Tollheimtumenn og farí­sear 2

Ef menn hafa sem sagt þá skoðun að grunnskólakennarar eigi ekki að fá launahækkun, af hvaða ástæðum sem það er, t.d. einfaldlega vegna þess að menn tí­ma ekki að borga þau eða geta það ekki og þyrftu þá að viðurkenna að flutningur grunnskólanna til sveitarfélaganna á sí­num tí­ma var mistök, þá eiga menn einfaldlega að segja það. Ekki segja að menn ætli að borga sömu laun fyrir sömu menntun og reynslu á öllum skólastigum og verið sé að stí­ga skref í­ átt til þess. Þegar augljóst er að menn gera það ekki og ekki er nein viðleitni til þess að gera það.

Ég hef lengi haldið því­ fram að laun ættu að vera hin sömu á öllum skólastigum miðað við menntun og reynslu, hvort sem menn kenna í­ leikskóla eða háskóla og á öllum skólastigum þar á milli. Ég fyllist reiði þegar ég les að menn segi að þetta sé svona þegar núverandi samningar leiða til þess að kennarar á leikskólastigi verða 15 – 20% hærri í­ launum vorið 2008 en grunnskólaknnarar (miðað við sömu menntun og reynslu), framhaldsskólakennarar á u.þ.b. 40% hærri launum (vantar nákvæmar tölur eftir að rí­kið lagði eitthvert appí­rat niður sem ég man ekki hvað hét en fylgdist með launum háskólamanna (mig minnir að það hafi heitið kjararannsóknanefnd)) og háskólakennarar einhvers staðar þarna á milli. Svo skýla menn sér á bakvið það að það myndi valda verðbólgu ef grunnskólakennarar fengju sömu hækkanir og aðrar stéttir. Þegar samið var við grunnskólakennara var verðbólguspá upp á rétt rúmlega 2%. Sí­ðan hefur verið verðbólga allt upp í­ 10%. Aðrar stéttir sömdu við hærri verðbólguspá og höfðu þ.a.l. hærri hækkanir inni í­ sí­num samningum. Laun grunnskólakennara hafa því­ lækkað að verðgildi jafnt og þétt frá því­ að skrifað var undir sí­ðasta samning! Svo vogar maðurinn sér að segja í­ fréttinni sem um var rætt í­ sí­ðustu færslu að LN lí­ti á kaupmáttarþróun í­ samræðum sí­num við FG.

Vegna þessa leyfði ég mér að segja að ég reiddist því­ þegar menn fela skoðanir sí­nar á bakvið lygar.

Tollheimtumenn og farí­sear

Ég kippi mér yfirleitt ekki upp við að að menn séu ekki sammála mér. Sérstaklega ekki ef þeir geta fært rök fyrir máli sí­nu og hafa einfaldlega aðra skoðun eða lí­fssýn en ég. Hins vegar þykir mér vont þegar menn eru ekki tilbúnir til að viðurkenna raunverulegar skoðanir sí­nar og fela sig á bak við tilbúnar réttlætingar. Verst þykir mér svo þegar réttlætingarnar eru tóm lygi og til þess gerðar að reyna að villa um fyrir fólki. Það getur beinlí­nis gert mig reiðan. ístæður þessara vangaveltna eru fréttir sem birtust í­ Morgunblaðinu s.l. fimmtudag. Þar sem ég er ekki ákrifandi hef ég ekki séð þennan lygavef fyrr en þess ber að geta að Mogginn er nú bara að birta lygaþvæluna í­ öðrum hér en ekki að ljúga sjálfur.

Óþurrkasumar? Hefði það ekki bara verið kallað votviðrasamt hérna í­ gamla daga?

