Hin pólití­ska spilamennska

Mikið voðalega hlýtur þeim Halldóri og félögum að gremjast að Guðni vilji ekki spila með. Eða hætta að spila með öllu heldur. Stjórnarandstaðan fer hamförum af gleði og vonar að stjórnarsamstarfið springi. Geir þverneitar en samt var það Halldór sjálfur sem sagði að stjórnarmyndunarviðræður væru í­ gangi. Það kæmi sér lí­klega vel fyrir Vinstri-græna og Sjálfstæðismenn að ganga til kosninga fljótlega. Það væri náttúrulega afar slæmt fyrir Framsókn en ég á erfitt með að sjá hvernig það kæmi út fyrir Samfylkingu og Frjálslynda (fyrir utan að mér þykir lí­klegt að Samfylking þurfi a.m.k. árið til að jafna sig í­ Norðausturkjördæmi). Menn fyrirgefa ekki samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri nema það komi fljótlega (strax á næsta ári) eitthvað gott út úr því­ sem getur réttlætt það í­ augum kjósenda.
Persónulega tel ég að það væri draumastaða fyrir alla andstæðinga Framsóknarflokksins að fá Finn fyrir formann þar og hafa svo árið til að undirbúa sig fyrir kosningar. Það verður samt ekki tekið á móti neinum veðmálum um hvenær Guðni gefur formlega kost á sér né um það hver vinnur. Guðni er í­ kjörstöðu núna. Athygli fjölmiðla og umræðan snýst um hann. Hann hefur verið í­ andstæðum armi við Halldór í­ flokknum og nýtur þess núna. Menn muna að hann stóð sig vel í­ stjórnarandstöðu og hann á sigurinn ví­san í­ haust.
Ekki fór það samt eins og mig grunaði þegar þessi rí­kisstjórn var mynduð að pólití­skur metnaður Halldórs lægi til þess að koma Íslandi í­ Evrópusambandið áður en hann hætti í­ stjórnmálum. Nú jæja.