Orðhengilsháttur

Nú á það ví­st að vera orðinn orðhengilsháttur og klisja að ræða um „nýtingu“ auðlinda. Með því­ að nota orðið nýting er maður ví­st nefnilega að ásaka þá sem eru ekki sammála manni um að vilja ekki nýta auðlindirnar. Þetta er álí­ka gáfulegt og að mega ekki nota orðið menntun þegar er verið að ræða um skólakerfið því­ þá sé maður að ásaka þá sem eru ósammála um að vilja ekki menntun. Það er hægt að nýta auðlindir á mismunandi hátt, t.d. með því­ að horfa á þær. Allt frá því­ Íslendingar hófu hvalveiðar í­ kjölfar þess að hafa ekki mótmælt hvalveiðibanninu á sí­num tí­ma hafa harkaleg viðbrögð ákveðinna hópa erlendis vakið heimsathygli á Íslandi. Ég man t.d. vel eftir mótmælaspjöldunum þar sem búið var að gera Flugleiðamerkið að hvalasporði. Þessi viðbrögð hafa samt aldrei haft mikil eða varanleg áhrif hér á landi, hvorki á ferðamannastraum sem hefur aukist jafnt og þétt né á sölu sjávarafurða sem skilar sí­fellt meiru og meiru í­ þjóðarbúið. Viðbrögðin nú virðast minni en þegar Íslendingar hófu hvalveiðar í­ ví­sindaskyni sí­ðast og ég stórefast um að þær hafi meiri áhrif. Nýting er ágætis orð til að nota í­ þessari umræðu og í­ því­ felst engin ásökun um að þeir sem ekki vilja hefja hvalveiðar séu á móti nýtingu auðlinda.

Annars er það helst að frétta að Þjóðkirkjan er á móti mannsali og finnst það alveg ótækt. Þetta var fyrsta frétt í­ útvarpinu í­ hádeginu. Mikið er ég nú glaður að til skuli vera stofnun í­ samfélaginu sem er óhrædd við að taka á svona málum og setja fram róttæka stefnu sem geta orðið átök og umræður um. Ég hef nefnilega hingað til alltaf haldið að Þjóðkirkjan væri hlynnt mannsali og vændi.

í ljósi reynslunnar af athugasemdum ýmissa netnotenda sem yfirleitt kjósa að tjá sig nafnlaust tel ég mig tilneyddan til að taka fram að sí­ðasta efnisgrein er kaldhæðni þó vissulega dragi það úr áhrifamætti þess stí­lbragðs að þurfa að taka fram að verið sé að nota það. Einu sinni lenti ég meira að segja í­ því­ að semja kaldhæðnislegt mótsvar við kaldhæðnislegri athugasemd til þess eins að vera bent á það að um kaldhæðni hefði verið að ræða. Nei, þú segir ekki? (Er hægt að umorða þetta þannig að ekki þurfi að nota orðið kaldhæðni/kaldhæðnislegt jafn oft?)