Eurovision 7

Mikið þykir mér skemmtilegt að heyra hvað Íslendingar eru vonsviknir yfir því­ að Eirí­kur Hauks komst ekki áfram. Það virðist engu skipta þó Ísland hafi aldrei komist upp úr undankeppninni, alltaf gera menn sér jafn stórar og miklar vonir og alltaf verða menn jafn svekktir og sárir þegar það gerist ekki og fara að tala um Austur-Evrópu mafí­una (sem er álí­ka raunverulegt fyrirbæri og Norðurlandamafí­an). Það merkilega er að þeir sem sárastir eru virðast vera þeir sem almennt tala frekar um að þeir hafi engann áhuga á Eurovision og þetta sé allt saman fáránlegt og ömurlegt hvort sem er. Fréttir um þetta komast í­ aðalfréttatí­ma hjá Rúv og fólk er hvatt til að kjósa bara Sví­þjóð og Finnland í­ kvöld. Eins og það þurfi að hvetja Íslendinga til þess. Við búum við það að hafa sama tónlistarsmekk og Norðmenn, Sví­ar og Danir og kjósum þá þess vegna.
Annars er þessi hugmynd um Austur-Evrópu mafí­una mjög áhugaverð, því­ þá hljóta þessi lönd að hafa sammælst um það á sí­ðasta ári að komast ekki upp úr undankeppninni eða lenda í­ neðstu sætunum í­ úrslitunum svo þau gætu öll tekið þátt í­ undankeppninni í­ ár svo þau gætu komið í­ veg fyrir að Ísland kæmist áfram. Það hlýtur að þurfa mikla paranoju til að hugsa svona. Við skulum muna að flest Vestur-Evrópu löndin eru komin í­ úrslitin nú þegar. Hvort sem það er vegna þess að þau halda keppninni uppi eins og Bretland, Frakkland, Þýskaland og Spánn eða vegna þess að þau fengu helling af atvkvæðum (frá Austur-Evrópu) í­ fyrra eins og Sví­þjóð, Finnland og írland. Austur-Evrópuþjóðir eru svo einfaldlega fleiri en Vestur-Evrópuþjóðirnar og því­ eðlilegt að þær séu fleiri í­ úrslitum Eurovision. Merkilegt finnst mér lí­ka að ég hef engan heyrt halda öðru fram en að Austur-Evrópulöndin hafi ekki einfaldlega verið með bestu lögin núna. A.m.k. má benda á að DJ Bobo er helsti stuðningsmaður Íslendinga í­ þessum málflutningu og svissneska lagið var náttúrulega ömurlegt.
Annars ætla ég að hætta þessu bulli og spá fyrir um úrslitin í­ kvöld. Sjálfum finnast mér lögin frá Hví­ta-Rússlandi og Rússlandi flottust. Hins vegar má ekki vanmeta Tyrki í­ þessu sambandi og Grikkir koma lí­ka sterkir til leiks. Sví­ar fá örugglega fullt af stigum frá Vestur-Evrópu sem geta fleytt þeim langt og svo má ekki gleyma úkraí­nu og Lettlandi sem eru með öðruví­si atriði sem eflaust á eftir að ganga vel. Þessum 7 löndum ætla ég að raða í­ sæti svona:

7. Grikkland
6. Lettland
5. Tyrkland
4. úkraí­na
3. Sví­þjóð
2. Hví­ta-Rússland
1. Rússland

Samkvæmt þessu spái ég Rússum sigri en keppnin í­ ár er það jöfn að það ætti ekki að koma á óvart þó hvaða land sem er af þessum 7 vinni. Það er athyglisvert að á þessum lista hjá mér er bara eitt land frá Vestur-Evrópu. Ég vona að það þýði ekki að ég sé orðinn hluti af Austur-Evrópu mafí­nunni.