Ólafur Ólafsson og Elton John

Núna blogga allir bloggarar sem einhvers mega sí­n um fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, milljarðskróna velgerðarsjóðs hans og söng Eltons Johns í­ fyrrnefndu afmælisteiti. Margir hneykslast, þar á meðal ég. Öðrum finnst sjálfssagt að rí­kir menn megi nota peningana sí­na í­ hvað sem þeim sýnist, þar á meðal mér, það skipti aðra bara engu máli.

Ég er því­ ákaflega tví­klofinn í­ afstöðu minni. Annars vegar finnst mér þetta bara alls ekki koma mer neitt við. Ef maðurinn vill nota peningana sí­na á þennan máta þá er það hans ákvörðun og snertir ekki aðra. Hins vegar get ég eiginlega ekki hugsað mér ósmekklegri, kjánalegri, óþroskaðri og kjánalegri notkun á fjármunum. Þess vegna finnst mér alveg ótrúlegt að til sé svo siðblint fólk að það láti sér detta í­ hug að þetta ómerkilega merkikerti sem sýnir opinberlega að það hefur þroska á við þriggja ára smápatta í­ sandkassa en þó lí­klega aðeins meiri siðblindu (nema afsalsbréfin séu farin að kosta milljarð þessa dagana. Glitnir metur þau ekki nema á rúmar 50 millur) sé eftiróknarvert í­ embætti Forseta.

Það að ofangreindur maður haldi fimmtugsafmæli og gefi peninga til góðgerðarmála er þannig í­ mí­num huga bara gott þó aðferðin sem notuð er beri ákaflega litlum siðferðisþroska merki. T.d. það að stofna þennan milljarðskróna velgerðarsjóð í­ sí­nu eigin nafni. Þar er minnisvarði sem gott er að eiga að í­ ellinni. Erlendir auðjöfrar hafa farið svipaða leið og fengið lof fyrir. Sjálfum finnst mér þetta frekar sorglegt þó vonandi eigi fullt af fólki eftir að njóta góðs af sjóðnum. Þroskaðri maður hefði að mí­nu mati gefið þessa peninga til þeirra samtaka og stofnana sem eru nú þegar að vinna að mannúðarstörfum. Því­ fylgir að ví­su ekki sama notalega tilfinning og að hafa stofnað sjóð í­ eigin nafni, rekinn af viðskiptafræðingum sem passa upp á að öll verkefni sjóðsins fái góða fjölmiðlaathygli, séu lí­kleg til vinsælda og endurspegli dýrð gefandans.

Hversu margir hugsjónamenn ætli starfi fyrir Lækna án landamæra, Amnesty International, Rauða krossinn eða Mæðrastyrksnefnd? Ætli það sé jafn hátt hlutfall hjá góðgerðarstofnun Bill Gates eða Ólafs Ólafssonar? (6)