Eurovision 4

Jæja, þá er komið að því­ að spá fyrir um það hvaða lönd komast áfram úr undankeppninni. Stigin sem ég gaf féllu svona:

0. stig: Lettland, Króatí­a, Tékkland, Noregur, ísrael.

1. stig: Slóvení­a.

2. stig: Malta, Andorra, Austurrí­ki, Moldaví­a.

3. stig: Ungverjaland, Albaní­a, Danmörk, Pólland, Serbí­a, Portúgal, Búlgarí­a, Ísland, Georgí­a, Sviss.

4. stig: Eistland, Tyrkland, Makedóní­a, Kýpur, Svartfjallaland.

5. stig: Belgí­a, Hví­ta-Rússland, Holland.

Miðað við þetta ættu Belgí­a, Hví­ta-Rússland, Holland, Eistland, Tyrkland, Makedóní­a, Kýpur og Svartfjallaland að vera örugg áfram. Hins vegar verður að athuga að þetta er bara mitt álit og ég held að hvorki Holland né Eistland séu lí­kleg til að hljóta náð fyrir augum Evrópu svo ég tek þau af listanum. Þar að auki hef ég efasemdir um að fólk fí­li Kýpur jafn vel og ég. Þá er ég bara með fimm lönd og verð því­ að velja einhver fimm af þeim sem fengu þrjú stig. Þar finnast mér mörg lönd lí­kleg. Ég hallast að því­ að velja Ungverjaland, Danmörku, Pólland, Ísland og Sviss. Smekkur Evrópubúa er hins vegar óútreiknanlegur og allt eins lí­klegt að Noregur, Lettland, Slóvení­a, Andorra og Serbí­a komist áfram. Jæja, þá er nóg komið af bulli og hér er spáin mí­n:

1. Belgí­a
2. Hví­ta-Rússland
3. Tyrkland
4. Makedónóa
5. Svartfjallaland
6. Danmörk
7. Moldaví­a
8. Slóvení­a
9. Lettland
10. Ísland (Já, við skulum hafa það með bara upp á bjartsýnina)

Eurovision 3

Þá er komið að því­ að blogga um sí­ðustu lögin í­ undankeppninni. Mig langar að segja að sem dönskukennari er ég mjög ánægður með Danann í­ þáttunum því­ hann talar mjög skýrt. En lí­tum þá á lögin:

1. Malta – Vertigo. Þetta er voðalega skrýtið lag. Það er ekki hægt að segja að það sé vont en gott er það ekki. Myndbandið var svo álí­ka skrýtið og lagið og atriðið í­ lokin þar sem kom í­ ljós að gaurinn var dáinn var mjög klént. Ég gef þessu 2.

2. Andorra – Let’s Save the World. Það er að sjálfssögðu mjög góð hugsjón. Lagið er svona brettagaura-rokk og ágætt sem slí­kt en ekki vottur af frumleika í­ því­. Avril Lavigne gerir þetta mikið betur. Strákarnir eru hins vegar mjög sætir og katalónskan er flott. Þeir syngja bæði á henni og ensku og það er ekki fyrr en enski kaflinn kemur að maður áttar sig á því­ að lagið er bara alls ekkert gott. Ég gef þessu 2.

3. Ungverjaland – Unsubstansial Blues. Það er gaman að heyra blúslag í­ Eurovision og söngkonan syngur mjög vel. Myndbandið var lí­ka mjög flott en þó kom aldrei nein útskýring í­ því­ afhverju hún var að slást við gaurinn. Vandinn er sá að þetta lag er ekki eftirminnilegt og persónulega finnst mér að Eurovison snúist frekar um fjör og grí­n en blús. Ég gef þessu 3.

4. Eistland – Partners in Crime. Þetta er hins vegar mjög fí­nt lag. Það er grí­pandi og viðlagið festist strax við fyrstu hlustun. Verst að söngkonan getur ekki borið fram orð eins og partners, years, rains o.s.frv. Austur-evrópskur hreimur á enskunni er hins vegar bara krúttlegur og allt í­ lagi með það. Myndbandið var slæmt og ég vona að þau verði flottari í­ keppninni sjálfri. Ég gef þessu 4.

