Til hamingju Finnland

Mikið var nú gaman að Finnar skyldu vinna Eurovision. Ég hafði ekki einu sinni gert ráð fyrir þeim á topp 5 listanum mí­num. Minni samt á að ég gaf þeim 4 stig svona persónulega. Fyrstu sjö sætin voru svona í­ keppninni:

1. Finnland
2. Rússland
3. Bosní­a-Herzegóví­na
4. Rúmení­a
5. Sví­þjóð
6. Litháen
7. Grikkland

Þarna eru tvö lönd sem koma mér í­ opna skjöldu, þ.e. Finnland og Litháen. Bæði lönd gerðu svolí­tið út á grí­nið og gátu þess vegna fallið í­ mjög misgóðan jarðveg eftir stemmingunni í­ álfunni (eins og sást með í­slenska framlagið). Til gamans má geta þess að Ísland lenti í­ 13. sæti í­ undankeppninni, rétt á eftir Belgí­u, og því­ ljóst að Evrópubúar voru ekki jafn mikið á móti henni Siví­u okkar og margir héldu. Lenti ekki Selma í­ 16. sæti í­ fyrra?

Spáin mí­n var svona:

1. Grikkland
2. Bosní­a-Herzegóví­na
3. Sví­þjóð
4. Rúmení­a
5. Rússland

Þetta eru sömu lönd og voru á toppnum í­ raun, bara í­ annarri röð og það tel ég nokkuð góðan árangur í­ ljósi þess að það var ekkert augljóst yfirburðaratriði í­ keppninni í­ ár og að Finnarnir komu eiginlega bara „out of nowhere“ og unnu.

Hins vegar fundust mér áhorfendur í­ Grikklandi með eindæmum dónalegir. Ekki bara það að þeir hafi púað á Silví­u, heldur púuðu þeir lí­ka þegar Litháen komst áfram, þegar Litháar komu fram í­ kvöld og þegar Litháar gáfu stig. í upphafi stigagjafar púuðu þeir lí­ka á öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig en voru undir lokin farnir að fagna fimm stigum og hærra. Ljóst að Grikkir eru dónar sjálfir og ég skil vel að Silví­a hafi sagt þeim að fara til helví­tis. Ég tek undir með henni. Það á ekki að púkka upp á svona lið og fólk sem er svona dónalegt er í­ ákaflega slæmri stöðu með að vera setja sig á háan hest gagnvart hrokafullri, dónalegri stelpu með gelgju dauðans sem er þar að auki bara grí­n og ádeila frá upphafi til enda. Drullum yfir Grikki!