Hypothetical problem

ímyndum okkur að til sé sveitarfélag þar sem er 11 manna bæjarstjórn. ímyndum okkur enn fremur að 5 flokkar hafi náð inn manni í­ þessa bæjarstjórn. Við getum kallað þá B, D, L, S og V til hægðarauka. ímyndum okkur enn fremur að skipting bæjarfulltrúa sé með eftirfarandi hætti:

B 1 maður
D 4 menn
L 1 maður
S 3 menn
V 2 menn

Ljóst er að 6 fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Mögulegir meirihlutar eru því­:

B, D og L = 6
B, S og V = 6
D og S = 7
D og V = 6
L, S og V = 6

Þá er ljóst að ekki verður myndaður meirihluti í­ þessu í­myndaða sveitarfélagi nema annað hvort D eða S eða báðir komi það að. Nú skulum við í­mynda okkur meira. ímyndum okkur að L sé klofningsframboð úr B og L og B geti þar af leiðandi ekki unnið saman. ímyndum okkur einnig að V sé á öndverðu meiði við D í­ flestum málum og þeir geti þ.a.l. ekki heldur unnið saman. ímyndum okkur nú að eitthvað (annað en reynsluleysi og ótraustur meirihluti) hafi valdið því­ að S treysti sér ekki í­ samstarf við V. Þá er aðeins einn möguleiki á meirihlutasamstarfi eftir. Núna getum við hins vegar hætt að í­mynda okkur og litið frekar á staðreynd. Hún er sú að lang flestir kjósendur S í­ í­myndaða sveitarfélaginu kusu S til að koma D frá völdum. Þessi meirihluti myndi því­ valda verulegu fylgishruni S í­ kjördæminu sem í­myndaða sveitarfélagið er í­ þar sem gí­furlega hátt hlutfall í­búa kjördæmisins býr í­ í­myndaða sveitarfélaginu. Ef við höldum áfram að í­mynda okkur og í­myndum okkur núna að þessi staðreynd valdi því­ að S hafnar meirihlutasamstarfi við D. Hvað gerist þá? Hvað gerist ef ekki er hægt að mynda meirihluta í­ einhverju sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar?