112060950454305396

Rosalega lagði að mér skelfilegan kjánahroll þegar ég horfði á kynninguna á Kastljósinu í­ fréttunum í­ kvöld. Svo svakalegan að ég treysti mér ekki til að horfa á sjálfan þáttinn. Ég meina, ég leið lí­kamlegar kvalir og allt, í­ alvöru! Merkilegt hvað RúV mistekst alltaf þegar reynt er að vera með létta stemmingu og glens þar á bæ. Það verður bara kjánalegt, stí­ft og vandræðalegt. Samt tekst þeim þetta alveg ágætlega á Stöð 2.

Á Stöð 2 í­ morgun var viðtal við mann frá JPV forlagi sem var að selja sjálfshjálparbók. Þar var lí­ka fenginn sálfræðingur til að tala við hann sem var sammála öllu sem hann sagði. Það kom mjög greinilega fram hvað bókin hét, eftir hvern hún væri, hver væri að gefa hana út o.s.frv. Á talstöðinni í­ hádeginu var svo verið að tala um mikilvægi þess að hafa skýr skil á milli auglýsinga og ritstjórnarefnis í­ fjölmiðlum, sérstaklega í­ ljósi nýja konublaðs Frjálsrar Verslunar þar sem málsmetandi konur gátu ví­st keypt sér viðtal með því­ að fjárfesta í­ nógu stórri auglýsingu í­ blaðinu. Þar lýsti fulltrúi 365 ljósvakamiðla því­ hátí­ðlega yfir að svona vinnubrögð tí­ðkuðust ekki lengur hjá fyrirtækinu. Yeah, right!

Það er í­ tí­sku að ráðast á Orkuveitu Reykjaví­kur fyrir alls kyns uppátæki, s.s. Lí­nu.Net, risarækjueldi o.s.frv. Nú sí­ðast vegna þess að þar á bæ hafa menn uppi plön um að byggja sumarbústaði á landi sem Orkuveitan þarf að eiga vegna jarðhita og selja þá. Þetta finnst fólki fáránlegt; að OR sé að byggja sumarbústaði og selja! Rökin gegn þessu eru þau helst (ein) að OR eigi ekki að standa í­ óskyldum rekstri, nær sé að selja landið en halda eftir nýtingarréttinum á jarðhitanum. Sjálfur efast ég um að það sé raunhæft. Landeigandi hlýtur alltaf að eiga þau hlunnindi sem jörðinni fygja og jafnvel þó slí­kum rétti sé haldið eftir hlýtur það einungis að vera tí­mabundið. Mér sýnist þetta vera mjög sniðug lausn til að tví­nýta landið, jarðhitann neðanjarðar og sumarbústaðina ofanjarðar.
Mér finnst reyndar lí­ka eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfir sig í­ að reka veitur (rafmagns- og hitaveitur) lí­ti á það sem eðlilegan hluta af starfseminni að reka lí­ka upplýsingaveitu (ljósleiðaranet), þar að auki held ég að öll fyrirtæki, sama hvað þau framleiða, myndu taka þátt í­ því­ að þróa nýjar leiðir og aðferðir við að nýta afurð þeirra. Frystihús taka þátt í­ því­ að þróa nýja fiskrétti og neytendapakkningar, álfyrirtæki taka þátt í­ því­ að rannsaka nýjar leiðir til að nýta ál í­ ýmsar vörur og Orkuveitan tekur þátt í­ því­ að kanna nýjar aðferðir við að nýta heitt vatn, t.d. með risarækjueldi. Allt fullkomlega eðlilegt. Það sem mér finnst ekki eðlilegt er að eyða formúum í­ að byggja þessa gí­gantí­sku, kolsvörtu skipsbrú uppi í­ írbæ sem er eins og klippt út úe einhverri Star Wars myndanna!

P.S. Ég er í­ góðum fí­ling.