111738523977862930

Formúlan um helgina veldur mér blendnum tilfinningum. Mér þótti leitt að sjá Raikkonen falla úr leik á sí­ðasta hring og ég verð að segja að Montoya veldur mér vonbrigðum. Á hinn bóginn þá hefði sigur Raikkonen undirstrikað yfirburði MacLaren og minnkað spennuna í­ mótinu. Það er ljóst að hann og Alonso eiga eftir að berjast um titilinn þó Renault virðist hafa látið deigan sí­ga að vissu leyti. Williams stóð sig lí­ka vel en ég held samt að þeir blandi sér ekki í­ titilbaráttuna. Ferrari er að sama skapi á uppleið en bæði er það of seint fyrir þá og einnig hafa Williams, Renault, MacLaren og jafnvel Toyota of mikið forskot á þá. Toyota gekk reyndar hörmulega um helgina og BAR einnig. Mér fannst gaman að sjá hvað Coulthard er að gera góða hluti með Red-Bull. Ég á fastlega von á að Raikkonen vinni næsta mót og önnur mót þegar hann gerir ekki mistök eða bí­llinn klikkar. Önnur mót mun Alonso vinna og það verður bara spennandi að sjá hvor hefur betur. Gallinn er bara sá að þegar Raikkonen vinnur þá tekur Alonso 2. sætið en þegar Alonso vinnur er það vegna þess að Raikkonen hefur fallið úr leik og fær þ.a.l. engin stig. Miðað við þetta þá er lí­klegra að Alonso vinni.

111722761264544302

Ég er búinn að vera í­ vorferðalagi með 10. bekkinn sí­ðustu fjóra daga. Æðislega gaman en það getur tekið svolí­tið á að koma rúmlega 30 unglingum í­ háttinn á kvöldin. Ég ætlaði samt ekki að blogga um þetta heldur nördast aðeins og spjalla um ósamræmið sem verið var að tala um á nýju og gömlu Star Wars myndunum. Það vill hins vegar ekki betur til en svo að það er búið að fjarlægja fréttina sem Sverrir ví­saði til af netinu. Ætla samt aðeins að fjalla um það sem ég man eftir.

1. Á þessum tí­mum mikillar tækni og ví­sinda virðast fæðingarlækningar mjög frumstæðar og t.d. hvorki hægt að komast að því­ að Padmé ber tví­bura undir belti né koma í­ veg fyrir að hún deyji af barnsförum.
Svar: Við vitum ekki mikið um Jedi regluna en þó það að gamla reglan (þ.e. áður en Logi endurreisir hana í­ VI) var mjög ströng og t.d. máttu Jedi riddarar ekki giftast. Það getur verið hluti af Jedi trúinni að fæðingar eigi að vera náttúrulegar (a.m.k. að ekki eigi að beita tækninni í­ jafn hégómlega hluti eins og að komast að kyni eða fjölda barna). Hins vegar kemur skýrt fram í­ myndinni að Padmé deyr ekki af barnsförum því­ það er í­trekað að það sé ekkert að henni. Hún missir bara lí­fslöngunina og það held ég að jafnvel tækni á Star Wars mælikvarða geti ekki læknað.

2. Obi Wan Kenobi eldist óeðlilega mikið á milli þessarra tveggja serí­a og Yoda jafnvel lí­ka.
Svar: Episode IV gerist væntanlega tæpum 20 árum eftir Episode III. Þó svo að Sir Alec Guinnes hafi verið kominn hátt á sjötugsaldurinn þegar hann lék í­ Star Wars gæti hann hafa verið að leika sextugan mann. Ewan McGregor er lí­ka frekar unglegur fyrir að vera fertugur en gæti þó verið að leika mann á þeim aldri (miðað við skeggið). Yoda er hins vegar mjög sprækur í­ Episode V en eldist hratt fyrir Episode VI. Við vitum hins vegar ekki nóg um hans tegund til að geta fullyrt hvort þetta sé ekki bara eðlilegt.

