Haustönn lokið

í gær laust eftir tvö ýtti ég á send takkann í­ tölvupóstinum mí­num og sendi sí­ðasta verkefnið í­ MPA-náminu fyrir jól. Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér og þær einkunnir sem ég hef fengið hafa verið á bilinu 8 – 9,5. Ég er búinn að fá allar einkunnirnar mí­nar í­ Almannatengslunum (9, 9,5 og 9) og mér reiknast til að ég sé með 9,2 í­ lokaeinkunn þar. Ég er búinn að fá tvær einkunnir (af fjórum) í­ Opinberri stjórnsýslu (9,2 og 8,5-9), reyndar átta ég mig ekki á því­ hvað átt er við með 8,5-9. Ég meina hvort er það? Svo er ég búinn að fá tvær einkunnir af fjórum í­ Mannauðsstjórnuninni (8 og 9).

í gær átti ég að skila þremur verkefnum, tveimur 20% verkefnum í­ Mannauðsstjórnun (annað kláraði ég á laugardaginn og hitt á óðinsdag) og 40% verkefni í­ Opinberri stjórnsýslu. Ég las undir það um helgina, gerði efnisgrind á mánadag og las aðeins meiraá týsdag, kláraði svo lesturinn og skrifaði upp heimildalista og einhverjar tilvitnanir á óðinsdag. Á þórsdagskvöld var því­ sest niður og hafist handa við að skrifa. Það gekk erfiðlega framan af og ég átti erfitt með að koma frá mér skipulegum texta um þær breytingar sem hafa orðið á rekstrarformi opinberrar stjórnunar á seinustu áratugum. Ekki skánaði það þegar ég fór að skrifa um umboðskeðjuna en kaflanir um muninn á nýskipan í­ rí­kisreksri og netstjórnun og um áhrif mismunandi rekstrarforma á markmið gengu vel. Klukkan var því­ orðin 7 um morguninn þegar ég lagði lokahönd á verkefnið með því­ að láta forritið búa til efnisyfirlit fyrir mig.

Þá fór ég í­ vinnuna, sat yfir tveimur prófum og útbjó próf fyrir mánadaginn, las verkefnið yfir aftur, leiðrétti nokkrar villur og ýtti svo á send. Þá kom yfir mig einhver yndisleg tilfinning. Eftir margra vikna álag var þessu lokið og það hafði meira að segja gengið nokkuð vel. Ég ákvað því­ að taka ekki eitt einasta próf eða verkefni með mér heim yfir helgina til að fara yfir heldur fara í­ almennilegt helgarfrí­.

Eftir að ég var búinn að kaupa inn, redda jólasveinabúningi fyrir Dag og koma bí­lnum til Gullu, var haldið til Ólafsfjarðar á árlegan jólakortafund BKNE. Þá skrifum við jólakort til allra trúnaðarmanna og þeirra sem hafa verið að vinna fyrir félagið eða með okkur á árinu sem er að lí­ða. Bjarkey, sem rekur pizzastað  á Ólafsfirði, bauð upp á pizzur sem voru frábærar, með miklu áleggi og miklum osti. Ég kom því­ heim um það bil klukkan hálf ní­u og viti menn, konur og tröll, það var einhver óeirð í­ mér og ég gat ekki farið beint að sofa. Eftir klukkutí­ma var ég búinn að jafna mig á spennufallinu og deginum og fór í­ rúmið.

Konan mí­n segir mér að ég hafi hrotið hátt og mikið seinustu nótt.