holuna mí­na fór ég á 7 höggum en þá lökustu á 13. Okkur sem vorum þarna fannst bara verst hvað rútan kom snemma að ná í­ okkur því­ það voru ekki nema fyrstu 2 – 3 hóparnir sem náðu að klára hringinn. Þrátt fyrir þetta þá er ég ekki kominn með golfbakterí­una og ætla ekki að rjúka til að kaupa mér golfsett og félagsskí­rteini í­ einhverjum golfklúbbnum. Hins vegar gæti hugsast að maður freistaðist til að kaupa eina kylfu og pútter því­ það kostar ekki nema 500 kall að fara og spila á vellinum á Þverá og maður þarf ekki að vera í­ neinum klúbbi.

í gær barst mér kjörseðill í­ formannskjörinu í­ Samfylkingunni. Þar krossaði ég við annað nafnið eftir miklar vangaveltur og gekk svo frá öllu eins og útskýrt var að ætti að gera og kom þessu í­ póstkassa. Ég hafði hins vegar ekki fengið neinar auglýsingar eða sí­mhringingar þó annar frambjóðandinn hafi lýst því­ yfir að hann ætlaði að vinna þetta svona „maður á mann“. Þetta formannskjör hafði því­ ákaflega lí­tið abbast upp á mig. Þess vegna varð ég mjög undrandi þegar ég kom heim úr vinnunni í­ dag og þar lá A4 umslag frá Samfylkingunni. Ég opnaði það að sjálfssögðu strrax frammi í­ forstofu enda forvitinn um hvað verið væri að senda mér. í umslaginu reyndust vera tveir litlir bæklingar, annar frá Ingibjörgu og hinn frá Össuri. Ef þetta er það sem koma skal í­ kosningabaráttu til Alþingis, þ.e. að auglýsa þegar fólk er búið að kjósa, þá er ekki góðs að vænta.

í bæjarmálunum hér á Akureyri er lí­tið að gerast. Helst að okkur kennurum finnist fara lí­tið fyrir sérsamningnum sem Kristján Þór ætlaði að gera við okkur og borga okkur öllum rí­flega 300 þúsund fyrir. Annars einkennast skólamál á Akureyri þessa dagana af hagræðingu „verið að segja öllum nema kennurum upp til að ráða þá aftur á lakari kjörum“, sparnaði „skólaferðalög stytt, stórir hópar sendir í­ strætó í­ staðinn fyrir að panta rútu“ og því­ að engir peningar fást hjá skólanefnd í­ nein verkefni. Þar á bæ er öllum umsóknum hafnað vegna peningaskorts eða án rökstuðnings (sjá hér í­ góðri úttekt hjá Gí­sla Baldvinssyni). Skólabærinn Akureyri! Ha, ha, ha, ha, ha! Um þessi mál hefur ekkert heyrst í­ Samfylkingunni. Svo ætlar Kristján að reisa álver við fjörðinn þótt bæjarbúar séu að stórum hluta andví­gir því­. Ekkert hefur heyrst í­ Samfylkingunni um það. í raun er ótrúlegt miðað við hvað Kristján er oft að bulla í­ fjölmiðla að enginn úr minnihlutanum skuli taka sig til og leiðrétta hann á sama vettvangi. Það eina sem hefur heyrst opinberlega frá Samfylkingunni á Akureyri er að það sé bráðnauðsynlegt að halda flugvellinum í­ Vatnsmýrinni í­ Reykjaví­k! Ef það er allt og sumt sem Samfylkingin leggur til í­ bæjarmálunum á Akureyri þá held ég að ég verði að finna einhverja aðra til að kjósa í­ sveitarstjórnarkosningunum þrátt fyrir að vera meðlimur í­ flokknum.