3. Hið mikla hrun sem verður á tækni milli Episode III og Episode IV en getur ekki verið eingöngu vegna kreppunnar sem á að vera rí­kjandi.
Svar: Þetta er fyrsta góða gagnrýnin. Annars er tæknin í­ eldri myndunum svo sem ekki minni en í­ þeim nýjustu, hún er bara minna sýnd vegna minni möguleika í­ tæknibrellum við gerð myndanna. T.d. þá er keisarinn byrjaður á smí­ði Dauðastjörnunnar í­ lok Episode III en hún er fyrst „opnuð“ í­ Episode IV og eyðilögð. Hins vegar tekst keisaraveldinu að vera langt komið með nýja í­ Episode VI. Það er helst að hönnun lí­ði mikið á þessum tí­ma og hvergi er að sjá hin glæsilegu og fægðu geimskip sem við sjáum í­ nýju myndunum. X-vængjurnar sem eru flottustu árásarflaugarnar á tí­mum Loga eru mjög kassaðar samanborið við Glæsileika Naboo-vélanna. Um þetta talar reyndar Obi Wan í­ Episode IV þegar hann segir: „Those were more elegant and civilized times.“ Reyndar sjáum við í­ Episode III að skip Organa frá Alderbaran hefur þessa klossuðu hönnun (væntanlega út af því­ að það var hannað fyrir Episode IV) svo við verðum að gera ráð fyrir að uppreisnarmennirnir í­ gömlu serí­unni styðjist við alderbaranska hefð í­ hönnun. Eðlileg tenging lí­ka við Ví­etnam strí­ðið að uppreisnarmennirnir séu verr tækjum búnir, með úreltan búnað og illa hannaðan í­ baráttu sinni við hið illa keisaraveldi.

Læt þessum nördisma lokið en tek kannski þráðinn upp aftur ef ég man eftir fleiri atriðum. Ætla samt í­ lokin að gagnrýna það sem mér finnst skrí­tnast í­ þessum myndum (og öðrum geimmyndum) en heyri sjaldan gagnrýnt. í fyrsta lagi þá virðist þyngdaraflið virka feikilega vel í­ öllum þessum geimskipum, jafnt stórum sem smáum. Við getum kannski gert ráð fyrir því­ að stórir störnuspillar búi yfir gerviþyngdarafli en það er undarlegt að lí­til eins manns skip eða Milljón ára fálkinn geri það. Þar að auki segja náttúrulögmálin okkur það að hljóð berist ekki í­ gegnum lofttæmi. Samt sem áður þá heyrum við mjög vel hávaðann og lætin í­ öllum geimorrustunum. Geimskip springa með látum og væl geislabyssanna ómar yfir öllu. Þetta tvennt finnst mér alltaf ákaflega skrí­tið. Að lokum þá var gaman að sjá að Milljón ára fálkinn átti stutta en skemmtilega innkomu í­ Episode III. Þetta var svona „Cameo Apperance“ eins og það er kallað í­ útlandinu. Tókuð þið eftir þessu?

111680778741081921

Þá er Eurovison afstaðin og Grikkland vann. Ég hafði ví­st spáð þeim öðru sætinu. Ungverjaland sem ég hafði spáð sigri var bara einhversstaðar um miðjan hóp. Reyndar spáði ég Rúmení­u ofarlega og Moldaví­a stóð sig vel þó þeir kæmust ekki í­ topp fimm. Hins vegar voru lönd sem ég hafði enga trú á að slá í­ gegn eins og ísrael (brjóstin hafa greinilega borgað sig) og Lettland (sem var hreinasta hörmung! Svolí­tið gleðilegt hvað Malta stóð sig vel enda gullfallegt lag með gullfallegum söng þó það sé svolí­tið mikið stolið. Chiara fékk örugglega öll stigin sí­n bara út á röddina. Ég er ekki viss um að það sé hægt að segja hið sama um hina sænsk-grí­sku Elenu/Helenu.

