111972876392899965

Þá er kominn laugardagur og leiklistarhátí­ðin er að verða búin. Ein sýning á morgun og þá er öllu lokið. Við settum Taktu lagið Lóa upp tvisvar á fimmtudaginn og báðar sýningarnar tókust nokkuð vel. Við fengum lí­ka ágætis gagnrýni, þ.e. við leikararnir en leikstjórinn var rakkaður niður að því­ er mér fannst að mörgu leiti óverðskuldað. Sérstaklega fannst mér þetta leiðinlegt þar sem leikstjórinn var ekki á staðnum til að svara fyrir sig. Ég er sjálfur búinn að sjá nokkrar sýningar og þær hafa allar haft upp á nokkuð að bjóða.

Fyrst sá ég leikritið Dýragarðssaga í­ leikstjórn Halldórs Magnússonar. Fjallar um fjölskylduföður sem situr í­ Central Park og er að lesa í­ bók þegar undarlegur einstæðingur kemur og fer að tala við hann upp úr þurru. Leikararnir tveir, Gunnar Björn Guðmundsson og Guðmundur Lúðví­k Þorvaldsson, voru mjög góðir. Leikstjórnin lí­ka flott og sviðsmyndin mjög skemmtileg. Leikverkið sjálft höfðaði hins vegar ekki til mí­n og satt best að segja fattaði ég ekki alveg pælinguna og fannst endirinn mjög klisjukenndur, en kannski er ég bara svona einfaldur.

Svo sá ég Memento Mori sem fjallar um hóp ódauðlegra vera sem hafa dregið sig í­ hlé frá samfélaginu og það rót sem kemur á tilveru þeirra þegar einn úr hópnum deyr! Mjög kraftmikið og flottar pælingar í­ gangi, rosalega flott atriði og áhrifarí­k, allir leikararnir stóðu sig að mí­nu mati mjög vel. Ég hafði áhyggjur af því­ í­ upphafi að þetta væri allt of artý fartý og listrænt fyrir minn smekk en svo reyndist ekki vera og ég hafði mjög gaman af þessu.

í gær sá ég lí­ka Daví­ð Oddsson Superstar. Það sást vel að þetta er reynsluminnsti hópurinn og verkið ber lí­ka merki ákveðins barnaskapar og einfelldni. Krafturinn í­ hópnum og meiningin í­ verkinu, ádeilar og skoðanirnar vega þetta hins vegar mjög vel upp. íreiðanlega frumlegasta sýningin sem ég sá og sú ferskasta en lí­ka kannski sú sem höfðaði minnst til mí­n persónulega.

í dag fór ég svo að sjá Allra kvikinda lí­ki sem er byggt á breskum teiknimyndasögum um Jóa og hundin hans Júdas. Mjög skemmtilegt leikrit með alveg frábærum svörtum húmor. Ég held að þetta sé sú sýning sem mér hefur fundist skemmtilegust. Leikararnir góðir og umgjörðin mjög skemmtileg.

Á morgun ætla ég svo að fara og sjá Náttúran Kallar en í­ kvöld er lokahóf úti í­ Freyvangi. Þangað ætla ég ekki því­ ég tí­mi ekki að borga 3.000,- kr. fyrir að fá að sitja í­ salnum í­ Freyvangi og borða pottrétti og hlusta á einhverja hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt minnst á áður.

