114332074628991035

Tvær formúla 1 keppnir búnar og ég er ekki búinn að blogga neitt um formúluna! Fyrstu tvær keppnirnar lofa góðu en þó lí­tur út fyrir að Renault hafi nokkra yfirburði svona í­ upphafi móts. Ég vona bara að hin liðin nái þeim svo þetta verði ekki of einhæft. McLaren virðist samkeppnishæft ef Raikkonen nær sér á strik Montya hefur gengið ágætlega. Ferrari virðast vera búnir að ná sér eftir hörmulegt ár í­ fyrra og BAR-Honda gæti lí­ka blanndað sér í­ þetta. Lí­klega samt frekar baráttuna um annað sætið en það fyrsta. Ég hef litla trú á Williams-BMW þó þeim hafi gengið þokkalega svona framan af. Nú er bara að vona að Massa og Raikkonen fari að sýna hvað þeir geta svo við fáum almennilegan slag um fyrsta sætið.

114323710284041626

Hvað þekkir maður nemendur sí­na vel? Ég hélt að ég þekkti mí­na nokkuð vel (geri mér grein fyrir að þau eru ekki öll algerir englar) en undanfarið hefur verið einhver undarleg umræða í­ gangi varðandi undirheima Akureyrar o.s.frv. Ég ákvað því­ að fara á netflakk í­ kvöld og reyna að hafa upp á þessum nemendum og athuga hvað þeir eru að pæla. Ég fann meira að segja nokkra og vitið þið bara hvað? Þau eru nokkurn veginn eins og ég bjóst við. Voðalega mikið um pælingar um hver sé með hverjum, hvað þeir eru að gera, fótbolta og handbolta, gelgjuhúmor (á stundum nokkuð skondinn) o.s.frv. Hjá einum var meira að segja ljóðahorn með frumsömdum ljóðum og hjá öðrum bara nokkuð heimspekilegar vangaveltur um tí­skuna o.s.frv. Þetta eru sem sagt allt alveg dásamlegir krakkar þó svo þau eigi sí­nar veiku hliðar eins og allir. Ég ætla að linka á tvo þeirra en þið megið alls ekki fara að kommenta hjá þeim eða eitthvað. Djí­í­í­s – men þa’r gegt hallærislegt eikkað! (Stafsetningin hjá þeim er meira að segja yfirleitt í­ ágætu lagi). 🙂

114236886018038859

Athafnasemin hefur verið yfrið næg sí­ðustu daga. Kardimommubærinn gengur fyrir fullu húsi helgi eftir helgi og í­ þessari viku er von á gagnrýni í­ Morgunblaðinu. Ég vona náttúrulega að eitthvað verði minnst á Pylsugerðarmanninn þó hann sé auðvitað ekki í­ burðarhlutverki.

Ólafur Loftsson, formaður FG, kom í­ heimsókn hingað norður í­ sí­ðustu viku og ég fór með hann í­ skólaheimsóknir í­ Glerárskóla, Valsárskóla, Hafralækjarskóla og Borgarhólsskóla ásamt Helenu varaformanni. Sí­ðan héldum við mjög góðan fund á Húsaví­k um stöðu og stefnu kennarastarfsins. Það voru ekki margir fundarmenn en þeir sem komu gerðu góðan róm að. Nú er ársfundur FG á freysdag og ég því­ á leiðinni suður.

Sem er skemmtileg tilviljun því­ von er á pabba og mömmu í­ bæinn sama dag en þau ætla að vera hér um helgina og sjá mig og Dag í­ Kardimommubænum. Eitthvað tefst að Kári sjái hann því­ hann er að fara suður í­ æfingabúðir í­ Tae kwon Do á freysdaginn og hann kemur ekki heim aftur fyrr en á sunnudeginum.

Það er því­ nóg að gera og þar að auki er ég að setja upp leikrit með leiklistarvalinu í­ skólanum og þar er lí­ka allt á fullu. írshátí­ð framundan með stuttmyndadögum og svona.