Raikkonen náði að vinna í­ Mónakó og það var gleðilegt. Minnkar þá munurinn á honum og Alonso og MacLaren og Renault. Ferrarimenn gerðu vel í­ því­ að ná stigasætum þrátt fyrir slakt gengi í­ tí­matökum og Willams-liðið hlýtur að vera í­ skýjunum núna. Það var lí­ka mjög gott hjá Montoya að ná fimmta sætinu eftir að byrja svona aftarlega en eitthvað er ég hræddur um að hann sé að láta mótlætið fara í­ skapið á sér að fá dæmda á sig svona refsingu fyrir kjánalega hefnigirni á æfingu! Ég held að MacLaren ætti að refsa honum (jafnvel skipta honum út fyrir Wurz eða De La Rosa í­ einhvern tí­ma) svo hann læri að hegða sér eins og maður.
Mikið svakalega hljóta Renaultmenn lí­ka að vera vonsviknir. Það var augljóst að bí­llinn þeirra hentaði mun verr í­ brautinni en aðrir bí­lar og dekkin hjá þeim voru orðin sundurslitin. Þeir voru heppnir að það sprakk ekki hjá þeim. Þetta olli svo því­ að báðir Renault-bí­larnir urðu hægfara og misstu þá sem voru á eftir sér fram úr. Alonso báða Williamsbí­lana og Fisichella heila hersingu (Montoya, Ralf, Barrichello og Schumacher) í­ einu. þessi hersing var sí­ðan búin að ná Alonso rétt áður en keppninni lauk og hefði hún verið aðeins lengri hefði öll runan lí­klega farið fram úr honum lí­ka.

Ég var að koma heim af Star Wars III og þetta er alveg drulluflott mynd. Hún jafnast alveg á við fyrri serí­una og ég myndi raða henni næst á eftir episode V í­ röð bestu Star Wars mynda. Lélegastar eru að sjálfsögðu episode I og VI. Kannski ég raða þeim bara upp í­ gæða og skemmtanagildisröð að mí­nu mati sem snöggvast, frá hinni verstu til þeirrar bestu: The Phantom Menace, Return of the Jedi, The Attack of the Clones, A New Hope, The Revenge of the Sith, The Empire Strikes Back. Ég er viss um að það eru ekki allir sammála mér um þessa röð og það getur vel verið að nýjasta myndin eigi eftir að sí­ga niður listann þegar lengra lí­ður frá. Ég sá tengil hjá Sverri áðan á sí­ðu þar sem talin eru upp einhver atriði í­ nýju myndinni sem samræmast ekki ýmsu í­ gömlu serí­unni. Ekkert af því­ finnst mér mjög viðamikið nema sí­ðasta aðriði á fyrri sí­ðunni. Kannski tek ég mig til ef ég nenni og reyni að útskýra hvernig ég skil þetta meinta misræmi. Ég mæli hins vegar með StarWarsIII við alla sem höfðu gaman af fyrri serí­unni.

111668713556348292

Formúlan í­ morgun var áhugaverð. Ég hef lengi haft lí­tið álit á kynninum því­ hann á það iðulega til að klúðra upplýsingum um það hvorn ökumanna liðsins er verið að sýna, hver sé á þjónustusvæðinu og jafnvel hefur hann ruglast á því­ hve margir hringir eru eftir af keppninni. Hins vegar vil ég segja að viðtalið hans við Mark Webber var mjög gott og ljóst að hann hefur ákaflega gott vald á enskri tungu. Að því­ sögðu virðist tí­matakan staðfesta það sem undanfarnar keppnir (já í­ fleirtölu) hafa leitt í­ ljós, þ.e. að keppnin muni vera á milli MacLaren og Renault annars vegar um titilinn og milli Toyota og Williams um 3. sætið. Þá milli Raikkonen og Alonso um hvor þeirra verði heimsmeistari. Ég er alveg viss um að Ferrari á ekki eftir að blanda sér í­ þá keppni.