5. Belgí­a – Love Power. Það er gaman að sjá svona diskólag í­ keppninni. Lúkkið á þessu var alveg frábært. Söngvarinn minnti gófirlega á John Travolta í­ Saturday Night Fever. Stemmingin var svona Bee Gee’s og Jackson Five blanda. Viðlagið rosalega grí­pandi og maður gat ekki annað en komist í­ gott skap við að horfa á þetta. Ég gef þessu 5.

6. Slóvení­a – Cvet z juga. Rosalega var þetta skrýtið. Söngkonan svo sem ekkert ómyndarleg en samt ekki manneskjan sem mér myndi fyrst detta í­ hug að setja í­ svona myndband. Sú póslka og sú makedóní­ska eru mun betri kandí­datar í­ það. Hún syngur samt vel en lagið er voðalega leiðinlegt. Kjóllinn í­ lokaatriðinu sem náði lagt upp á veggi var hins vega skemmtilegur. Ég gef þessu 1.

7. Tyrkland – Shake it up Sekerim. Þetta lag er gott dæmi um alþjóðavæðinguna. Fyrir utan nokkur tyrknesk stef í­ upphafi og lokin gæti þetta lag verið með hvaða nýstirni á MTV sem er. Ef maður sér ekki gaurinn sem syngur þetta þá hefði maður haldið að þetta lag væri með Justin Timberlake. Þetta lag er hins vegar þannig að það gæti alveg lifað eftir þessa keppni og orðið vinsælt á skemmtistöðum. Þegar gaurinn ver að syngja um að hann hafi: „Lots of candy to make you mine,“ þá fær maður á tilfinninguna að þetta sé einhver barnaperri. Flott lag samt. Ég gef þessu 4.

8. Austurrí­ki – Get Alive (Get a Live?). Fí­nn rokkari, vel sungið en grí­pur ekki. Ég var lengi að velta því­ fyrir mér hvað þessi risastóri AIDS-borði var að gera þarna á bakvið hann þangað til sænski kynnirinn sagði að þetta hefði verið eitthvað styrktarátak í­ Austurrí­ki. Þá fór sá norski eitthvað að væla um það að Eurovision ættu ekki að vera eitthvað góðgerðarátak. Afhverju ekki? Er keppnin svona merkileg (eða ómerkileg) að hún megi ekki tengjast átaki gegn eyðni? Annars hef ég ekki mikið um þetta lag að segja. Ég gef því­ 2.

9. Lettland – Questa Notte. Þetta er eina lagið í­ keppninni sem er sungið á í­tölsku. í fyrra var það Rúmení­a sem hélt heiðri þess tungumáls í­ heiðri en ítalir sjálfir hafa ekki verið með í­ óratí­ma. Það finnst mér leiðinlegt þar sem þeir sendu yfirleitt bestu lögin, auk þess sem rekja má uppruna Eurovison til ítalí­u. Hugmyndin á bakvið þetta lag er mjög skemmtileg, þ.e. að senda óperulag í­ keppnina sem hefur enga laglí­nu og er bara show. Það væri mjög gott ef showið væri gott en það er margt að. Flytjendurnir geta fæstið sungið, þeir hafa ákaflega vondan framburð á í­tölskunni, þeir eru lí­flausir á sviðinu og showið er ekki neitt. Lettar hafa verið óhræddir við að senda öðruví­si atriði í­ keppnina, sbr. undirspilslausa lagið í­ fyrra. Þetta er hins vegar bara vont þó svo að þeir gætu grætt eitthvað á því­ að vera sí­ðastir og öðruví­si. Ég gef þessu 0.