111443310217194646

Formúlan um helgina var skemmtileg þó ég verði að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar Raikkonen féll úr leik. Það hefði verið gaman að sjá hann með í­ toppslagnum. Schumacher kom og sýndi afhverju hann hefur svona oft orðið heimsmeistari. Við skulum bara vona að þessi frammistaða bendi ekki til þess að hann fari að einoka allar keppnir héðan í­ frá og taki þetta á nokkrum mótum. Sem betur fer er ekkert sem bendir til þess því­ Alonso og Raikkonen hljóta að berjast um þetta við hann. Reyndar leit út fyrir það fram að keppninni um helgina að Alonso myndi skemma þetta ár eins og Schumacher hefur skemmt undanfarin ár með því­ að vinna mótið strax í­ fyrstu keppnum. BAR liðið hlýtur lí­ka að vera ánægt með að ná loksins viðunandi árangri en að sama skapi held ég að Toyota liðið sé fúlt. Sérstaklega eftir að Ralf var færður niður um 8 eða 10 sæti eftir keppnina. Hvað er hins vegar orðið af Williams? Þeir voru eina liðið sem náði að veita Ferrari einhverja samkeppni sí­ðustu ár en núna sést varla til þeirra! Það er eins og Ferrari sé eina liðið sem hefur sýnt einhvern stöðugleika undanfarinn áratug eða svo. Ég held mig hins vegar að sjálfssögðu við MacLaren og vona að Raikkonen komi og taki þetta í­ næstu mótum. Ég held lí­ka nokkuð upp á Webber hjá Williams og mikið var nú gaman að sjá Villeneuf í­ keppninni um helgina. Tók bara framúr og allt kallinn!

111429577685220849

Þá er fyrsti kynningarþátturinn búinn og heldur var hann nú slappur. Þar sem ég er búinn að fjalla um lögin þá einbeiti ég mér kannski meir að ví­deóunum og flytjendunum.

Austurrí­ki: Sniðug hugmynd að tengja ví­deóið svona við 6. og 7. áratuginn en ég held að það gangi ekki upp á sviðinu. Lagið enn sem fyrr ótrúlega fyndið og sýrt. Ég hefði gefið 3

Litháen: Þetta var æðislegt show. Blysin flott og glimmerblaðadraslið sem rigndi yfir þau í­ lokin frábært. Minni enn á samúð mí­na með ræstitæknunum sem taka til eftir svona atriði. Kjóll söngkonunnar var svona ekta gulur tí­griskjóll frá ’84 (Var ekki stelpa í­ svona kjól framan á einhverri eití­ssafnplötu?) en hún hafði því­ miður enga útgeislun. Ég hefði gefið 2

Portúgal: Nú finnst mér Portúgal hafa slegið feilnótu. Hingað til hafa þeir sent flott lög á portúgölsku sem aldrei hafa fengið nein stig en nú senda þeir sæmilegt lag á ensku sem fær engin stig. Flytjendurnir samt sætir krakkar. Ég sakna hins vegar portúgölskunnar sem á alveg ótrúlega flott hljóð. Ég hefði gefið 1

Moldaví­a: Djöfull voru þessir ljótir og illa klæddir. Lagið lí­ka slæmt en samt ákaflega skemmtilegt og öðruví­si. Viðlagið passaði svo engan veginn inn í­ þessa lagasmí­ð. Amman með trommuna var hins vegar afskaplega sæt. Ég hefði gefið 2

Lettland: Tveir sætir strákar sem minntu á Backstreet Boys, Westlife, Five, Blue og hvað þetta heitir nú allt saman. Þetta hefur verið reynt oft áður og aldrei virkað. Voðalega sætt en algerlega innihaldslaust og hugmyndasnautt. Ég hefði gefið 0

Mónakó: Alger Eurovisondraumur. Voðalega falleg söngkona með fallegt og stórt lag á frönsku. Mjög svona retró og skemmtilegt. Ég hefði gefið 4

ísrael: Flott svið, flott söngkona, flottur kjóll (og brjóst), flottar bakraddir, ömurlegt lag. Ég hefði gefið 1