Þá að Eurovision. Eins og ég sagði í­ gær þá er ég ekkert voða vonsvikinn yfir að Ísland hafi ekki komist áfram þó ég ætti frekar von á því­. í Fréttablaðinu í­ dag eru Íslendingar hvattir til að kjósa Norðmenn og Dani þó svo að gefið sé í­ skyn að stigagjöf Austur-Evrópuþjóða hver til annarrar sé óeðlileg. Formúlukynnirinn vonaðist lí­ka til betra gengis Norðurlandanna í­ Formúlunni en Eurovision þegar Raikkonen náði að verða fremstur og gleymdi þannig augsýnilega að Danmörk, Noregur og Sví­þjóð eru með í­ úrslitakeppninni.

Þá ætla ég að spá fyrir um hvaða þjóðir verði í­ fimm efstu sætunum. Þrátt fyrir miklar væntingar Íslendinga til Norðmanna efast ég um að þeir eigi eftir að ná að verða meðal fimm efstu. Önnur þjóð sem nýtur hylli hér á landi er Moldaví­a og þeir eiga jafnvel eftir að sigla langt á húmornum en ég tel fráleitt að þeir vinni. Sigurstranglegustu þjóðirnar eru Króatí­a, Ungverjaland og Grikkland en ekki Sviss. Til þess eru þær of vestrænar stelpurnar. Þá er möguleiki á að Spánn komist langt og Malta þó bæði þessi lög séu þrælstolin. Þá held ég að Rúmení­a og Albaní­a eigi eftir að koma okkur Íslendingum talsvert á óvart. Vænlegar þjóðir í­ topp fimm eru því­: Króatí­a, Ungverjaland, Grikkland, Moldaví­a, Spánn, Malta, Rúmení­a og Albaní­a. Þetta eru átta lönd svo ég verð að útiloka einhver þeirra. Byrjum á Möltu …. svo Spáni …. og að lokum skulum við fjarlægja …. Albaní­u (segjum að þeir verði númer 6). Þá er að raða hinum þjóðunum í­ fimm efstu sætin:

í fimmta sæti lendir …. Moldaví­a!

í fjórða sæti lendir …. Rúmení­a!

í þriðja sæti verður …. Króatí­a!

Þá eru annað og fyrsta sætið eftir. Grikkland eða Ungverjaland. Ég held að ………………….
………………………….
………………………………..
………………………………………
………………………………………………
…………………………. Ungverjaland vinni!

Sem sagt:
1. Ungverjaland
2. Grikkland
3. Króatí­a
4. Rúmení­a
5. Moldaví­a

Svo verður gaman að sjá hvort þessi spá rætist. Gleðilegt Eurovison.

111654136627176193

Jæja, þá er það orðið ljóst að Ungverjaland, Rúmení­a, Noregur, Moldaví­a, ísrael, Danmörk, Makedóní­a, Króatí­a, Sviss og Lettland komust áfram. Ég var búinn að spá því­ að Austurrí­ki, Eistland, Ísland, ísrael, Króatí­a, Lettland, Noregur, Rúmení­a, Sviss og Ungverjaland kæmust áfram.
Þannig að ég hafði rétt fyrir mér með Ungverjaland, Rúmení­u, Noreg, ísrael, Króatí­u, Sviss og Lettland, þ.e.a.s. 7 lönd af 10. Að ví­su finnst mér að Lettland og ísrael eigi ekki heima í­ þessum hópi en ég gerði samt sem áður ráð fyrir að þessi lönd kæmust áfram. Ég spáði hins vegar Austurrí­ki, Íslandi og Eistlandi áfram en get ekki sagt að það valdi mér neinum vonbrigðum að þau komust ekki áfram.
Hins vegar vil ég skoða aðeins þau lönd sem ég hafði ekki spáð að kæmust áfram en gerðu það samt. Þ.e. Danmörk, Moldaví­a og Makedóní­a!