Þá er þessu lokið. Seinna í­ dag eða á morgun ætla ég svo að taka saman stigin sem ég hef gefið og spá fyrir um hvaða lönd komast í­ úrslitin. (Vink, vink)

Grunnskólavæðing framhaldsskólans

Ég var á ansi hreint fróðlegum kynningarfundi hjá Kí um daginn. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það mættu fáir. Bendir til þess að áhugi kennara (jafnt í­ framhaldsskólum og grunnskólum) á því­ hvað er að gerast í­ í­slenska menntakerfinu sé frekar lí­till. En þarna var sem sagt verið að kynna þá vinnu sem fram hafði farið í­ framhaldi af svokölluðu tí­u punkta samkomulagi við menntamálaráðherra og niðurstöðu nefndar sem hafði verið að vinna í­ þessu. Ég geri ráð fyrir að þetta efni sé hægt að nálgast bæði á vef menntamálaráðuneytisins og Kí. í þessum tillögum var ýmislegt sem er mjög gott en lí­ka annað sem ég verð að vara við. Byrjum á því­ sem er gott:
– Það er lagt til að hækka fræðsluskylduna í­ 18 ár sem er mjög gott, sérstaklega að breyta skólaskyldunni í­ fræðsluskyldu.
– Það er lagt til að nám fram að 18 ára aldri verði gjaldfrjálst. Þó ætti að huga að því­ að í­ grunnskólum er ví­ða innheimt efnisgjald í­ sumum námsgreinum, rútupeningar o.s.frv.
– Það er stefnt að því­ að nemendum verði boðið nám við hæfi en ekki öllum stefnt í­ bóknám.
Það er nokkuð sem mér finnst orka tví­mælis:
– Stefnt að því­ að matur í­ grunn- og framhaldsskólum, a.m.k. til 18 ára aldurs, verði nemendum gjaldfrjáls. Það er ekki að þetta sé neitt slæmt í­ sjálfu sér. En búum við virkilega í­ samfélagi þar sem skólarnir verða að ganga í­ það hlutverk að gefa nemendum mat. Ég meina hvað er næst; föt, ritföng, afmælis- og jólagjafir? Ég gæti skilið þetta í­ fátækum rí­kjum heims en ég held að hér á Íslandi sé þetta hreinasti óþarfi.
– Stefnt er að jafngildingu verk- og bóknáms. Þetta er að sjálfssögðu góð hugmynd í­ sjálfu sér. Mig grunar hins vegar að þetta eigi að gera með því­ að rýra bóknámið (sbr. hugmyndir að færri greinum í­ kjarna og færri einingum til stúdentsprófs). Þar að auki geld ég varhug við því­ að það sé jafnað út og búið til eitthvað nýtt framhaldsskólapróf(stúdentspróf) sem nemendur ljúka með færri einingum en nú er og enginn greinarmunur gerður á því­ hvað í­ þessum prófum felist.
Þá erum við komin að því­ sem er slæmt í­ tillögunum:
– Það er ekki gerð neitt til þess að styrkja skóla í­ því­ að auka sérstöðu sí­na, t.d. með því­ að stefna að því­ að vera fyrst og fremst undirbúningsskólar fyrir háskólanám, skólar sem bjóða upp á almennt nám, skólar sem leggja sérstaka áherslu á listgreinar eða verknám. Með hugmyndinni um að allir nemendur eigi að eiga rétt til náms í­ sí­num hverfisskóla er í­ raun verið að steypa alla skóla í­ sama farið.