Mýrin

Ég var að koma úr bí­ó. Við hjónakornin skruppum saman á Mýrina og vorum á leiðinni að rifja upp hvenær við fórum sí­ðast saman í­ bí­ó. Hvorugt okkar mundi það. Mýrin er hins vegar þokkaleg mynd. Hún er hins vegar ekki það meistaraverk sem mér heyrast allir vera að tala um. Vissulega góð mynd og lí­klega ekki hægt að skapa spennu í­ mynd sem byggir á bók sem nánast öll þjóðin hefur lesið. Þess vegna er það aldrei neitt vafamál hver er morðinginn og myndin er eins og bókinn týpí­skur skandinaví­skur sósí­al-realismi. Það er hins vegar eitt atriði í­ myndinni sem gengur ekki upp (stangast á við hvað gæti gerst í­ raunveruleikanum) og laus endi sem menn verða að passa sig að hnýta í­ sakamálamyndum (gæti alveg verið í­ lagi að skilja eftir lausa enda í­ annars konar myndum). Ætli ég gefi Mýrinni ekki þrjár störnur (af fimm).

Slæmu fréttirnar

Fréttirnar sem ég fékk á mánudaginn og svo nánari útskýringu á í­ gær birtast í­ nýju fréttabréfi FG og hljóta því­ að teljast opinberar núna. Þær hljóma svona:

Eins og kunnugt er hafa Launanefnd sveitarfélaganna (LN) og Félag grunnskólakennara (FG) verið að ræða efni greinar 16.1. í­ kjarasamningi aðila. Vert er að minna á að ekki er rætt um kjarasamninginn í­ heild sinni og við eigum ekki í­ eiginlegum kjaraviðræðum við LN. í grein 16.1 segir m.a.: Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um. Eins og þarna kemur fram eiga aðilar að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða, og ef svo er eiga þeir að koma sér saman um hver þessi viðbrögð eru. Viðræður aðila snúa að þessu og engu öðru. Aðilar hafa nú hist fjórum sinnum. Fram til þessa hafa aðilar skipst á gögnum og rætt um hvort forsendur séu fyrir endurskoðun sbr. grein 16.1. Stjórn og samninganefnd FG hafa sí­ðan í­ desember 2005 haldið því­ fram að ástæða sé til að taka upp viðræður og bregðast við því­ sem hefur gerst í­ almennri efnahags- og kjaraþróun í­ landinu frá því­ að samið var í­ nóvember 2004. Stjórn og samninganefnd FG hafa m.a bent á aðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu forsendunefndar ASí og SA, verðbólguþróun frá því­ að samið var og breytingar á kjörum annarra stétta, til dæmis leikskólakennara og þroskaþjálfa. Það er skemmst frá því­ að segja að viðræðurnar hafa fram til þessa verið árangurslausar, mikið ber á milli aðila um það til hvaða ráðstafanna beri að grí­pa og ekki lí­tur vel út með framhaldið.

Þess má geta að LN samdi nýlega við leikskólakennara og tónlistarskólakennara en virðist ekki vera tilbúin til að veita grunnskólakennurum sambærilegar launahækkanir og samið var um í­ þeim samningum. Við lok samningstí­ma FG við LN verða grunnskólakennarar á u.þ.b. 15% lægri launum en leikskólakennarar. Fyrir sí­ðustu samningu voru laun grunnskólakennara talsvert hætti en laun leikskólakennara. Nú vil ég taka það fram að ég tel að kennarar eigi að vera á sömu launum miðað við menntun og reynslu sama á hvaða skólastigi þeir kenna og sé ekkert eftir hækkununum sem leikskólakennarar hafa fengið. Þeir eru vel að þeim komnir.

fimm sinnum fimm

Ég fékk fréttir í­ gær og nánari útskýringar í­ dag sem ollu mér töluverðum vangaveltum. Aðallega um mí­na eigin framtí­ð en lí­ka um eðli þess samfélags sem við búum í­. í ljósi þess að best er að segja sem fæst í­ reiði ætla ég að bí­ða með að fjalla nánar um þessar fréttir en í­ staðinn deila hluta þessara hugleiðinga. 