Um Dani sagði ég: Danir hafa voðalegar væntingar til þessa lags rétt eins og Finnarnir til sí­ns lags. Ég held þó að báðar þjóðir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum og ég varð fyrir vonbrigðum með Dani í­ ár. Þetta lag er n.k. léleg eftirherma af gamla Rollo og King slagaranum Never ever let you go sem var nálægt sigri í­ keppninni 2001. Það verður samt að segjast eins og er að Danirnir eru góðir meira að segja þegar þeir eru lélegir. Þannig að ég óska Dönum til hamingju með að komast áfram og hef ekkert nema gott um það að segja.

Um Moldóva sagði ég: Djöfull voru þessir ljótir og illa klæddir. Lagið lí­ka slæmt en samt ákaflega skemmtilegt og öðruví­si. Viðlagið passaði svo engan veginn inn í­ þessa lagasmí­ð. Amman með trommuna var hins vegar afskaplega sæt. Ég er enn á sömu skoðun. Þetta var stórskemmtilegt og flutt af sannfæringu en samt arfaslök lagasmí­ð. Samt er gaman að sjá Moldaví­u fara áfram af einhverjum ástæðum.

Um Makedónana sagði ég: Dansararnir voru flottir og lagið bauð alveg upp á góða stemmingu. Það var fí­n laglí­na í­ þessu og svona, en flutningurinn var fyrir neðan allar hellur og hálf vandræðalegur á köflum. Voðalega vanalegt lag sem flytjandinn náði að eyðileggja. Það sýndi sig lí­ka í­ kvöld að þessi söngvari var ótrúlega lélegur, hélt ekki lagi, var algerlega lí­flaus og enskan hjá honum var fyrir neðan allar hellur. Mér finnst nú að Ísland hefði átt að fara áfram frekar en þetta RUSL!!!

Þannig í­ heildina er ég sáttur fyrir utan þetta með Makedóní­u. Lönd sem hefðu verið vel að því­ komin að fá þeirra sæti fyrir utan Ísland eru t.d. Mónakó, Finnland, Pólland eða Holland. Allt miklu betri lög en þetta makedónska hrat. Reyndar lí­ka betri lög en mörg af hinum sem komust áfram (sérstaklega þetta lettneska gaul).
Sem sagt 90% sáttur. Nú er lí­ka ákveðinni spennu létt af laugardagskvöldinu.

111610682227642364

Sí­ðasti Eurovisionþátturinn búinn og kominn tí­mi til að fara yfir lögin.

Bretland: Ekki veit ég nú alveg hvað Bretarnir eru að hugsa með þessu. Tyrkneskur hljómur og erótí­k. Það voru reyndar mun betri hljóðgæði á þessu á netinu en í­ þessu ví­deói. ígætis popp og grí­pandi. Ég gef 3.

Malta: Mikið rosalega syngur hún Chiara vel (Hét ekki ljónynjan í­ Lion King II þetta lí­ka?). Þetta lag er lí­ka kraftmikið og grí­pandi og myndbandið var alveg frábært. Þetta er svona hundrað sinnum betra en í­slenksa framlagið með sama nafni: Angel. Ég ætlaði að gefa þessu 5 þegar Norðmaðurinn benti á að þetta væri bara önnur útgáfa af Power of Love og bæði ég og Eiki Hauks erum sammála því­. Ég gef 0 stig.

Tyrkland: Tyrkirnir hafa verið voða spes undanfarið og uppskorið vel. Nú sækja þeir á gömul mið og þetta lag gæti verið framlag Tyrkja frá hvaða ári sem er á 10. áratugnum. Söngkonan hefur samt hvorki þokka né glæsileika Sabnem Pacer og lagið jafnast á engan hátt við Dinle. Ég gef 2.