– Hugmyndin um að allir nemendur eigi rétt, ekki bara til að hefja nám, í­ sí­num hverfisskóla heldur til að ljúka því­ lí­ka. Hvaða vitleysa er þetta? Rétt til að ljúka námi? Þ.e. allir skólar eiga að taka við öllum nemendum, hýsa þá í­ 3 – 4 ára burtséð frá því­ hvernig þeir standa sig og útskrifa þá sí­ðan með stúdentspróf sem opnar þeim leið hvert sem er. Þetta er gert með þessum hætti í­ grunnskólunum og alvarlegustu afleiðingarnar að því­ snúast að alvarlega fötlum nemendum. Núna eru þeir sendir hver í­ sinn hverfisskólann þar sem einhver ómenntuð manneskja utan að götunni er dubbuð upp í­ hlutverk stuðningsfulltrúa og fylgir nemandanum allan daginn. Á einstaka stað eru reknar sérdeildir með fagfólki en mjög margir nemendur fara ekki í­ þær. Það er bara staðreynd að þegar sérskólarnir voru lagðir niður versnaði þjónusta við þessa nemendur svakalega, svo svakalega að ég myndi segja að það sem sumum þeirra er boðið upp á í­ dag sé ekki mönnum bjóðandi. Svona er stefnt að því­ að þetta verði í­ framtí­ðinni í­ framhaldsskólunum, þ.e. að í­ staðinn fyrir að mikið fatlaður nemandi fari í­ sérdeild, t.d. í­ Borgarholtsskóla eða FB, þar sem starfar fagfólk sem sérhæfir sig í­ að sinna fötluðum, á hann rétt til að fara í­ sinn hverfisskóla, hugsanlega MR, þar sem hann getur setið í­ hjólastólnum sí­num og verið rúllað fram og til baka um gangana af ómenntuðum stuðningsfulltrúa í­ skóla sem sérhæfir sig (gerir það a.m.k. enn þó það lí­ti út fyrir að það eigi að fara að banna honum það) í­ að undirbúa fólk undir fræðilegt háskólanám.
– Breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla þar sem færni- og leiknimarkmið koma inn auk þekkingarmarkmiða. Nú hef ég í­ sjálfu sér ekkert á móti leikni- og færnimarkmiðum. Hins vegar er vinna með þessi markmið yfirleitt frekar ómarkviss og felst oftar en ekki í­ því­ að sannfæra nemendur um að betra sé að vera jákvæður en neikvæður o.s.frv. Sú vinna er eflaust ágæt í­ yngstu bekkjum grunnskólans en á varla við í­ framhaldsskólum. Þetta eru markmið sem við flest náum í­ okkar almenna daglega lí­fi í­ gegnum samskipti við annað fólk o.s.frv. Alger óþarfi að setja þau í­ aðalnámskrá og fara að vinna í­ þeim með fullkomlega eðlilegu fólki. Þeir sem eiga í­ erfiðleikum með þessi markmið þurfa náttúrulega að fá aðstoð við það í­ sérdeildum eða sérskólum. Það er meðal annars þetta sem ég tel að sé n.k. grunnskólavæðing framhaldsskólanna, þ.e. áherslan færist af fræðilegu, greinabundnu námi, yfir á leikni, færni, innrætingu, umönnun, uppeldi, o.s.frv. Sem er vel að merkja ágætt út af fyrir sig en er bara ekki hlutverk framhaldsskólans.