111931888782301581

Ég er búinn að vera að lesa um formúlukeppnina á sunnudaginn út um allt á netinu. Þar skiptast menn í­ tvo hópa, þann sem sakar Ferrari og FIA fyrir ósveigjanleika og hinn sem sakar Michelin (og jafnvel Michelin-liðin sem mér finnst ómaklegt) fyrir að hafa ekki getað útbúið rétt dekk fyrir brautina og ekki einu sinni áreiðanleg varadekk. Báðir hópar sýnast mér hafa nokkuð til sí­ns máls en þrátt fyrir það er ég enn á þeirri skoðun að allir hafi tekið rétta ákvörðun. Það getur vel verið að reglum hafi verið breytt fyrir Bridgestone einhverntí­man þegar rigndi of mikið fyrir þeirra dekk og keppni verið sett af stað á eftir öryggisbí­l þangað til brautin þornaði nóg fyrir Bridgestonedekkin. Það var rangt þá og réttlætir ekki að gera í­vilnanir núna fyrir Michelin sem væri alveg jafn rangt. Þess vegna tel ég að það sé ekki hægt að refsa neinum fyrir það sem gerðist. Michelin-liðin hafa örugglega fengið næga refsingu í­ því­ að missa af stigunum. Best væri kannski í­ stöðunni að refsa Michelin-framleiðandanum með því­ að láta hann endurgreiða aðgöngumiðana.

Ég hef verið að hugsa aðeins um það sem Halldór ísgrí­msson sagði um endurskipulagningu stjórnsýslunnar og verð að segja að aldrei þessu vant þá er ég sammála honum. Mér er samt til efs að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi geti samþykkt verulega fækkun ráðuneyta. Ekki nema e.t.v. kæmi til e-s konar aðstoðarráðherrar í­ hvert ráðuneyti. Þessa endurskipulagningu held ég að væri skynsamlegt að gera í­ tenglsum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þar tel ég mikilvægast að skerpa á sjálfstæði hvers valdssviðs, þ.e. framkvæmda-, löggjafar- og dómsvaldi þannig að við losnuðum við þetta ráðherraræði sem er rí­kjandi hér á landi þar sem framkvæmdavaldið ræður þessu öllu. Það heyrir t.d. til undantekninga ef lög frá Alþingi koma ekki beint frá ráðherrunum. Þá gætum við lí­ka kannski raunverulega farið að kjósa okkur rí­kisstjórnir.

Jafnréttislög „barn sí­ns tí­ma“ eru talsvert til umfjöllunar núna og Félagsmálaráðherra ætlar að láta athuga hvers vegna þau hafa ekki borið árangur. Það þarf lí­tið að rannsaka það. Þau hafa ekki borið árangur vegna þess að það er ekki farið eftir þeim. í raun á alltaf að taka tillit til jafnréttissjónarmiða þegar lög eru sett, ráðist í­ framkvæmdir eða ráðið í­ stöður, orður veittar o.s.frv. Vandinn er sá að það hugsar enginn út í­ þetta fyrr en eftirá þegar þeim er bent á hve kynjunum er mismunað hvað þessi mál varðar. Ef Alþingi samþykkti aldrei lög nema í­huga fyrst hvaða áhrif þau hafa á stöðu kynjanna, engar stöður væru veittar nema fyrst væri búið að athuga hvernig hægt væri að jafna stöðu kynjanna og í­ engar framkvæmdir ráðist nema búið væri að athuga hvort þær hefðu einhver áhrif á jafnréttið þá væri þetta vandamál ekki til staðar. Það er hins vegar ekkert skrýtið að strákaklúbburinn sem sá ekkert athugavert við að henda Siv úr Stjórnarráðinu skuli ekki fatta þetta.

111921346705824777

Formúlan í­ dag var mjög undarleg. Kynnafí­flið var alveg brjálaður yfir að allir ökumenn á Michelin hættu keppni strax í­ upphitunarhring en Rúnari Jónssyni tókst að tala vit í­ hann meðan á keppninni stóð (heitir hann ekki annars örugglega Rúnar Jónsson?). Sjálfum finnst mér að allir sem þarna komu að máli hafi tekið rétta ákvörðun. Það var rétt hjá þeim liðum sem keppa á Michelin að hætta keppni ef það er rétt að dekkin hafi verið stórgölluð og þ.a.l. stórhættuleg. Það var lí­ka rétt hjá Ferrari að vera stí­fir á því­ að færið væri að öllum reglum og ekki leyft að Michelin-liðin fengju ný dekk. Við skulum muna að öll stig skipta máli á tí­mabilinu og þarna gátu Ferrarimenn gulltryggt sér 1. og 2. sætið og auðvitað gerðu þeir það. Annað hefði verið fáránlegt. Eins er fullkomlega skiljanlegt að Jordan og Minardi skyldu keppa til enda enda ekki á hverjum degi sem þessum liðum bjóðast nánast pottþétt stig. Þeir einu sem koma illa út úr þessu að mí­nu mati er Michelin dekkjaframleiðandinn sem augsýnilega hefur gert grafalvarleg mistök fyrir þessa keppni.