BBíB.

114123537885372653

 Ég ætlaði nú varla að þekkja hann bróður minn á þessari mynd enda sjaldan séð hann ólí­kari sjálfum sér. Nýjustu fréttir herma reyndar að hann sé enn með „lookið“. Það verður gaman að sjá hvort hann endist eitthvað í­ þessu. Posted by Picasa

114120283549939103

Allt í­ einu mundi ég eftir málefni sem ég þarf að blogga um. Þ.e.a.s. stytting náms til stúdentsprófs:
Ef ég man rétt þá byrjaði þetta allt saman með einhverri úttekt VR eða SI fyrir þó nokkuð löngu sí­ðan þar sem sýnt var fram á hversu þjóðhagslega hagkvæmt það væri fyrir samfélagið að stytta námstí­mann um eitt ár. Sí­ðan gerið ekkert í­ þeim málum fyrr en núverandi menntamálaráðherra tilkynnti um fyrirætlanir sí­nar um að gera framhaldsskólann að þremur árum. Þessu mótmæltu samtök kennara og þá fyrst og fremst á þeirri forsendu að stytting á námi væri skerðing. Hins vegar ætti að sní­ða kerfið þannig til að nemendur ættu þess kost að flýta sér í­ námi og klára á styttri tí­ma. Þetta fyrirkomulag er reyndar þegar fyrir hendi í­ framhaldsskólum en mætti reyna að koma á í­ grunnskólum í­ meira mæli. Einnig bentu kennarar á að reyna ætti að gera skil milli framhaldsskóla og grunnskóla meira fljótandi þannig að nemendur hæfu framhaldsskólanám þegar þeir hefðu til þess nægan undirbúning hvort sem það væri eftir 8, 9, 10 eða jafnvel 11 ára grunnskólanám. Með þessu móti ætti að vera hægt að gera öllum þeim sem hafa til þess forsendur að klára nám til stúdentsprófs á styttri tí­ma en núverandi kerfi það kleift.
Þetta leist menntamálaráðherra augsýnilega ekki á og verður að álykta sem svo að hin þjóðhagslega hagkvæmni sem búið var að reikna út spili þar stóra rullu og svo kannski lí­ka að í­ þriggja ára framhaldsskóla þarf lí­klega 25% færri kennara en í­ fjögurra ára framhaldsskóla.
Það sem mér þykir verra við þetta mál allt saman er hvernig reynt er (og hefur að einhverju leiti tekist) að etja grunn- og framhaldsskólakennurum saman. Framhaldsskólakennarar halda því­ fram að grunnskólakennarar ráði ekkert við að kenna byrjunaráfangana úr framhaldsskólunum og grunnskólakennarar móðgast (enda stendur ekki til að þeir kenni grunnáfangana. Einstaka viðfangsefni á að færa niður í­ 10. bekk og þá helst þau viðfangsefni sem eru þar fyrir og eru endurtekin í­ þessum byrjunaráföngum).
Sí­ðan heyrast þau viðhorf og þá helst frá sjálfsskipuðum sérfræðingum í­ viðhorfsgreinum í­ Fréttablaðinu að á miðstigi grunnskóla sé ekkert nema endurtekningar og ónámsefnistengd vinna sem megi sleppa og færa þess í­ stað námsefni niður. Það sem þessir spekingar eiga sammerkt er að vita nákvæmlega ekkert um vitþroska barna og kennslufræði. Samt hlýtur reynsla þeirra að vera sú sama og nánast allra annara að það læra börnin sem fyrir þeim er haft, þ.e. endurtekning er besta kennsluaðferð sem mörgþúsundára reynsla hefur fært okkur, auk þess sem börn hafa ekki vitþroska til að fást við námsefni unglingastigs þegar þau eru yngri. Allar tilraunir í­ skólum til að færa t.d. málfræðikennslu 8. bekkjar niður í­ 7. bekk hafa mistekist og endað með því­ að það þarf að endurtaka allt efnið í­ unglingadeildinni. Vissulega ráða einstaka nemendur við þetta og hugmyndir kennara um fljótandi skil milli skólastiga eiga einmitt að veita þeim nemendum tækifæri til að ráðast í­ flóknari viðfangsefni fyrr og halda áfram í­ námi (ekki klára samræmdu prófin í­ einstaka fögum í­ 8. – 9. bekk og sitja svo aðgerðarlausir í­ viðkomandi fögum þangað til grunnskólagöngu lýkur).
Mí­n skoðun er sú að það sé í­ sjálfu sér ekkert rangt við að gera nemendum kleift að fara í­ gegnum grunn- og framhaldsskólanám hraðar en nú er hægt. Hins vegar finnst mér óeðlilegt að gera þá kröfu til allra. Samanburður á Norðurlöndunum bendir lí­ka til þess að þó að í­slenskir námsmenn klára stúdentspróf að meðaltali ári eldri en skandí­navar þá klára þeir háskólanám á svipuðum aldri. Það má því­ draga þjóðhagslegu hagkvæmnina í­ efa. Nema háskólanám sem allt í­ einu orðið svona miklu hagkvæmara fyrir rí­kið en framhaldsskólanám.
Að lokum vil ég vara eindregið við hugmyndum um að færa verkefni frekar frá rí­ki til sveitarfélaga, s.s. heilsugæslu og framhaldsskóla. Einnig má hugsa sér að færa grunnskólana aftur til rí­kisins ef ekki í­ heild sinni þá a.m.k. kennsluna og stefnumótun í­ henni. Sveitarfélögin geta þá áfram séð um að reka húsnæðið, mötuneytin og skólavistunina. Reynslan hefur einfaldlega sýnt að fá sveitarfélög (hugsanlega bara eitt) ráða við að reka faglega skólastefnu og ekkert þeirra virðist ráða við endurmenntun. Niðurstaðan er því­ miður oft eins og hér á Akureyri þar sem menn ráðast af stað með metnaðarfull markmið og setja sér skólastefnu sem er svo vitlaus að ekkert er á henni byggjandi og markmiðið með skólarekstri virðist oft frekar vera sá að framleiða huggulega pappí­ra, skýrslur og skrár en að reka góða skóla. Þó fer ég ekki ofan af því­ að í­slenskir skólar eru enn meðal þeirra bestu í­ heimi.