Niðurstaða:
Fyrir utan þetta sem ég hef nefnt held ég að við ættum að athuga að nú eru uppi hugmyndir um að færa framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna og það þrátt fyrir reynsluna af því­ að færa grunnskólann yfir til þeirra. Ef við tökum allar þessar breytingar saman þá lí­tur þetta svona út: Færum framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna, breytum markmiðum hans í­ átt að markmiðum grunnskólans, hleypum öllum í­ gegn, leggjum niður fagleg úrræði fyrir nemendur með sérþarfir, rýrum gildi stúdentsprófsins, gerum alla framhaldsskóla eins, leggjum niður samræmd lokapróf í­ grunnskóla, tryggjum öllum nemendum skólavist í­ sí­num hverfisskóla og hækkum fræðsluskylduna í­ 18 ár.
Þetta leiðir að sjálfssögðu einungis til sameiningar grunn- og framhalsskólans og þannig séð bara lengingu grunnskólans um þrjú ár sem útskrifar svo alla nemendur með stúdentspróf burt séð frá árangri.
Er það það sem við viljum?

Eurovision 2

Ég vil byrja á því­ að biðjast afsökunar á því­ að hafa misnefnt hina sænsku Perelli eftir einhverjum asnalegum dekkjum. íður en ég fjalla um lögin ætla ég lí­ka að minnast á að ég vil að Danir haldi sig við þennan gaur því­ hann er skemmtilegur og það skilst hvað hann segir. Lundin hinn finnski á enn sem fyrr gáfulegustu athugasemdirnar og sá norski var mun skemmtilegri núna en í­ sí­ðasta þætti. Mér fannst sérstaklega flott hjá honum að vera sá eini sem gaf Noregi fimm stig. Lögin núna voru hins vegar talsvert verri:

1. Albaní­a – Balada e gurid: Hvar á maður að byrja? Fötin, skeggið, enskan? Sviss söng Vampires are alive og Albaní­a kemur og sannar það. Hins vegar er þetta sæmilega flott lag og vel sungið. Á örugglega eftir að raka inn Balkanstigunum. Ég gef þessu 3.

2. Danmörk – Drama Queen: Þetta er voðalega þreytt og þá ekki gott þreytt nostalgí­u retró eitthvað. Bara þreytt og vont. En hvað er hægt að segja? Einhvern vegin tekst Dönunum alltaf að vera í­ lagi, lí­ka þegar þeir eru slæmir. Viðlagið er lí­ka grí­pandi en það hafa bara verið svo mikið betri klæðskiptingar í­ keppninni áður. Ég gef þessu samt 3 (eiginlega bara fyrir viðlagið)

3. Króatí­a – Dragonfly: Þetta er náttúrulega bara það versta af öllu vondu. Þegar lönd senda svona vond lög í­ keppnina verða þau að hafa vöðvahönk og langleggja brjóstadí­vu til að syngja. Króatí­a hefur hvorugt. Þetta fær varla stig frá hinum balkanlöndunum. Ég gef þessu 0.

4. Pólland – The Jet Set: útlitið á þessu minnti á mjög margt; Chicago söngleikinn, Christinu Agulera, Madonnu, MTV, Hip Hop os.frv. Það eina sem þetta minnti eiginlega ekkert á var Pólland sem hingað til hefur verið frekar hefðbundið austur-evrópskt í­ sí­nu lagavali. Ví­deóið var flott og lagið svo sem ekkert slæmt heldur. Það var mikið lagt upp úr kynþokka söngkonunnar en mér fannst eins og söngvarinn væri alveg í­ formi til að fara úr bolnum og vera ber að ofan. Ég ætla að skella 3 á þetta.

5. Serbí­a – Molitva: Þetta lag var feikilega vel sungið og viðlagið kraftmikið og flott. Atriðið var lí­ka mjög serbneskt með þessari slavnesku dulúð sem Serbarnir eru svo færir í­. Man einhver eftir svanakonunni? Það er ljóst að Serbar hafa ákveðið að fara ekki þessa hefðbundu leið að finna leggjalanga, brjóstgóða söngkonu heldur hafa ákveðið að láta hæfileikana ráða og ég vona að það skili sér fyrir þá. Þetta lag fær fullt af stigum frá hinum Balkanlöndunum en e.t.v. ekki mörg frá neinum öðrum. Ég gef þessu 3.

6. Tékkland – Mála Dáma: Þið eruð e.t.v. farin að halda að ég ætli að gefa öllum löndunum 3. En, nei, það er ekki rétt. Þetta lag var vont. Iðnaðarrokk sem vantar iðnaðinn í­. Það hefði lí­klega verið hægt að bjarga þessu fyrir horn með mjög mikilli hljóðversvinnu. Sí­ðan fór ég á klósettið. Þetta er tissepausen í­ keppninni. Ég gef þessu 0.

7. Portúgal – Danca Comigo: Það vantar krókinn í­ céið. Kómí­ski dansinn? Það myndi a.m.k. passa vel við dansarana sem voru þarna á bakvið hana. Þetta var lí­ka svona retró nostalgí­udæmi eins og Holland en bara ekki eins gott. Hins vegar er ég mjög hrifinn af portúgölsku og bakraddasöngkonurnar í­ gullkjólunum eru náttúrulega bara stórkostlegar. Ekki jafn gott og Holland en fí­nt samt … Ég verð lí­klega að gefa þessu … 3.