111905394296883290

Ég átti afmæli í­ gær
Ég átti afmæli í­ gær
Ég átti afmæli sjálfur
Ég átti afmæli í­ gær

Kallinn bara orðinn 34 ára og satt best að segja þá finnst mér ég vera mun fullorðnari í­ dag en í­ fyrradag. Ég fékk bókina A Hat Full of Sky frá strákunum og Gullu. Sumarfrí­ið gengur lí­ka vel þó ég hafi ekki verið eins duglegur að undirbúa í­slenskuverkefnin fyrir 7. bekkinn næsta vetur og ég ætlaði að vera. Það lí­tur lí­ka vel út fyrir mí­na menn í­ formúlunni og tí­mabilið í­ ár virðist ætla að verða spennandi. Ég er búinn að kaupa bjór fyrir helgina og ætla að skipuleggja þrifin á bí­lnum þannig að ég nái að horfa á keppnina á sunnudaginn. Það er voðalega lí­tið að gerast í­ þjóðfélaginu núna sem ég nenni að blogga um.

111879014315881466

Bjössi mágur og Anna Lára eignuðust dóttur kl. 15:30 í­ dag. Strákrnir eru voða spenntir að fá að sjá nýju frænkuna sí­na en viðgerðin á bí­lnum er svo dýr að við verðum að fresta suðurferð um sinn. Við ætlum náttúrulega á Duran Duran tónleikana 30. júní­ svo þeir verða að bí­ða þangað til þá.

111861651002989308

Þá er maður bara kominn í­ sumarfrí­. Það er nú samt búið að vera nóg að gera. Fyrsti eiginlega frí­dagurinn var í­ dag. Fór með strákana í­ Sandví­kina og þar höfðum við það næs með tengdaforeldrunum, Jóa mág og kærustunni hans fram á kvöld. Náði samt að horfa á formúluna með Faxe Red mér í­ hönd.
Það var leiðinlegt að sjá Montoya dæmdan úr leik en hann fór ví­st út af þjónustusvæðinu á rauðu ljósi og það má ekki. Kannski hann hafi ekki séð ljósið en mér finnst þetta einhvernveginn benda til ákveðinna persónuleikavandræða hjá honum eins og önnur atvik sem hafa ví­st átt sér stað fyrr á árinu. Fí­flaskapur á æfingum og eitthvað svoleiðis. Raikkonen vann og það var gott. Lí­ka gaman að sjá hvað Ferrari-menn voru sprækir. Að ví­su duttu Renault ökumennirnir úr leik en þetta bendir þó allt til þess að tí­mabilið í­ ár verði meira spennandi og skemmtilegra en undanfarin ár.
Núna er ég kominn heim og sit með rauðví­nsglas við tölvuna. Gulla farin til Hvammstanga í­ nokkra daga og ég er einstæður faðir á meðan. Svo ætlum við suður á 17. júní­ í­ höfuðborginni og djamm með gömlum Hvammstenglum í­ Sandgerði. Ef viðgerðin á bí­lnum verður ekki of dýr. Ef það fara einhverjir tugir þúsunda þar þá verður bara 17. júní­ hér á Akureyri og ekkert djamm. Sjálfum er mér nokkurn veginn sama en ég veit að strákarnir eru búnir að hlakka til að komast suður til afa og ömmu og Bjössa frænda.
BBíB!

