113129322845443108

Þá eru prófkjörin búin. Ég fór og kaus í­ prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri. Það slæma við það var að maður hafði fengið frekar litla kynningu á frambjóðendum nema í­ einhverjum smábæklingi sem barst hingað. Sumir sendu tölvupóst og SMS með hvatningu um að mæta á kjörstað en engri sérstakri kynningu um hvað þeir ætluðu að berjast fyrir. Það var gaman að í­ fjórum efstu sætunum (sem var bindandi kosning í­) lentu þrjár konur og þar af ein 23 ára gömul sem gaf kost á sér sem fulltrúi unga fólksins. Reglurnar eru hins vegar þannig að það verða að vera tveir karlar og tvær konur í­ fjórum efstu og því­ datt Margrét hin unga útaf lista. Þannig getum við séð að kynjakvótar virka nú lí­ka stundum gegn konum en alltaf til að jafna stöðu kynjanna.
Það var meiri spenningur í­ samfélaginu fyrir prófkjöri sjálfstæðismanna í­ Reykjaví­k. Það eru svona blendnar tilfinningar hjá mér gagnvart úrslitunum. Vilhjálmur er lí­klegri en Gí­sli til að geta unnið borgina til baka, sérstaklega eftir hörmulega frammistöðu R-listans í­ skipulagsmálum og afar kjánalega sundrungu þeirra. Steinunn Valdí­s er ekki lí­kleg til að leiða Samfylkinguna til sigurs og Jóns Stefán hefur held ég ekkert fylgi meðan hann hefur ekki Hrannar B. Arnarsson til að bera sig saman við. Ætli Helgi Hjölvar verði ekki bara fenginn aftur í­ borgarmálin til að redda þessu? Eða Össur? Það vantar svolí­tið kjörsexý fólk þarna. Ætli fólk sem er ósátt við R-listann en getur ekki hugsað sér að koma Sjálfstæðisflokknum til valda aftur neyðist ekki til að kjósa Frjálslynda flokkinn í­ kosningunum.