Spice Girls saman á ný!

Ég var að hugsa um að hafa titilinn allan með hástöfum svo það liti út eins og ég væri að garga af fögnuði en svo sá ég að mér og ákvað að splæsa þessu upphrópunarmerki í­ staðinn. ístæða þessa gí­furlega fögnuðar er að sjálfssögðu að Kryddpí­urnar dásamlegu eru að koma saman aftur. Vér gamlir aðdáendur ráðum okkur nú vart vegna kæti. Hitt þykja mér þó léleg vinnubrögð og með ólí­kindum að hafa nöfn stúlknanna í­ rangri röð við myndina, bæði á visir.is og í­ Fréttablaðinu. Þeir gefa nöfnin upp sem; Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell. Þegar hið rétta er að frá vinstri eru þær á myndinni; Victoria Beckham, Melanie Chisholm (Mel C), Geri Halliwell G, Emma Bunton og Melanie Brown (Mel B).

Vændi smændi

Annað hvort er að Alþingi Íslendinga er búið að setja lög sem banna einkadans eða þá að slí­k lög eru í­ deiglunni. Nú er ég ekki sérstakur talsmaður einkadans per se, og hitt er lí­ka vitað að stöðum þar sem boðið er upp á slí­kan dans, sem og strí­pidans hvers konar sem þó ekki er einka, fylgja sögusagnir um vændi, mansal og dópsölu. Tvennt það sí­ðarnefnda er ólöglegt. Ég er hins vegar efins um að það að ráðast gegn einkadansi og/eða strí­piklúbbum hafi mikið að segja í­ baráttunni gegn vændi, mansali og dópi. Þessi lög held ég að spretti frekar af siðvendni, eða vilja til að lí­ta út fyrir að vera siðvandur, frekar en að menn hafi hugsað málið til enda og minnir þannig frekar á áfengisbannið á sí­ðustu öld heldur en skynsamlegar aðgerðir gegn glæpsamlegu athæfi. Ég hef áður gripið til þeirrar lí­kingar að það dettur engum í­ hug að banna í­þróttafatnað þó svo að vitað sé að hluti hans er framleiddur með barnaþrælkun í­ Austurlöndum. Ég held að við verðum bara að bí­ta í­ það súra epli að það eru ekki allir skinheilagir og það sem Bubba Morthens þykir gott og gilt getur Hauki frænda þótt helst til vilt. Það er ekki þannig að þá sé bara best að banna það. Reyndar efast ég um að þetta bann standist fullkomlega nútí­ma hugmyndir um frelsi. Hér væri hægt að telja upp atvinnufrelsi, persónufrelsi, tjáningarfrelsi o.s.frv. en um leið og við lí­tum á um hvað er að ræða, þ.e. dans sem fram fer þar sem einungis tveir eru til staðar, dansarinn og áhorfandinn, sem hefur borgað fyrir að sjá dansinn, hvort sem um er að ræða nektardans eða annan dans, þá verður hugmyndin um að banna hann einhvern veginn fáránleg. Hvað ef tveir kaupa dans? Er þetta bundið við dans þar sem dansarinn fer úr fötunum? Hljómar allt saman hálf kjánalega. Sjálfur er ég frekar fylgjandi því­ að ráðast gegn mansali heldur en fyrirbærum sem um ganga sögur að séu einkenni þess.
Og fyrst ég er byrjaður að vera svona upp á móti þá er best að hætta þessu röfli og fara að sparka í­ hund (óviðeigandi grí­n en ég ræð bara ekki við mig). Merkilegt að fólk getur æst sig upp í­ móðursýki yfir þessum hundi (já,já, ég veit þetta var ógeðslegt) en ypptir ekki öxlum yfir barnamorðum ísraela í­ Palestí­nu (Darfúr, Kasmí­r o.s.frv.).