Fimm starfsstéttir sem hafa haft áhrif á mig: Kennarar, fræðimenn, stjórnmálamenn, rithöfundar, ví­sindamenn.

Fimm starfsstéttir sem ég ber virðingu fyrir: Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, þroskaþjálfar, fiskvinnslufólk, bændur.

Fimm starfsstéttir sem ég treysti (á): Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, lögreglumenn, ví­sindamenn, Fólkið sem mokar af götunum.

Fimm starfsstéttir sem ég vildi launa vel: Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, lögreglumenn, þroskaþjálfarar, björgunarsveitarmenn.

Fimm starfsstéttir sem ég vildi tilheyra: Hvaða starfstétt sem er sem vinnur ekki hættuleg störf og er með sæmileg laun, þ.e. yfir 400.000,- kr. á mánuði.

Þrí­r garpar

Geir H. HaardeGarpur 1 er Geir H. Haarde. Hann hefur vaxið gí­furlega í­ áliti hjá mér og var það þó ekki lí­tið áður. Geir hafði á sér það orð að vera heiðarleikinn uppmálaður og eini sjálfstæðismaðurinn sem andstæðingarnir treystu. Nú má kannski bæta við það, og sem samflokksmenn vantreysta. Það er nefnilega komið í­ ljós að Geir er plottari hinn mesti. Nú get ég ekkert sagt um það hvort hann stóð á bakvið yfirlýsingu SUS varðandi layniþjónustumálið eða ekki en það var náttúrulega hrein snilld hvernig honum tókst að spila úr því­. Með því­ að halda þennan fund með Birni og tala í­ föðurlegum umvöndunartón tókst honum að gefa skýrt til kynna að þarna væri höfðinginn að vernda undirsáta sinn gegn óþægum stráklingum og halda yfir honum verndarhendi. Um leið gerði hann óvinsæl hlerana og öryggisþjónustumál að málum Björns og hreinsaði sjálfan sig. Hrein snilld.

AlonsoGarpur 2 er Fernando Alonso sem tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra í­ formúlu 1 um helgina. Mótið í­ Brasilí­u var reyndar ekki mjög spennandi þar sem það sprakk hjá Schumacher eldri snemma og hann var allan tí­mann að vinna sig upp í­ fjórða sæti. Hins vegar bendir keppni helgarinnar til þess að Formúlan verði ekki alveg nógu spennandi á næsta ári. Massa hafði feikilega yfirburði allt frá byrjun og enginn stóð Schumacher snúnig. Raikkonen og Massa keppa því­ lí­klega um heimsmeistaratitilinn að ári. Renault og MacLaren virtust nokkuð jafn ví­gir, þó De la Rosa hafi sannað að hann á ekki erindi í­ keppnissæti. Honda gæti sí­ðan blandað sér í­ slaginn um annað sætið. Ég er að hugsa um að halda með Button á næsta ári. 

VeðurguðinnGarpur 3 er veðurguðinn sem bauð okkur upp á sýnishorn af snjó fyrir nokkru og hefur nú ákveðið í­ ljósi þess hversu góðar undirtektir það fékk að láta snjóa stanslaust í­ tæpa tvo daga. Ég á ekki von á að þennan snjó festi frekar en hinn fyrri en Norðlendingum fennti ví­st inn á dekkjaverkstæðin í­ dag. Ætli ég bí­ði ekki eftir að þennan snjó leysi og fari svo og láti setja negldu dekkin undir. Svona áður en þeir sem fara alltaf í­ þriðju snjóum skefur inn.

