Loksins berast fleiri einkunnir

Ég var að fá póst frá kennaranum mí­num í­ hluta 1 í­ mannauðsstjórnuninni og þar fékk ég fyrstu einkunnina mí­na í­ því­ fagi. Ég fékk sem sagt 8 fyrir verkefnið sem ég óttaðist að væri ekki nema í­ meðallagi. Hafði sjálfur gert ráð fyrir einkunn á bilinu 6 – 7. Ég var lí­ka að klára 3. verkefnið í­ opinberu stjórnsýslunni og ég hallast að því­ að það sé nokkuð gott. Aðalspurningunni: Hvernig má meta viðleitni til að hafa hemil á rí­kisútgjöldum?, svara ég að ví­su frekar loðið (þ.e. að það sé nú eiginlega bara ekki hægt að meta þessa viðleitni almennilega og það litla sem hægt sé að meta sé ákaflega erfitt að mæla) en útskýri þessa afstöðu vel með ví­sun í­ heilmargar heimildir svo ég hallast að því­ að það hljóti að vera í­ lagi að ég seti ekki fram einhvað svakalega fí­nt mat sem virki alls staðar. Ég geri ráð fyrir að fá alveg 8 fyrir þetta verkefni.

Enn á ég þá eftir að fá einkunn fyrir hópverkefnið og seinna einstaklingsverkefnið í­ Almannatengslunum og fyrra einstaklingsverkefnið í­ hluta 2 í­ mannauðsstjórnuninni. Ég er nú samt á því­ að þessi verkefni séu frekar vel unnin hjá mér og hef ekki áhyggjur af þeim, nema kannski smá af seinna einstaklingsverkefninu í­ Almannatengslunum. Ég var í­ lausu lofti varðandi hvaða kröfur verkefnið þyrfti að uppfylla. Maður átti að búa til drög að almannatengslaáætlun. Ég vitna t.d. ekki í­ neinar heimildir enda var ekki gerð krafa um það í­ verkefnislýsingunni.

Þá á ég eftir að skrifa 40% ritgerð í­Â opinberu stjórnsýslunni og gera seinna einstaklingsverkefnið í­ hluta 2 í­ mannauðsstjórnuninni auk þess að skálda upp einhverja dagbók í­ því­ fagi. Viðfang seinna einstaklingsverkefnisins barst í­ sí­ðustu viku og það snýst um starfslýsingar, tilgang þeirra eða tilgangsleysi o.s.frv. Það vill svo vel til að ég er búinn að lesa nokkuð um þetta og held að ég geti klárað það verkefni nokkuð vel. Það eina sem ég kví­ði fyrir er þessi stóra ritgerð í­ opinberu stjórnsýslunni. Miðað við hvað þessi 20% verkefni hafa reynst mér tí­mafrek er ljóst að þetta verður mikil vinna. Nema þetta sé bara nákvæmlega sama vinna bara gildi meira?Â