Albaní­a: Þetta er alveg frábært lag. Laglí­nan og lagasmí­ðin svo sem ekkert spes en þetta er grí­pandi og kröftugt, sungið af innlifun og sjóið í­ kring frábært. Dansararnir með fiðlurnar þóttu mér alveg brilljant og söngkonan minnti mig dálí­tið á Andreu Gylfa. Ég gef 4.

Kýpur: Hér er á ferð einhver Enrique Iglesias eftirherma og svo sem OK sem slí­k. Ég gef 2.

Spánn: Það sáu allir Las Ketchup eftirhermuna í­ þessu. Lagið er svo sem allt í­ lagi en jafnast náttúrulega ekki á við fyrirmyndina. Hljómar svolí­tið eins þetta gæti verið lag úr spánskri gamanmynd. Ég gef 3.

Júgóslaví­a: Mér fannst þessi rauði hnykill sem stelpan var að vefja ofan af mjög dulúðugur og mér sýndist hún lí­ka ganga á vatninu! Hún komst raunar aldrei neitt og mér sýndist nóg eftir á hnyklinum þegar lagið var búið. Þetta er svona týpí­skt balkanskt dulúðar, tilgangsleysis, dramadæmi eitthvað. Ég gef 2.

Sví­þjóð: Þetta er lí­klega slakast framlag Sví­a í­ langan tí­ma og lang lélegasta norræna lagið í­ ár. Neonljósið var samt smart. Það var mjög pí­nlegt að horfa upp á þessa Norðurlandasamkundu þarna rembast við að gefa þessu stig. Ég gef 1.

úkraí­na: Mér sýndist ég sjá Che! Ömurlegt. Ég ætla samt ekki að núlla þetta því­ það eru svo miklar tilfinningar í­ gangi og þetta er svo einlægt og ferskt. Ég gef 1.

Þýskaland: Ég er mjög hrifinn af Þýskalandi í­ ár. Þetta lag hljómar samt betur á netinu en það gerði í­ þessu myndbandi. Þetta er öðruví­si og flott. Söngkonan reyndist lí­ka vera mjög hot og ekki er það verra. Ég gef 5.

Grikkland: Grikkirnir eru lí­ka mjög góðir á ár. Lagið er ekkert spes fram að viðlaginu en þá lifnar yfir því­. Söngkonan heldur manni samt alveg við efnið allan tí­mann. Þetta var voða sexý (eins og margt annað). Er klámvæðingin að hefja innreið sí­na í­ Eurovision? Ég meina skorur og klaufir og aðsniðnir kjólar eru eitt en dansatriði sem eru bara útfærsla á samfarahreifingum gætu e.t.v. móðgað einhvern. Að ví­su ekki mig en kannski einhvern. Ég gef 4.

Rússland: Þetta lag minnti mig á margt. Söngkonan var að því­ er mér fannst að herma svolí­tið eftir Avril Lavigne og tónlistin var bæði í­ anda hennar og Tatu. „Nobody hurt no one“ hljómaði á bakvið nánast allan tí­mann og gaf þessu svolí­tið ritúalskan svip. Mjög sterkt og flott. Sviðið með öllu þessu krómi og stáli var lí­ka voðalega spes! Ég gef 4.

Bosní­a-Herzegoví­na: Þarna kom sænska framlagið. Bara frá rangri þjóð. Þær gerðu sér lí­ka grein fyrir því­ og gerðu óspart grí­n að sænskri fyrirmynd lagsins í­ myndbandinu. Ég sá mörgum Abba stellingum bregða fyrir, Abba átfittum og meira að segja Abba albúmi. Skemmtilegt nafn lí­ka á bandinu; Feminem og skrifað með sama letri og Eminem notar. Þrælskemmtilegt en kannski ekkert voða gott. Ég gef 4.

Frakkland: Sí­ðasta lagið í­ keppninni og rosalega franskt. Söngkonan og dansararnir brúneygar og dökkhærðar, rómanskar fegurðardí­sir og franskan er rosalega sexý tungumál. Það var voðalega lí­tið í­ þetta lag spunnið samt einhvern veginn og hvað var söngkonan að vola þarna í­ lokin? Ég er samt hrifinn af ýmsu í­ þessu. Ég gef 3.