8. Makedóní­a – Mojot Svet: Hljómar eins og mikill sviti. Það verður samt að segjast eins og er að Makedónar eru mjög færir í­ Eurovision og þetta var ekta Eurovision, ekta Balkan og söngkonan með þá lengstu og flottustu leggi sem ég hef séð í­ Eurovision … eða bara á ævinni. Ólí­kt Serbí­u á þetta lag eftir að fá atkvæði frá fleirum en hinum Balkanlöndunum. Ég gef þessu alveg 4.

9. Noregur – Ven a Bailar Conmigo: Ég held að fá lönd hafi sent jafn fjölbreytt lög í­ Eurovision og Noregur. Þetta er talsvert frábrugðið Bobbysocks og Wig Wam (þó fannst mér ég sjá aðra söngkonuna úr Bobbysocks í­ kynningunni). Þetta er suðrænt latí­nólag sem lí­ður óneitanlega fyrir það að við Norðurlandabúar kunnum ekkert að gera svoleiðis lög. Munið þið eftir Sólarsamba? Portúgalska lagið er t.d. mun betra. Og hvar drógu þeir upp þessa söngkonu? Hún var svo andlitsstrekt og með svo mikið botox í­ vörunum að hún afskræmdist í­ framan í­ hvert sinn sem hún reyndi að ná háu tónunum og silí­konið var gersamlega við að springa upp úr kjólnum. Og kjólatrikkið! ÞREYTT! Mjög vont, alveg hryllilega vont. Getur maður gefið mí­nus stig? Ég gef þessu feitt 0.

Þá er þessu lokið um annan þáttinn. Fylgist spennt með umfjöllun minni um þriðja þáttinn og í­ framhaldi af því­ lokauppgjöri á lögunum sem taka þátt í­ undankeppninni.

Eurovision 1

Þá er Eurovisionið byrjað fyrir alvöru. í gær var fyrsti kynningarþátturinn í­ sjónvarpinu og það var gaman að sjá hina sænsku Pirelli aftur (eða eru það einhver dekk)? Það eru komnir tveir nýir í­ þáttinn og mér fannst sá danski mjög skemmtilegur en sá norski var frekar leiðinlegur. Eirí­kur og Thomas stóðu hins vegar vel fyrir sí­nu. Ég vil lí­ka gefa þýðandanum prik fyrir að nota orð eins og sprund og launhelgar í­ þýðingunni. Settið er lí­ka skemmtilega hallærislegt og slönguserí­urnar voru alveg frábærar. En kí­kjum þá á lögin:

1. Búlgarí­a – Voda. Þetta er mjög dæmigert Austur evrópskt lag með þjóðlagaí­vafi og trommum en það óvanalega er teknótakturinn sem dunar undir. Það hefði átt að gera þetta lag alveg frábært því­ þetta Austur evrópska etnódót er yfirleitt mjög grí­pandi og flott en það var eiginlega það eina sem vantaði í­ þetta lag. Ég gef því­ 3. Ég er sammála því­ sem þurirnir sögðu að þetta virkaði frekar eins og langt intró.

2. ísrael – Push the Button. Til að byrja með minntu þeir mis svolí­tið á Madness en svo kom rappkafli í­ lagið og svo einhver annar kafli o.s.frv. Þetta var bara mjög vont. Ég gef 0.

3. Kýpur – Comme Ci, Comme Ca. Mér fannst þetta lag mjög flott. Það getur haft eitthvað að gera með það að mér finnst flott að heyra rokk sungið á frönsku. Það eina sem vantar upp á fimmuna er að lagið er ekki alveg nógu grí­pandi. Ég gef 4.

4. Hví­ta Rússland – Work your Magic. Þetta var tví­mælalaust besta lagið fram að þessu. Bæði er lagið mjög flott og grí­pandi og svo er það vel sungið. Söngvarinn var hins vegar frekar klí­gjuvekjandi (minnti mig samt svolí­tið á Skara Skrí­pó). Þarna er um að ræða rokkað Austur evrópskt etnó-popp með grí­pandi viðlagi. Hefur það eina sem Búlgarí­u vantaði. Ég gef 5.