Hví­ta-Rússland: Þetta var nú í­ fyrsta sinn sem ég heyri þetta lag almennilega og það skánaði ekkert við það. Svona frammistöðu á maður kannski von á að sjá á kareókí­kvöldi í­ Glæsibæ eða Idol-keppninni en ekki í­ Eurovision. Bakraddagellurnar voru svolí­tið svona pálóskarí­skar í­ þessum leðurkorselettum. Ég hefði gefið 1

Holland: Fyrsta þjóðin með sæmilegt lag. Mér fannst það samt ekki virka eins í­ ví­deóinu og þegar maður hefur bara hljóðið (þá ber það mun meir af hinum). Held að söngkonan dragi þetta svolí­tið niður. útgeislunin er lí­til, hreyfingar á sviði nánast engar. Og þegar það fylgdi sögunni að hún er Whitney Houston eftirherma þá fer svolí­till sjarmi af þessu. Samt með því­ skásta í­ kvöld. Ég hefði gefið 4

Það gera samtals 18 stig frá mér fyrir kvöldið. Ég er lí­ka á því­ að þessi lög séu lélegri en þau sem eru í­ seinni hluta keppninnar. Þar er ég gersamlega ósammála finnska gaurnum sem taldi keppnina byrja vel. Hann var lí­ka ánægður með finnska lagið og þar er ég lí­ka gersamlega ósammála honum. Svo er ég mjög ósáttur við að Eirí­kur Hauksson sé þarna sem fulltrúi Íslands. Hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri? Svo aðalskjokkið: Þau vinkuðu ekki bless í­ lokin! Bara kynnirinn! Mér finnst þetta allt saman samt benda til ansi skemmtilegrar og áhugaverðrar Eurovisonkeppni í­ ár. Þessir norrænu kynningarþættir eru alveg gráupplagðir til að búa til réttu stemminguna.

111428818031136840

Því­lí­kt klúður. Fyrsti Eurovisionkynningarþátturinn í­ sjónvarpinu í­ kvöld og ég á enn eftir að blogga um heil átta lög. Ég verð þá bara að blogga um þau núna. Fyrst er…

Spánn: Þetta lag minnir alveg svakalega mikið á Ketchup-lagið sem var vinsælt hérna um árið. Ég man ekki hvort það var hljómsveitin eða lagið sem hét Ketchup en það skiptir lí­ka engu máli. Mjög grí­pandi en mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegt. ílí­ka og í­slenska lagið.

Slóvení­a: íkaflega rólegt og fallegt lag hér á ferð. Byrjunin minnir mig á eitthvert í­slenskt lag sem ég man ekki hvert er. Annars er þetta voðalega huggulegt en óeftirminnilegt. Maður hefur heyrt hundrað svona lög í­ Eurovision. Verra en í­slenska lagið.

Júgóslaví­a: Þetta byrjar vel og hefur þennan júgóslavneska balkananda yfir sér sem er svo heillandi og aðrar þjóðir, þ.á.m. Ísland eru að reyna að ná núna. En svo fjarar þetta einhvernvegin út nema rétt á meðan fiðlan kemur með stefið öðru hvoru. Lakara en í­slenska lagið.

Rússland: Þetta lag er voðalega amerí­skt. Ég veit ekki hvaða lög þetta minnir á en kvikmyndin Ugly Coyote kemur upp í­ hugan. Þetta er samt ágætis melódí­a, svolí­tið rokkað og flott. Ég er ekki frá því­ að þetta sé með því­ betra sem ég hef heyrt í­ keppninni. Talsvert betra en í­slenska lagið.

Rúmení­a: Flautukaflinn í­ upphafi getur valdið gæsahúð og minnir talsvert á lagið Nocturne sem vann fyrir Noreg hérna um árið. Að öðru leyti eiga þessi tvö lög ekkert sameiginlegt. Þetta er vissulega grí­pandi og kraftmikið en heldur er nú lagasmí­ðin og textagerðin undirseld meðalmennskunni. Verra en í­slenska lagið.

Pólland: Pólverjar leita lí­ka á balkönsk mið í­ sinni lagasmí­ð. Skemmtilegt hvernig svona tí­skustraumar ganga í­ bylgjum í­ Eurovision. Fyrir ekki löngu voru það fiðlur og þá helst með einhverri tilví­sun í­ í­rska þjóðlagatónlist. Þetta er meira svona grí­skt-sí­gaunst og minnir á Zorba. Algjörlega andlaust, n.k. copy-paste lag. Umtalsvert verra en í­slenska lagið.

Noregur: Norðmönnum hefur nú verið spáð góðu gengi í­ keppninni í­ ár og lagið er vissulega skemmtilegt. Veit samt ekki alveg hvort lag sem maður hefði giskað á að væri frá 9. áratugnum með einhverri Jon Bon Jovi wannabee-hljómsveit eigi eftir að gera það gott í­ Eurovision. En allir sem fí­luðu Living on a Prayer, The Final Contdown, St.Elmos Fire, Eye of the Tiger o.s.frv. eiga eftir að fí­la þetta. Svona álí­ka og í­slenska lagið.

Mónakó: Lag á frönsku! Það finnst mér alltaf voðalega sætt. Þetta lag hljómar svolí­tið eins og það sé tekið úr Disney-mynd og fyrst þegar ég heyrði það heyrðist mér verið að syngja um Tour de France (Tout de moi heyrist mér hún syngja núna?) en það reyndist misheyrn. Lagið er samt mjög huggulegt og sætt en á varla raunhæfa möguleika. Hefði kannski meikað það á 7. áratugnum. Ekki lí­klegt til að slá í­slenska laginu við.

Nú ætla ég að horfa á fyrsta kynningarþáttinn á eftir og láta svo vita aftur hvað mér finnst en ég treysti mér ekki til að spá um það hvaða lög komast upp úr forkeppninni fyrr en ég er búinn að sjá alla þættina. Eins og er er ég hrifinn af: Hollandi, Noregi og Sviss af þeim löndum sem eru í­ forkeppninni. Miðað við það sem ég hef heyrt er í­slenska lagið bara með þeim betri og a.m.k. ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir okkur að komast í­ aðalkeppnina.
BBíB.

111391731626104713

Jæja, nú vill Össur sameina Samfylkinguna og Vinstri-græna. Ég held að ef það væri grundvöllur fyrir því­ þá hefðu Vinstri-grænir aldrei orðið til til að byrja með. Ég meina það hlýtur að hafa búið meira að baki en að Steingrí­mi J. fannst hann ekki hafa nógu stórt vægi innan Samfylkingarinnar. Ég er ósammála VG um margt, t.d. veruna í­ NATÓ, Evrópusambandið, einkavæðingu og sumt varðandi umhverfismál.
Ég er reyndar ekki heldur sáttur við hvað Samfylkingin virðist vera fús til að einkavæða í­ velferðarkerfinu. Mér finnst ég samt eiga meiri samleið með þeim. í mí­num huga er ljóst að þessir tveir flokkar gætu vel unnið saman, en sameinast geta þeir ekki. Ég gæti samt alveg hugsað mér að kjósa VG í­ bæjarstjórnarkosningunum hér á Akureyri, a.m.k meðan aðalmál Samfylkingarinnar í­ bæjarmálunum er að rí­ghalda í­ Reykjaví­kurflugvöll.
Svo finnst mér ekki ýkja trúverðugt þegar maður sem hefur sett lög á nýgerða kjarasamninga kennara og skrifað undir lög á verkfallsrétt þeirra talar hátí­ðlega um þjóðarsátt um menntakerfið og stofnar til menntaverðlauna. Ég er að sjálfssögðu að tala um forsetann. Ég er ekki viss um hvort Íslensku menntaverðlaunin eru eitt versta dæmið um hræsni og yfirborðsmennsku sem ég hef séð eða hvort þau eru dæmi um að maðurinn sé að snúa af villu sí­ns vegar og reyna að bæta sig. Ég vil náttúrulega trúa því­ sí­ðarnefnda því­ ég er að reyna að hafa trú á hinu góða í­ manninum.