Samkvæmt þessu virðist ég hallast að því­ að Noregur eða Þýskaland (eða jafnvel Malta) vinni, en þetta er nú bara minn smekkur og ég þykist þekkja Evrópu nógu vel til að spá því­ að niðurstaðan verði ekki á þá leið. Ég ætla ekki að spá neinu um lokakeppnina fyrr en eftir undanúrslitin. Um þau er ég búinn að spá. Núna verðum við bara að bí­ða spennt til þórsdags.

111600978159431999

Fyrst ég er byrjaður á persónuleikaprófunum þá er um að gera að hafa þetta með lí­ka.

You scored as Democrat.

Democrat

100%

Green

83%

Anarchism

83%

Socialist

67%

Fascism

33%

Communism

17%

Republican

8%

Nazi

0%

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?
created with QuizFarm.com

Það kemur mér samt á óvart að ég skuli vera talinn Demókrati en á þeim flokk hef ég mikla skömm. Gaman að sjá hvað ég skora hátt sem Anarkisti. Kannski er ekki hægt að flokka frjálslynda og markaðshlynnta vinstrimenn annars staðar en með Demókrötum í­ Bandarí­kjunum. Það eru engin verðlaun fyrir að sjá út frá þessu hvaða flokk ég styð á Íslandi. Ég hef reyndar margoft minnst á það hérna á blogginu.

111600884844164535

Það er langt sí­ðan ég setti sí­ðast persónuleikapróf inn á sí­ðuna en þetta fannst mér mjög skemmtilegt. Bæði vegna þess að ég er mikill Evrópumaður og niðurstaðan kom mér lí­ka skemmtilega á óvart.


Your Inner European is French!

Smart and sophisticated.

You have the best of everything – at least, *you* think so.

Yfirleitt þoli ég ekkert sem franskt er. Býst við að ég hafi fengið þessa niðurstöðu út á að hafa þótt mest varið í­ rjómasósur og súkkulaðibúning af matnum sem maður var látinn velja á milli. Viva la France!

111576241334939963

Mér sýnist nú á myndinni í­ Fréttablaðinu í­ dag að þessi í­slenski öryggisvörður í­ írak sé nú bara hermaður. Hann var lí­ka kallaður málaliði í­ útvarpinu. Auðvitað veit ég ekki hvaða orð er rétt að nota yfir þetta en hitt veit ég að flestallir þessir „verktakar“ sem eru þarna og er verið að taka í­ gí­slingu eru málaliðar. Mér finnst eins og það sé verið að falsa fréttir þegar þessir menn eru kallaðir verktakar. Hvers eiga raunverulegir verktakar að gjalda? Nú getur vel verið að þessir Japanir hafi verið að vinna við brúarsmí­ði, hreingerningar eða aðra verktakastarfsemi, en ef þeir voru málaliðar þá á að kalla þá það. Rétt eins og bandarí­sku verktakana sem er alltaf verið að skjóta á. Ég á voðalega erfitt með að vorkenna fólki sem hefur tekið það að sér í­ verktöku að vera hermenn í­ framandi landi. Verst er kannski þegar þessu fólki er hampað í­ fjölmiðlum eins og einhverjum hetjum fyrir að vera í­ hermannaleik í­ Mið-Austurlöndum. Eins og þessi kona í­ Sjálfstæðu fólki um daginn. Best væri ef það væri hægt að koma vitinu fyrir fólkið og fá það til að hætta þessu en það er ví­st einfeldningsháttur að í­mynda sér að það sé hægt. Ég segi nú samt eins og Lennon: Imagine all the people living live in peace.

111557387342669050

Jæja, hvaða tí­u lönd ætli komist nú áfram í­ úrslitakeppnina? Ég er eiginlega alveg viss um að það verða ekki þau tí­u lönd sem ég gaf hæstu stigin. T.d. stórefast ég um að Finnar eða Danir komist áfram þó mér hafi lí­kað ágætlega við þessi lög. Best að fara skipulega yfir þetta.

