113733723535658303

@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/main.css);
@import url(http://www.blogger.com/css/navbar/1.css);
div.b-mobile {display:none;}

 

Ég var að klára að lesa Eragon. Fyrirfram hafði ég ekki miklar væntingar til þessarar bókar. Hafði heyrt að hún væri helst merkileg fyrir þær sakir að höfundurinn hóf ritun hennar þegar hann var 15 ára og væri nú 19. Ég man samt eftir að hafa lesið Carpet People eftir Terry Pratchett sem mig minnir að hann hafi skrifað 17 ára og er sönnun þess að táningar geta vel skrifað læsilegar bækur og það er einmitt það sem hægt er að segja um Eragon. Hún er ákaflega læsileg. Þá á ég við að hún tapar sér aldrei í­ aukaupplýsingum, málalengingum eða öðrum leiðindum sem enginn nennir að lesa, málfarið er þægilegt og atburðarásin er hröð og spennandi en svona bókum sem gerast í­ tilbúnum ævintýraheimum hættir oft til að verða langdregnar þegar höfundurinn vill koma að alskyns upplýsingum sem lesandinn hefur enga löngun til að lesa (Tolkien fór þá leið að setja allt slí­kt í­ viðauka aftan við Hringadróttinssögu). Fyrir okkur sem höfum áhuga á svona fantasí­uskáldskap er Eragon því­ mjög skemmtileg bók. Hins vegar ber hún litlum þroska höfundar merki, hvort sem það er vegna aldurs eða annars. Þannig eru mjög fáar hugmyndir í­ henni frumlegar og flestum reyndar stolið frá öðrum höfundum. Lí­kindi söguþráðarins og aðalpersónunnar við StarWars Episode IV eru sláandi. Svo sláandi að ef George Lucas hefði ekki sjálfur stolið þessu úr hinum og þessum þjóð- og goðsögum myndi hann lí­klega kæra höfundinn fyrir ritstuld. En e.t.v. geta ekki allir safnað saman söguþræði héðan og þaðan, goðsagnaverum s.s. drekum o.s.frv., hugmyndum um eðli galdursins o.þ.u.l. þannig að úr verði skemmtileg saga. Það er einmitt það sem Eragon er, skemmtileg saga. Vonandi á Christopher Paolini eftir að skrifa meira og þá byggja frekar á eigin hugmyndum en annarra. Mig grunar að það yrði verulega góð bók því­ strákurinn er fær sögumaður. Það verður ekki frá honum tekið. Posted by Picasa