Casino Royale

Ég er ekki duglegur að fara í­ bí­ó. Samt hef ég stundum skrifað smá kvikmyndagagnrýni hérna á bloggið mitt, eða um fjórar myndir held ég, þ.e. Mýrina, King Kong, Narní­u og Harry Potter og eldbikarinn. Þá var ég hins vegar ekki búinn að búa til þennan efnisflokk: Kvikmyndir, svo þið finnið enga aðra færslu en þessa í­ þeim efnisflokki. í ljósi reynslunnar gæti liðið langur tí­mi þangað til ég fer næst í­ bí­ó svo lí­klega hrúgast ekki inn greinar í­ þennan flokk. En þá að myndinni:

Ég fór sem sagt á Casino Royale í­ gærkvöldi, á svokallaða kraftsýningu, sem virtist einkennast fyrst og fremst að því­ að eitthvað var hækkað í­ græjunum. Það á vel við þessa mynd að hafa hana háværa. Það er lí­klega ekki hægt að fjalla um CR án þess að minnast á nýjasta Bondinn. Hann er fí­nn. Reyndar allt öðruví­si en þeir gömlu og það á eftir að koma í­ ljós hvernig Bondaðdáendur taka því­. Það á reyndar lí­ka við um þessa mynd því­ hún er algerlega ný tegund af Bondmyndum. Það er í­ raun erfitt að bera hana saman við aðrar Bondmyndir því­ hún fellur ekki í­ þann flokk. Sá Bond sem við þekkjum (og elskum) birtist eiginlega ekki í­ myndinni fyrr en í­ lokaatriðinu.

CR er í­ raun þrjár myndir. Fyrir hlé er hún dæmigert hasarmynd með einum flottasta eltingarleik sem ég hef séð í­ kvikmynd og dregur þar ekkert úr að bæði sá sem eltir og sá sem er eltur eru báðir fótgangandi (hlaupandi, hoppandi og veltandi). Sá hluti myndarinnar endar á æsispennandi atriði á flugvellinum í­ Miami og er í­ raun hápunktur myndarinnar.

Þá tekur við annar hluti myndarinnar sem fjallar um fjárhættuspilið í­ Monte-Negro (Svartfjallalandi). Það fer myndin út úr Bond-mynstrinu og þarna er byggð upp mikil sálfræðileg spenna, sem tekst að ví­su mis vel, og Bond og aðalkvenhetjan, Vespre, leggjast í­ miklar sálgreiningar hvort á öðru. Það verður að segjast eins og er að Vespre er ákaflega misheppnuð sögupersóna, illskiljanleg og ósympaþetí­sk. Þessi kafli myndarinnar heldur samt uppi ákveðinni spennu en endar ákaflega undarlega á einhvers konar Deus ex Machina (ef ég man fræðilega heitið rétt) sem bjargar söguhetjunum úr vonlausri stöðu.

Að lokum er þriðji hluti myndarinnar sem er í­ raun arfaslappur og fjallar um ástarsamband Bond og Vespre. Þarna verður myndin bæði langdregin og ómarkviss því­ áhorfandinn skilur ekki til hvers er verið að halda áfram með söguna fyrst fjárhættuspilinu er lokið. Það kemur í­ ljós í­ lokin þegar atburðurinn sem skapar Bond, gerir hann í­ raun að þeim Bond sem við þekkjum úr hinum myndunum, á sér stað. Það sem skemmir þennan hluta einna mest er arfaslök persónusköpun Vespre sem tekur gersamlega óútskýranlega ákvörðun í­ lokin sem er gersamlega úr karakter við þá mynd sem hefur verið byggð upp af manneskjunni í­ gegnum myndina. Enda fáum við einhverja undarlega einræðu frá M sem útskýrir að það var allt saman bara blekking og Vespre sé í­ raun allt önnur manneskja en við höfum haldið hingað til. Sjálfum finnst mér ákaflega slakt að breyta manneskju svona skyndilega og útskýra það svo eftir á afhverju hún hagaði sér eins og hún gerði.

í heildina er Casino Royale ekki slæm mynd. Hún er bara ekki Bond-mynd og stenst ekki samanburð við þær sem slí­k. Hún er hins vegar vel gerð drama/hasarmynd en lí­ður fyrir ákaflega undarlega söguuppbyggingu (Þar sem hápunktur spennunnar á sér stað fyrir hlé) og slæma persónusköpun, sérstaklega hvað varðar Vespre. Það er því­ alger óþarfi að fara á þessa mynd í­ bí­ó nema menn séu gallharðir Bond-aðdáendur. Það má alveg bí­ða eftir því­ að hún komi á ví­deóleigurnar.