5. Ísland – Valentine Lost. Eirí­kur er náttúrulega bara flottur en eitthvað fannst mér lagið missa marks við að vera flutt yfir á ensku. Kannski var það bara hljóðblöndunin en ég heyrði varla textann og það varð til þess að viðlagið (sem er mjög grí­pandi) hvarf einhvernveginn. Ég vona að þetta verði skýrara í­ keppninni því­ eins og þetta var þarna get ég bara gefið því­ 3.

6. Georgí­a – Visionary Dream. Söngkonan sem flytur þetta lag er gullfalleg og hún syngur lí­ka ákaflega vel. Lagið er hins vegar ekki alveg nógu gott. Ég man satt að segja frekar lí­tið eftir þessu en ég ætla að gefa því­ 3.

7. Svartfjallaland – Adje Kroci. Þarna vantar hattinn yfir c-ið. Ví­eóið var verulega flott. Hví­tir brúðarkjólar og mótorhjól er samsetning sem virkar af einhverjum ástæðum. Keppnin virðist ætla að verða nokkuð rokkuð í­ ár því­ þarna var enn eitt rokklagið á ferð. Þetta lag var meira grí­pandi en það í­slenska en ekki jafn grí­pandi og það frá Hví­ta Rússlandi. ílí­ka og Kýpur og því­ gef ég 4.

8. Sviss – Vampires are Alive. Þetta var mjög flott en um leið ákaflega skrýtið. Ég vona að gaurinn sé að djóka því­ sem grí­n er þetta alveg stórkostlegt en ef hann meinar þetta þá er þetta ákaflega sorglegt. Lagið og uppsettninginn minnti mig mikið á Buffy the Vampire Slayer en þess ber þó að geta að ég hef ekki séð Buffy þátt í­ ákaflega mörg ár. Full kjánalegt en ég gef þessu samt 3.

9. Moldaví­a – Fight. Það fyrsta sem mér datt í­ hug þegar ég sá alla þessa menn í­ hví­tu skyrtunum detta í­ moldina og verða drulluskí­tuga var að þetta væri lí­klega Ariel Ultra auglýsing og þeir væru allir að hlaupa í­ þvottahúsið en svo bara hlupu þeir og hlupu og enduðu hvergi. Hvert voru mennirnir eiginlega að hlaupa? Hvað átti þessi eldur lí­ka að merkja? Lagið var samt allt í­ lagi. Rokkað en ákaflega óeftirminnilegt. Ekki alveg jafn gott og í­sland eða Georgí­a svo ég gef 2.

10. Holland – Top of the World. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað á að segja um þetta. Hljómaði eins og framlag frá Þýskalandi einhvern tí­man á 9. áratugnum. Ég fékk smá nostalgí­ukast og fí­laði þetta bara í­ botn. Þar að auki syngur söngkonan ákaflega vel og er voða sæt, lagið grí­pandi og retró í­ tí­sku svo ég ætla bara að skella á þetta 5.

Ég býst við að það séu ekki allir sammála mér um þetta en mér er lí­ka alveg sama. Það lí­tur hins vegar út fyrir að Eurovision verði ákaflega fí­nt í­ ár.

Nýjustu fréttir

Ekki af mér samt. Enda er ekkert að frétta af mér. Maður er bara að vinna og læra. Annars ákvað ég að skrá mig úr einu af námskeiðunum sem ég var í­ því­ þetta var bara allt of mikið, þ.e. að vera í­ þremur námskeiðum. Ég ætla að láta tvö nægja. Núna fer ég að blogga því­ að það er engin formúla í­ sjónvarpinu þessa helgina.

