Kjarnorkuveldin nýju

Núna berast fréttir af því­ um gjörvalla heimsbyggðina að Norður-Kóreumenn hafi sprengt tilraunakjarnorkusprengju. Það þýðir að kjarnorkuveldin eru orðin ní­u og verða jafnvel tí­u eftir ekkert of langan tí­ma þegar íran bætist í­ hópinn. Það verður lí­ka að segjast eins og er að þetta er ekkert mjög gæfulegur hópur: Bandarí­kin, Bretland, Frakkland, Rússland, ísrael, Kí­na, Indland, Pakistan og Norður-Kórea. Engum þessara þjóða treysti ég fyrir kjarnorkuvopnum.

Þjóðir heims keppast nú hver um aðra þvera að fordæma Norður-Kóreu. í raun ættu þær að fordæma allar þessar þjóðir. Hins vegar fannst mér fróðlegt að bera saman fordæmingu Valgerðar Sverrisdóttur við ummæli hennar um innrás ísraela í­ Lí­banon. Þá sagði hún að ísraelar hefðu að sjálfssögðu rétt til að verja hendur sí­nar. Það segir það enginn um Norður-Kóreu núna.

Hvers vegna skyldu svo Norður-Kóreumenn endilega vilja eiga kjarnorkuvopn? Ætli það sé ekki fordæmið frá írak sem þeir hafa í­ huga. Það má heldur ekki gleyma því­ að þeir áttu í­ blóðugu strí­ði við Bandarí­kin um miðbik sí­ðustu aldar. Nú hví­lir sú ábyrgð á alþjóðasamfélaginu (og þá helst stórveldunum Kí­na, Rússlandi og Bandarí­kjunum) að finna einhverja leið til að koma ástandi í­ Norður-Kóreu í­ það horf að þar lí­ði fólk ekki skort, hungursneyðir og mannréttindabrot séu daglegt brauð og þeim finnist sér ekki ógnað af umheiminum. Stærsta hindrunin í­ því­ verki er lí­klega stjórnin í­ Pjong Jang. Það er samt orðið ljóst í­ ljósi reynslunnar að viðskiptabann, refsiaðgerðir og hótanir virka ekki í­ þessum tilgangi og með kjarnorkuvopnaeign eru Kim Il-Jong lí­klega búinn að koma í­ veg fyrir innrás.