Smeykindin orðin raunveruleiki

Helstu pólití­sku tí­ðindi dagsins eru tvenn. Annars vegar að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru búin að ganga frá meirihlutasamstarfi flokkanna á Akureyri og hins vegar að Halldór ísgrí­msson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Önnur tí­ðindin eru skelfileg, hin gleðileg. Önnur tí­ðindin eru staðfest, hin ekki. Báðum fylgja hins vegar ógnvekjandi aukaverkanir. Annars vegar áframhaldandi bæjarstjóratí­ð Kristjáns Þórs Júlí­ussonar og hins vegar möguleg endurkoma Finns Ingólfssonar í­ stjórnmál. Hann og Björn Ingi geta þá grafið Framsóknarflokkinn í­ sameiningu.
í raun á ég ekki nógu stór orð til að lýsa vonbrigðum mí­num með fyrri tí­ðindin. Þess vegna vil ég bara birta hér orð Hermanns Jóns Torfasonar sjálfs:
Fyrir hvað stend ég?
Það þarf nýjan meirihluta í­ bæjarstjórn í­ vor. Meirihluta sem undir forystu Samfylkingarinnar beitir sér fyrir öflugu atvinnulí­fi, bættri velferðarþjónustu og framsæknu og metnaðarfullu skólastarfi. Meirihluta sem hlustar á fólkið í­ bænum og leggur áherslu á að bæjarfulltrúar eru kosnir til að gæta almannahagsmuna. Ég var valinn til að fara fyrir lista Samfylkingarinnar í­ komandi kosningum og ætla mér að leiða flokkinn til forystu í­ næstu bæjarstjórn.

Það er best að spyrja Hermann sjálfan hvernig áframhaldandi valdaseta Sjálfstæðisflokksins samræmist þessum orðum og hvort hann telji sig vera að hlusta á kjósendur Samfylkingarinnar með myndun þessa meirihluta.
Óformleg könnun (ég var nú bara að spjalla við nokkra samkennara mí­na) leiddi í­ ljós að fjórir kjósendur Samfylkingarinnar telja sig hafa verið svikna. Það gerir 100% óánægju. Þetta er reyndar ekki mjög ví­sindaleg könnun en hlýtur samt að gefa ví­sbendingar. Það væri fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn léti gera könnun á fylgi flokkanna þegar búið er að mynda meirihluta í­ flestum sveitarfélögum og athugi hversu margir þeirra hafa meirihlutafylgi á bakvið sig.