111365959105365506

Loksins meira Eurovision. Næstu fimm lög til umfjöllunar. Fyrsta landið sem við lí­tum á er…

Albaní­a: Þetta er þrælskemmtilegt lag. Góð stemming í­ því­ og viðlagið mjög flott. Verulega flott Eurovisionstemming í­ gangi. Ég vona að þeir skemmi þetta ekki með því­ að syngja á ensku í­ keppninni. Verður samt að viðurkennast að lagið á kannski ekki mikla möguleika nema meðal næstu nágranna Albaní­u. Mér finnst lagið samt skemmtilegra en í­slenska lagið. Næsta land er…

úkraí­na: Ég verð að viðurkenna að mér finnst svona tónlist leiðinleg. Mér skilst að þetta rappform sé vinsælt ví­ða um heim um þessar mundir og sé gjarnan notað þegar koma þarf þjóðfélagsádeilu eða mótmælum á framfæri eins og raunin mun vera með þetta lag. Ég held að það hafi samt ekkert erindi út fyrir úkraí­nu. Spurning samt hvað unglingarnir gera í­ sí­makosningunni fyrst þetta er svona rapp? Verra en í­slenska lagið. Þá skulum við kí­kja á…

Bretland: Þetta er ágætlega frambærilegt popplag en því­ miður alveg nákvæmlega eins og hundrað önnur popplög sem maður hefur heyrt undanfarið, nema með smá fiðluleik með sem á að höfða til Austur-Evrópubúa. Ég meina: „Touch my fire, can you feel the heat?“ Þetta er nú enginn heimsklassa skáldskapur. Lí­klega svipað og í­slenska lagið en mér finnst þetta leiðinlegra. Og þá kemur næst…

Tyrkland: Mér finnst leiðinlegt hvað tyrkneska lagið er leiðinlegt í­ ár því­ þeir hafa oft verið mí­n uppáhaldsþjóð. T.d. er „Dinle“ með Sabnem Pacer uppáhalds Eurovisionlagið mitt. Þetta er hins vegar slakt og aðalstefið stolið úr ummræddu lagi „Dinle“. Mun verra en í­slenska lagið. Kí­kjum þá í­ lokin á…

Sviss: Svissarar koma verulega á óvart í­ ár því­ hingað til hafa þeir yfirleitt verið frekar ömurlegir. Nema náttúrulega þegar Celine Dijon söng fyrir þá. Nú senda þeir lag sem er mjög sterkt, melódí­skt, kraftmikið og grí­pandi. „Cool wibes, why don’t you kill me?“ Grundvallarspurningu varpað þarna fram í­ heimsklassa textagerð. Þetta er lí­klega sigurstranglegasta lagið sem ég hef heyrt hingað til ásamt Þýskalandi og Hollandi (kannski Grikklandi lí­ka). Talsvert betra en í­slenska lagið.

Þá læt ég þessu lokið í­ bili en enn á ég eftir að fjalla um: Spán, Slóvení­u, Júgóslaví­u, Rússland, Rúmení­u, Pólland, Noreg og Mónakó. Merkilegt hvað það eru mörg lönd farin að taka þátt í­ þessari keppni. Ég held að ég þurfi tvær færslur í­ viðbót um þetta og svo byrja ég náttúrulega aftur þegar kynningarþættirnir verða í­ sjónavarpinu. Ókey, bæ…

111342844621922375

Vá, núna er rúm vika sí­ðan ég bloggaði sí­ðast. Ég ætla að láta Eurovision bí­ða aðeins og fara frekar yfir nokkra punkta:

