fimm sinnum fimm

Ég fékk fréttir í­ gær og nánari útskýringar í­ dag sem ollu mér töluverðum vangaveltum. Aðallega um mí­na eigin framtí­ð en lí­ka um eðli þess samfélags sem við búum í­. í ljósi þess að best er að segja sem fæst í­ reiði ætla ég að bí­ða með að fjalla nánar um þessar fréttir en í­ staðinn deila hluta þessara hugleiðinga. 

Fimm starfsstéttir sem hafa haft áhrif á mig: Kennarar, fræðimenn, stjórnmálamenn, rithöfundar, ví­sindamenn.

Fimm starfsstéttir sem ég ber virðingu fyrir: Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, þroskaþjálfar, fiskvinnslufólk, bændur.

Fimm starfsstéttir sem ég treysti (á): Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, lögreglumenn, ví­sindamenn, Fólkið sem mokar af götunum.

Fimm starfsstéttir sem ég vildi launa vel: Heilbrigðisstarfsfólk, kennarar, lögreglumenn, þroskaþjálfarar, björgunarsveitarmenn.

Fimm starfsstéttir sem ég vildi tilheyra: Hvaða starfstétt sem er sem vinnur ekki hættuleg störf og er með sæmileg laun, þ.e. yfir 400.000,- kr. á mánuði.