114120070326679350

Ég er veikur og er búinn að vera það sí­ðan á föstudaginn. Það byrjaði svo sem ekki alvarlega, smá verkur í­ hægra auga sem svo fór að leka úr daginn eftir. Svona var ég á sýningum á Kardimommubænum á laugar- og sunnudag. Sýnu verri á sunnudaginn þó. Þegar ég vaknaði á mánadaginn var augað hins vegar samanlí­mt og ógeðslegt og hálssærindi farin að gera vart við sig. Ég pantaði tí­ma hjá lækni sem á fimm mí­nútum úrskurðaði mig með slí­mhimnubólgu, gaf mér resept á einhverja augndropa en sagði að það væri ekkert að mér í­ hálsinum. Nú er ég búinn að nota þessa augndropa í­ tvo daga og finn engan mun á mér. Það lekur og lekur úr auganu sem er rautt og bólgið. Hálssærindin hafa að ví­su rénað svo lí­klega var það rétt hjá læknis**** að ekkert væri að mér þar.
Lí­tið að frétta úr pólití­kinni. Maður skyldi ætla að menn hefðu varla neitt að ræða á Alþingi. Gengisfall krónunnar eykur aflaverðmæti um milljónir á heimstí­minu og samt neita menn því­ að til sé eitthvað sem heitir Kárahnjúkavandi á landinu bláa.
Læt þetta nægja í­ bili.