. Fjölmiðlarnir eru enn að ærast yfir sjálfum sér. Ég hef svo sem ekki skoðað þessar nýju tillögur um fjölmiðlalög en það litla sem ég hef heyrt hljómar ógæfulega. Enn hefur enginn sannfært mig um að það þurfi öðruví­si lög um fjölmiðlamarkaðinn en aðra markaði. Annars er ég nánast búinn að missa áhugann á þessu máli.
. Sí­ðustu sýningar á Lóu litlu voru um helgina og skeggið og hárlubbinn fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. Fyndið samt að ég sem var loksins farinn að halda að ég væri orðinn sæmilega útlí­tandi fékk það komment á nýja lúkkið uppi í­ vinnu að ég hefðu nú verið meira sexý hinsegin!
. Ég var skipaður í­ skemmtinefnd uppi í­ skóla fyrir páska og nú á loksins að fara að gera eitthvað um næstu helgi. Þá er planið svona: tiltekt í­ Freyvangi á þórsdag, lokapartý á freysdag og partý hjá skemmtinefndinni á laugardag. í sí­ðustu viku var það óðinsdags, þórsdags, freysdags, laugardags og sunnudagskvöld sem voru upptekin í­ fótboltaæfingu, sýningu, sýningu, sýningu og fótboltaæfingu. Konan bað mig um að fá að taka mynd af mér svo hún myndi hvernig ég lí­t út.
. Leikritið uppi í­ skóla er loksins að taka á sig mynd eftir að ég tók mig til um helgina og stytti það úr 82 sí­ðum í­ 16. Það var reyndar svolí­tið leiðinlegt fyrir þá sem voru búnir að leggja mikið á sig við að læra textann sinn en ég reyndi samt að halda þeim sem hafa staðið sig best inni. Það var samt svolí­tið erfitt með þá sem voru nánast bara í­ atriðum með þeim sem kunnu ekki neitt. Ég held þó að allir hafi sætt sig við þetta og núna er þetta lí­ka mun fyndnara þar sem allir brandararnir koma á styttri tí­ma.
. Þennan punkt hef ég nú bara með upp á grí­nið.
. Svo er ég búinn að vera að lesa blogg út um allt og sé að allir eru með eitthvað svona þema í­ gangi. Pulla bloggar mikið um raunveruleikaþætti og fallega karlmenn, Nanna um mat o.s.frv. í framhaldi af því­ langar mig að taka upp eitthvað svona þema hér. Kannski er það til staðar nú þegar þó ég hafi ekki tekið eftir því­. Ég blogga náttúrulega mikið um pólití­k yfirleitt.
. Þetta er sexý punkturinn.
. Ég var að lesa í­ gegnum kristinfræðibók eldri sonarins (í­ 7. bekk) vegna þessara umræðna sem eru búnar að vera í­ gangi vegna kristinfræðikennslunnar, þ.e. að hún sé bara trúboð en engin fræðsla um trúnna eða sögu hennar. Eftir lesturinn er ég á því­ að það sé laukrétt. Það er hvergi minnst á tilurð trúarbragða og eðli, hverngi hugmyndir og helgihald smitast á milli þeirra, hvaðan kristin hefur fengið sí­nar hugmyndir og sögu kristninnar. í upphafi er talað um hvernig Biblí­an er samansett en hvergi minnst á kirkjuþingið þar sem það var ákveðið eða að fjöldamörgum guðspjöllum var hafnað. í bókinni er eingöngu fjallað um orð Guðs og meðal annars týnt til um sögu ísraelsrí­kis eins og hverri annarri staðreynd að Guð þessi hafi gefið þeim landið (þó kemur fram að þar hafi búið fólk þegar ísraelarnir komu).
. Það er nánast ekkert í­ gangi í­ sjónvarpinu núna sem ég hef áhuga á. Allir framhaldsþættir virðast mér fremur óáhugaverðir með einstaka undantekningum. The Sketch Show er þó þrælskemmtilegur þáttur og Strákunum má enginn missa af.

Læt þessu lokið í­ bili.