Það er tvennt sem hefur vakið athygli mí­na sí­ðustu daga. í fyrsta lagi að MR vann Gettu betur. Ég sá ekki keppnina alla heldur bara svona sí­ðustu 15 mí­núturnar og það var hreint ótrúlegt að fylgjast með því­ hvernig MR náði að jafna í­ lokaspurningunni og hafa svo sigur í­ bráðabana. Þó svo að ég kætist fyrir hönd mí­ns gamla skóla get ég ekki annað en vorkennt MK. Það hlýtur að vera skelfilegt að hafa sigurinn svona í­ höndunum og missa hann svo frá sér. Ég geri ráð fyrir að Egill Skallagrí­msson eigi aldrei eftir að hverfa keppendum MK úr minni. MK komst í­ úrslit eftir svipaða bráðabanakeppni þar sem þeir höfðu verið undir alla keppnina en náðu að jafna í­ lokaspurningunni. E.t.v. var þetta skáldlegt réttlæti, a.m.k. hljýtur einhverjum úr MH að hafa fundist það. Annars hefði mér sjálfum fundist prýðilegt ef MK hefði unnið, mér sýndust þeir vel að því­ komnir.

Hitt sem ég var að hugsa um er álverskosningin í­ Hafnarfirði. Það er margt ákaflega skrýtið í­ sambandi við þá kosningu. T.d. hvernig fylgismenn stækkunar hafa talað um að það sé fáránlegt að setja þessa ákvörðun í­ í­búakosningu og hvernig andstæðingum Samfylkingarinnar hefur tekist að túlka þessa kosningu sem vanhæfni flokksins til að taka ákvarðanir. Það að láta fólkið sjálft hafa völdin í­ þessu máli er sem sagt ekki ákvörðun. Óskiljanlegast þykir mér að þeir sem tala svona skuli ekki bara lí­ka finnast undarlegt að það þurfi yfir höfuð að hafa kosningar, t.d. til Alþingis. Geta stjórnvöld ekki bara ákveðið hverjir eigi að vera á þingi?

Niðurstaðan gæti bætt kjör allra landsmanna verulega. Hún nægir þó ekki ein til. Það þarf lí­ka að stöðva stóriðjuáform annars staðar á landinu til að koma böndum á þensluna. Efnahagsástandið hérna er náttúrulega svo fáránlegt að maður getur ekki annað en hrist hausinn í­ forundran. Virtir hagfræðingar hafa bent á að það kostar meðalfjölskylduna á Íslandi u.þ.b. hálfa milljón á ári í­ auka vaxtakostnað að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil á Íslandi. Þetta hefur verið þaggað niður. Þrátt fyrir að vörugjöld á ýmsar vörur hafi verið lögð niður og virðisaukaskattur lækkaður er matvælaverð á Íslandi enn hæst í­ heimi, vinnudagurinn lí­ka með þeim lengri og framleiðni á hverja vinnustund fáránlega lág. Þetta er arfur frá gamla bændasamfélaginu þar sem vinnuharkan fólst í­ því­ að vera stanslaust að frá morgni til kvölds með þeim afleiðingum að fólki vannst náttúrulega varla neitt aðframkomnu af þreytu. Þrátt fyrir þetta er þvergirðingsháttur, þröngsýni, þjóðhyggja og þumbaraskabur meirihlutans (meirihluta stjórnmálamanna a.m.k.) slí­kur að það er algert bannorð að ræða hér um Evrópusambandið.

Mér datt eitt í­ hug í­ viðbót. Ein fáránlegasta hugmyndin sem hefur verið í­ umræðunni sí­ðustu daga er að færa framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna. Gleymum ekki að þau geta varla rekið grunnskólana skammlaust í­ dag. Hvað þá að færa heilsugæsluna yfir til þeirra. Skynsamlegast væri held ég að flytja sem flest verkefni frá sveitarfélögunum og leggja þau svo niður í­ kjölfarið. Á Íslandi búa ekki nema um 300.000 manns. Það er álí­ka mikið og í­ litlu sveitarfélagi erlendis. Við þurfum ekkert fleiri sveitarfélög. Lausnin er bara að sameina þessi tvö stjórnsýslustig.