Ógöngur fréttaþorstans

Núna eru nokkrir dagar sí­ðan ég kom heim frá Englandi. Jú, það var voðalega gaman en ég ætla samt ekkert að blogga um það. Það tók nákvæmlega þrjá daga að fara í­ gegnum Fréttablaðsbunkan og komast í­ takt við í­slenskan samfélagsvanda á nýjan leik. Ég tek það fram að ég hafði það ekki að aðalstarfi að lesa Fréttablaðið heldur blaðaði í­ gegnum þau eftir hentugleika. í vélinni á leiðinni heim lét ég til leiðast að kaupa Morgunblaðið vegna fréttaþorsta af klakanum. Það eina sem ég græddi á því­ var að það rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég hætti að lesa það sorprit til að byrja með. Hvernig hægt er að halda úti dagblaði á Íslandi sem er helgað gevonsku og ofsóknaræði eins manns og fá u.þ.b. helming þjóðarinnar til að kaupa það er mér hulin ráðgáta. Ekki það að Fréttablaðið virðist vera að fara sömu leið samkvæmt nýjustu fréttum. Fjölmiðlalög löngu orðin óþörf því­ það er búið að gelda alla fjölmiðla á Íslandi.
Dagur er í­ æfingarbúðum fyrir siglingarmenn í­ Hrí­sey og í­ dag fór fjölskyldan þangað í­ heimsókn. Kom þá ekki bara í­ ljós að í­ Hrí­sey var verið að halda kræklingahátí­ð (eða bláskelshátí­ð). Þar var gstum og gangandi boðið upp á öðusalat, reykt bláskeljarpaté, soðna og grillaða bláskel og eina þá allra bestu sjávarréttasúpu sem ég hef bragðað og allt í­ boði Norðurskeljar (eins og mig minnir að fyrirtækið heiti). Enda maturinn eldaður af matreiðslumeisturum Friðriks V. sem er ví­st einn fí­nasti staðurinn á Akureyri að því­ er mér er sagt.
Ég lofa því­ ekki að bloggið fari á fleygiferð næstu daga. Ég kom heim á óðinsdaginn og er fyrst að blogga núna svo ekki virkar sumarfrí­ið hvetjandi á bloggskrif. Við sjáum bara til.