111272008967177981

Ég er ákaflega spenntur fyrir Duran Duran tónleikunum í­ sumar. Hingað til hef ég ekki fundið hjá mér neina þörf fyrir að fara á tónleika. Ekki einu sinni Pixies tónleikana þó ég hafi verið ákaflega mikill aðdáandi á sí­num tí­ma. Málið er bara það að Duran Duran er á stalli með U2, Rolling Stones, ABBA, Queen og Bí­tlunum, hljómsveitum sem eru hver fyrir sig merkisberi ákveðinnar tónlistarstefnu og tí­mabils. Eití­stónlist er bara fyrst og fremst Duran Duran.
Þess vegna er gaman til þess að hugsa að ég uppgötvaði hljómsveitina ekki fyrr en um ’90 þegar eití­sið er að lí­ða undir lok. Fram að því­ hafði FGTH og Smiths verið mí­nir menn. Samt var ég með Orra Hauks í­ ræðuliði í­ menntó en hann er náttúrulega Duranisti nr. 1 á Íslandi.
Ég eignaðist samt Arena þegar hún kom út (sí­ðasta platan fyrir Arcadia og Power Station tí­mabilið) en keypti svo ekki aftur Duranplötu fyrr en Decade kom út. Núna á ég sem sagt þrjá Duran geisladiska: Decade, Seven and the Ragged Tiger og The Wedding Album (sem ég held að heiti ekki TWA en er aldrei kölluð annað) svo á ég Arena á ví­nil og ég held að Gulla eigi allar hinar gömlu Duranplöturnar. Ég á hins vegar engan plötuspilara! Mig vantar sem sagt: Notorius, Big Thing, Liberty, Thank You, Medazzaland, Night Versions: The Essential Duran Duran, Greatest, Strange Behaviour og Pop Trash svo ég eigi allt safnið. Svo væri náttúrulega gaman að eiga gömlu plöturnar á geisladiskum.
Ég þarf a.m.k. að koma mér upp plötuspilara. Á einhver á Akureyri svoleiðis græju sem hann vantar að losa sig við?

111256562022187477

Ókey, ókey, haldið í­ hestana. Ég lofaði Eurovisionbloggi og hér kemur Eurovisionblogg. Næstu fimm lönd sem ég ætla að fjalla um eru:

Bosní­a: Alveg er þetta lag einhvern vegin út úr kú. Hljómar eins og týpí­sk sænsk ABBA endurvinnsla (en Sví­ar hafa sent Abba-eftirhermur í­ keppnina ótal sinnum) en er svo bara frá Bosní­u! Voðalega óbalkneskt. Svolí­till Geirmundur í­ þessu lí­ka. Verra en í­slenska lagið.

Belgí­a: Þetta er mjög rólegt og fallegt og yfirvegað og fágað og margt annað jákvætt en voðalega ómelódí­skt og óeftirminnilegt og annað óeitthvað. Minnir helst á í­slenska lagið frá í­ fyrra sem enginn man einu sinni hvað heitir lengur (Heaven). Verra en í­slenska lagið.

Hví­ta-Rússland: Gæðin á upptökunni sem ég heyrði voru mjög slæm svo kannski átti þetta ekki að hljóma eins og Ertha Kitt að syngja með Rickshaw. íkveðin Wild Boys stemming þarna, eflaust undir úkraí­nskum áhrifum. Þetta skorar samt engin stig(lí­klegasti núllarinn). Lélegasta lagið hingað til.

Austurrí­ki: Þetta er tær snilld. Alger sýra. Týrólsk salsa-músí­k með trompeti og jóðli! Arfaslakt lag en skemmtanagildið í­ hámarki. Hrat miðað við í­slenska lagið.

Andorra: Trommusláttur og læti. Hér á augsýnilega að nota trikkið frá úkraí­nu í­ fyrra. Það er samt góður taktur og melódí­a í­ þessu. Austur evrópskt og drungalegt, sví­fur einhver tregi yfir vötnum og svona, drama, fiðlur og trommur. Svakalega Balkan (samt er Andorra ekki á Balkanskaganum og ekki einu sinni í­ Austur Evrópu)! íkaflega svipað og í­slenska lagið.

Þá læt ég þessu Eurovisonbloggi logið en innan tí­ðar mun ég fjalla um Albaní­u, úkraí­nu, Bretland, Tyrkland og Sviss. Eigið góðar stundir þangað til.