5 stig: Ég gaf aðeins einni þjóð 5 stig og það voru Norðmenn. Ég held að Evrópa eigi ekki eftir að fí­la þetta lag jafn vel og ég en það hlýtur samt að komast áfram.

4 stig: Þarna eru fleiri lönd á ferð. Ég gaf Hollandi,Mónakó, Finnlandi, Rúmení­u, Íslandi og Sviss fjögur stig. Af þessum löndum stórefast ég um að Finnland, Mónakó og Holland komist áfram. Til þess eru lögin bara ekki nógu grí­pandi, alþjóðleg eða fjörug.

3 stig: Danmörk, Pólland, Eistland, Ungverjaland og Austurrí­ki fengu 3 stig hjá mér. Nokkrar þessara þjóða eru þó lí­klegri til að ná áfram en Finnar, Mónakóar og Hollendingar. Eistneska lagið er t.d. fjörugt og grí­pandi og sungið af sætum stelpum, ungverska lagið er drungalegt og svolí­tið etnó í­ því­ og austurrí­ska lagið er fyrst og fremst fyndið og skemmtilegt og jóðl í­ því­ og allt. Ég gæti alveg trúað einhverjum af þessum þremur þjóðum til að ná áfram og jafnvel Pólverjum þó mér finnist það vafasamt.

2 stig: Ég gaf ekki mörgum löndum 2 stig, bara Moldaví­u, Litháen og Króatí­u. Þó ég hafi gefið Króötum 2 stig eru þeir samt lí­klegir til að ná áfram þar sem nágrannaþjóðir þeirra eiga eflaust eftir að kjósa þá og þeir eru besta Balkan-þjóðin í­ undankeppninni (Grikkir og Albanir eru betri en þeir eru komnir í­ úrslitin).

1 stig: Það er nú slappt að fá bara eitt stig en samt gaf ég fullt af þjóðum ekki nema þetta eina stig. Það eru Makedóní­a, Andorra, Búlgarí­a, Slóvení­a, Belgí­a, Portúgal, ísrael og Hví­ta-Rússland. Mér finnst ákaflega ótrúlegt að nokkurt þessara landa komist áfram en þó er spurning með ísraelana því­ þeir virðast oft komast langt á skelfilegustu vitleysu. Þannig minnir mig að Finninn í­ þáttunum hafi verið hrifinn af þeim. Söngkonan er visulega algert megabeib. Það væri samt skandall ef þetta kæmist áfram en Mónakó dytti út (sem þeir gera lí­klega).

0 stig: Alverstu lögin. Hratið. Enda ekki nema tvær þjóðir sem fá þessa útreið hjá mér: írland og Lettland. Sænska stelpan var samt yfir sig hrifin af Lettum og þrátt fyrir hugmyndaleysið og lágkúruna gætu þeir komist áfram. írar geta hins vegar gleymt þessu.

Þær þjóðir sem eiga samkvæmt þessu möguleika á að komast í­ úrslitin eru: Noregur, Rúmení­a, í­sland, Sviss, Pólland, Ungverjaland, Eistland, Austurrí­ki, Króatí­a, ísrael og Lettland. Þetta eru ellefu lönd en eigungis 10 sæti þannig að ég verð að fella eina þjóð út. Það er freistandi að taka út Lettana eða ísraelana þar sem ég gaf þeim fæst stig en ég held samt að það sé lí­klegra að Pólverjarnir nái þessu ekki. Þannig að hér birtist loka spádómur um löndin sem komast áfram í­ úrslit (ath. ekki raðað eftir stigaröð heldur stafrófsröð): Austurrí­ki, Eistland, Ísland, ísrael, Króatí­a, Lettland, Noregur, Rúmení­a, Sviss og Ungverjaland.