111817063156732238

Stórfrétt í­ fréttatí­manum áðan að nýi páfinn hefur nákvæmlega sömu fordóma og sá gamli!
Núna eru tveir dagar eftir af skólanum og ég er að velta því­ fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér í­ sumarfrí­inu. Er að pæla í­ að útbúa eitthvað námsefni fyrir 7. bekkinn sem ég á að fara að kenna. Skömm hvað það er til lí­tið af markvissu námsefni fyrir þetta aldursstig.
Gulla er á starfsmannafundi núna og í­ kvöld er hún að fara í­ saumaklúbb svo það lí­tur út fyrir að ég sé bara einstæður faðir í­ dag. í tilefni af því­ ákvað ég að nenna ekki að elda kálbögglana sem ég hafði ætlað að gera heldur steikti brauð, beikon og egg. Það finnst strákunum fyrirmyndarmatur og mér reyndar lí­ka.
Ég heyrði því­ fleygt að einhverjir hægri menn í­ Reykjaví­k vilji fá Kristján Þór suður til að leiða D-listann í­ næstu borgarstjórnarkosningum. Verði þeim að góðu!
Ég var Litla Ljót í­ skólanum í­ dag. Það var bara nokkuð gaman.

111798879140638304

Það er ví­st Sjómannadagurinn í­ dag. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var á leið á Glerártorgið að kaupa plaststóla í­ skotið á bakvið hús. ístæðan var sú að mér varð á að kveikja á útvarpinu og heyrði þar einhvern framagosann mæra kvótakerfið í­ hástert. Man að það urðu einhverjar umræður einhversstaðar vegna einhvers ræðumanns á Sjómannadaginn einhverntí­mann. Maður sem var landskunnur andstæðingur sjómannaforrystunnar og hafði tekið þátt í­ því­ sem Alþingismaður að setja lög á sjómenn átti að halda hátí­ðarræðuna.
Þetta fyrirbæri er þó ekki einstakt fyrir sjómenn. Nú um daginn voru í­slensku Menntaverðlaunin afhent og þá komu kennarar hvaðanæva að af landinu skrí­ðandi til að þiggja klapp frá sömu hendi og skrifaði undir lög gegn þeim fyrir áramót. Stjórn BKNE (sem ég er hluti af) hefur lí­ka boðið yfirmanni skóladeildar Akureyrar að flytja ávarp á væntanlegu haustþingi. Það er maðurinn sem atti aðstoðarmönnum sí­num á foraðið og hélt því­ fram að kennarar landins væru að steypa ungdómnum í­ eiturlyfjaneyslu og jafnvel stuðla að aukinni tí­ðni sjálfsmorða með verkfallsaðgerðum sí­num (já, ég geri mér grein fyrir því­ hversu viðurstyggilega ósmekklegt þetta er en það gerði viðkomndi lí­klega ekki). Þessi maður á sem sagt að fá að ávarpa haustþing kennara á Norðurlandi eystra.
Það eru fleiri duglegir að kyssa vöndinn en sjómenn.
Þetta minnir mig á að Menntamálaráðherra sá sér ekki fært að ávarpa Kí-þingið heldur sendi aðstoðarmann sinn í­ staðinn. Þetta þótti flestum merki um að ráðherrann væri gunga. Sjálfum fannst mér í­ hæsta máta óeðlilegt af Kí að bjóða menntamálaráðherra á þingið eftir það sem á undan var gengið og er hjartanlega sammála ákvörðun hennar að koma ekki. Menn eiga ekki að láta eins og svona átök og kjarabarátta sé eins og hver annar fótboltaleikur og svo séu menn bara vinir á eftir. Þegar um er að ræða lí­fsviðurværi mitt og ásakanir um að leiða unglinga út í­ fí­kniefnaneyslu þá er ég hvorki til í­ að fyrirgefa mönnum það né umgangast þá ótilneyddur.