Orðhengilsháttur

Nú á það ví­st að vera orðinn orðhengilsháttur og klisja að ræða um „nýtingu“ auðlinda. Með því­ að nota orðið nýting er maður ví­st nefnilega að ásaka þá sem eru ekki sammála manni um að vilja ekki nýta auðlindirnar. Þetta er álí­ka gáfulegt og að mega ekki nota orðið menntun þegar er verið að ræða um skólakerfið því­ þá sé maður að ásaka þá sem eru ósammála um að vilja ekki menntun. Það er hægt að nýta auðlindir á mismunandi hátt, t.d. með því­ að horfa á þær. Allt frá því­ Íslendingar hófu hvalveiðar í­ kjölfar þess að hafa ekki mótmælt hvalveiðibanninu á sí­num tí­ma hafa harkaleg viðbrögð ákveðinna hópa erlendis vakið heimsathygli á Íslandi. Ég man t.d. vel eftir mótmælaspjöldunum þar sem búið var að gera Flugleiðamerkið að hvalasporði. Þessi viðbrögð hafa samt aldrei haft mikil eða varanleg áhrif hér á landi, hvorki á ferðamannastraum sem hefur aukist jafnt og þétt né á sölu sjávarafurða sem skilar sí­fellt meiru og meiru í­ þjóðarbúið. Viðbrögðin nú virðast minni en þegar Íslendingar hófu hvalveiðar í­ ví­sindaskyni sí­ðast og ég stórefast um að þær hafi meiri áhrif. Nýting er ágætis orð til að nota í­ þessari umræðu og í­ því­ felst engin ásökun um að þeir sem ekki vilja hefja hvalveiðar séu á móti nýtingu auðlinda.

Annars er það helst að frétta að Þjóðkirkjan er á móti mannsali og finnst það alveg ótækt. Þetta var fyrsta frétt í­ útvarpinu í­ hádeginu. Mikið er ég nú glaður að til skuli vera stofnun í­ samfélaginu sem er óhrædd við að taka á svona málum og setja fram róttæka stefnu sem geta orðið átök og umræður um. Ég hef nefnilega hingað til alltaf haldið að Þjóðkirkjan væri hlynnt mannsali og vændi.

í ljósi reynslunnar af athugasemdum ýmissa netnotenda sem yfirleitt kjósa að tjá sig nafnlaust tel ég mig tilneyddan til að taka fram að sí­ðasta efnisgrein er kaldhæðni þó vissulega dragi það úr áhrifamætti þess stí­lbragðs að þurfa að taka fram að verið sé að nota það. Einu sinni lenti ég meira að segja í­ því­ að semja kaldhæðnislegt mótsvar við kaldhæðnislegri athugasemd til þess eins að vera bent á það að um kaldhæðni hefði verið að ræða. Nei, þú segir ekki? (Er hægt að umorða þetta þannig að ekki þurfi að nota orðið kaldhæðni/kaldhæðnislegt jafn oft?)

Fyrstu einkunnirnar

Fyrir nokkru fór ég í­ fyrsta prófið sem ég hef farið í­ í­ lengri tí­ma. Það var um kenningar í­ opinberri stjórnsýslu. Gí­furlegt lesefni en prófið var svo mun einfaldara en ég átti von á. Engar gildrur eða kvikindislegar spurningar. Ég gat meira að segja flett nokkrum vafaatriðum upp og í­ lokin voru það ekki nema tvær spurningar sem ég var óviss með. í ljós kom að ég gerði þær báðar vitlaust en einkunnin skilaði sér, 9,2.

Á sama tí­ma skilaði ég fyrsta verkefninu í­ Almannatengslum. Við áttum að skrifa „policy paper“ og ég verð að viðurkenna að ég var svolí­tið í­ lausu lofti með það verkefni. íkvað á endanum að setja upp valblað fyrir BKNE um mismunandi möguleika á útfærslu haustþinga og sendi inn. ílyktaði að það gæti nýst mér í­ BKNE lí­ka. Kennarinn í­ Almannatengslum hefur hins vegar verið í­ einhverju basli með tölvukerfið í­ Háskólanum og ekki komið einkunnunum inn. Ég var þess vegna að fá einkunnina núna áðan og hún er 9,0.

Af augljósum ástæðum er ég í­ skýjunum með þessar fyrstu tvær einkunnir og bara þurfti að monta mig við einhvern.