Erfiðar spurningar

ímyndum okkur fyrirbæri A. Við getum gefið A tölulegt gildi. A er í­ örum vexti og tölulega gildið fer hækkandi. Nú er sagt: Höfum hemil á vexti A. Þýðir það að við ætlum að stöðva vöxt A eða einungis hægja á honum? Hvernig má þá meta viðleitni okkar til að hafa hemil á vexti A? Hefur okkur mistekist ef A heldur áfram að vaxa eða verðum við að miða við hvernig vöxtur A hefði verið ef við hefðum ekki reynt að hafa hemil á honum? Hvernig getum við vitað hver vöxturinn hefði annars verið? Getum við e.t.v. sett okkur markmið um ásættanlegan vöxt A og metið árangurinn miðað við hversu nálægt markmiðunum vöxturinn er? Segjum sem svo að til sé annað tölulegt gildi B sem er nátengt A. Væri þá eðlilegt að meta A sem hlutfall af B og segja sem svo að allur vöxtur A sé ásættanlegur meðan A verði ekki stærra hlutfall af B, þ.e. A má vaxa eins mikið og mögulegt er að því­ tilskyldu að B vaxi meira? Væri markmiðið, A má ekki vaxa meira en B, ásættanlegt til að hafa hemil á vexti A? íætlum að til sé ví­sitala C sem mælir gildi A (og B ) þannig að ef vöxtur A er minni en C þá er um raunminnkun á A að ræða. Væri þá markmiðið, A má ekki vaxa meira en C segir til um, hið eina rétta til að hafa hemil á vexti A? Er kannski einhver vöxtur umfram C ásættanlegur meðan A vex ekki meira en B? Þetta eru spurningar sem herja á mig þessa dagana og ég á erfitt með að finna svör við.