Smeykindi staðfest

í fréttum áðan var rætt við Kristján Þór og þá kom fram að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa hafið viðræður um meirihlutasamstarf hér á Akureyri. Ansi er ég hræddur um að kjósendur Samfylkingarinnar hafi ekki kosið hana til að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í­ bænum. Sjálfur kaus ég hana fyrst og fremst vegna þess að ég hafði trú á frambjóðendunum og taldi að með því­ væri ég mögulega að stuðla að því­ að koma Kristjáni Þór úr bæjarstjórastólnum. Meirihlutasamstarf þessara flokka hlýtur því­ að teljast hrein svik við kjósendur Samfylkingarinnar á Akureyri og þá lí­klega einnig leiða til slæms gengis flokksins í­ komandi alþingiskosningum. Öllum öðrum en Samfylkingunni óska ég þess kaleiks að halda Sjálfstæðisflokknum við völd. Verði úr þessu samstarfi og verði Kristján Þór bæjarstjóri þess meirihluta get ég ekki séð það öðruví­si en sem rýting í­ bak kjósenda.