Skóli eða fangabúðir

Um daginn las ég frétt um það að Hjallastefnan hefði verið að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar í­ Reykjaví­k. Fyrir rekur stefnan nokkra eigin leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri auk smábarnaskóla. Um þetta má lesa á heimasí­ðu samtakanna. Fyrst þegar ég heyrði af Hjallastefnunni var það einungis það að hún gengi að einhverju marki út á það að aðskilja kynin í­ uppeldis- og kennslustarfi og leyfa hvoru kyni fyrir sig að þroskast á eigin forsendum. Það þótti mér í­ sjálfu sér ekki slæm hugmynd, sérstaklega í­ ljósi þess að grunnskólar í­ dag eru e.t.v. frekar drengfjandsamlegir.
Þegar leikskóli Hjallastefnunnunar hafði verið starfandi í­ nokkra daga hér á Akureyri fór ég að skoða hann á opnum degi þar sem öllum bæjarbúum var boðið að koma. Þarna voru kynskiptar deildir með ámáluðum hólfum á gólfum fyrir börnin að sitja í­ og lí­nur á öllum gólfum til að ganga eftir. Ég ræddi við starfsmenn og spurði meðal annars út í­ því­ af hverju allar deildirnar væru nákvæmlega eins (þeir voru ekki vissir), af hverju það væri nánast ekkert dót þarna inni (það mátti ekki hafa of mikið áreiti heldur var valið dót og tí­mi fyrir börnin), af hverju það væru engin verk eftir börnin neins staðar (það var bannað að hafa slí­kt til sýnis) og af hverju það þótti nauðsynlegt að kynskipta þeim alltaf en ekki bara stöku sinnum (það var bara hluti af Hjallastefnunni). Ég fór lí­ka og skoðaði skólalóðina hjá þeim sem er mjög falleg með vönduðum leiktækjum. Þar tjáði starfsmaður mér að þegar börnin færu út fengju allir skóflu og fötu. En ef einhvern langar að leika sér með eitthvað annað? spurði ég. Það er ekki í­ boði, var svarið. Hér er úthlutað dóti þegar börnin fara út og allir fá það sama. Þannig er komið í­ veg fyrir leiðindi og rifrildi um dótið.
Ég fór af leikskólanum þennan dag með þá hugmynd að Hjallastefnan ræki ekki leikskóla heldur fangabúðir fyrir börn. Ég hef af þessu talsverðar áhyggjur, sérstaklega í­ ljósi þess að æ fleiri sveitarfélög eru að fá Hjallastefnuna til að reka leikskóla fyrir sig og það þykir voðalega smart í­ dag og Margrét Pála er orðin að einhvers konar gúrú þessa fólks. Ég er hræddur um að sveitarfélögin taki þessa ákvörðun að fela Hjallastefnunni að reka leikskóla á öðrum forsendum en faglegum. Ég kannast við sögur þess efnis að starfsfólk hafi yfirgefið Hjallastefnuna vegna faglegs ágreinings og að ef menn kaupi ekki með húð og hári kenningar og starfsaðferðirnar sé betra fyrir mann að fara. Það er e.t.v. ekki skrýtið og eðlilegt þegar verið er að starfa eftir svo skýrt markaðri stefnu að þeir sem ekki eru 100% sammála henni eigi ekki heima í­ þeim skólum sem vinna samkvæmt henni. Hitt þykir mér verra sem ég hef heyrt að börn sem koma í­ hefðbundinn grunnskóla úr leikskólum Hjallastefnunar ráði einfaldlega ekki við það umhverfi sem þar er að finna. Þ.e. að þurfa að umgangast börn af hinu kyninu, að hafa sjálf val um viðfangsefni, leiki, hvaða dót eigi að nota o.s.frv., að frí­mí­nútur þar sem þeim er ekki úthlutað fötu og skóflu séu þeim ofviða og að þetta brjótist út í­ aga- og stjórnleysi. S.s. börnin ráða ekki við það aukna frelsi sem fylgir því­ að losna úr fangabúðunum.
Á Íslandi er ekki neitt opinbert apparat sem fylgist með framkvæmd hins daglega starfs í­ leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Ég er mjög hræddur um að við séum að sigla inn í­ mjög erfið mál í­ framtí­ðinni ef Hjallastefnan fær að halda áfram eftirlitslaust í­ sí­num skólarekstri.

Lord’s Cricket Grounds

Enn af Monty Python. í 2o. þætti er krikketleikur á Lord’s Cricket Grounds á milli Íslands og Englands sem Ísland er að mala þegar englendingar senda grænan chesterfieldsófa inn á í­ vörnina. Minnti mig á annan chesterfieldsófa sem birtist óvænt á Lord’s Cricket Grounds en þá í­ leik á milli Englands og ístralí­u ef ég man rétt.

Google Withers

Merkilegt, en í­ Monty Python’s Flying Sircus, þætti nr. 7 frá 1969 sem fjallar um innrás geimvera sem breyta öllum englendingum í­ skota er lögreglumaður að lesa bókina: „The Rise and Fall Of The Roman Empire“ eftir Google Withers. Það er m.a.s. skrifað með sama letri og Google á Google.com.

Bloggað um fréttir

Ég er alveg hættur að bæta í­ tenglalistann minn. Þess í­ stað fara öll blogg sem ég hef áhuga á að skoða og lesa inn í­ Readerinn og aðrar sí­ður í­ Favorites. Ég er búinn að vera í­ sumarbústað í­ Hjaltastaðaþinghá sí­ðustu daga og hef ekkert komist á netið. Þegar ég leit á Readerinn áðann voru þar 100+ færslur sem ég átti eftir að skoða. út frá þessum færslum fór ég svo að skoða aðrar færslur sem ví­sað var til sem endaði með því­ að ég er búinn að skoða ógrynni Moggablogga í­ kvöld. Hingað til hef ég ekki velt þessu fyrirbæri neitt sérstaklega fyrir mér en eftir að hafa skoðað sí­ðu eftir sí­ðu af moggabloggum þar sem hver einasta færsla var nokkurra lí­na komment á einhverja frétt af mbl.is og stundum nánst orðrétt endursögn af viðkomandi frétt, þá get ég ekki annað en tekið undir með Stebba Páls að þessu fyrirbæri væri óskandi alls ills. Það er vonandi að eyjan.is verði eitthvað skárri. Þangað virðast allir þekktustu pólití­sku bloggararnir vera að fara þessa dagana. Einhversstaðar heyrði ég því­ fleygt að þetta væri strik.is að ganga í­ endurnýjun lí­fdaga.
P.S. Ég held að ég hafi aldrei áður sett svona marga linka inn í­ eina færslu.

Einkaskólisminn

Á mbl.is í­ dag er sagt frá því­ að verið sé að athuga að breyta MA í­ einkaskóla. í fréttinni er tekið fram að ekki eigi samt að taka upp skólagjöld. Það fylgir lí­ka að þarna sé að ræða um að reyna eigi að auka tekjur MA aðrar en þær sem fara í­ launakostnað en hann hví­lir alfarið á rí­kinu, eins og reyndar í­ einkaskólum, s.s. Versló.
Mig langar að tengja þetta frétt um útskrift úr Kennaraháskóla Íslands þar sem fram kom að kennarastéttin er fjölmennasta fagstéttin á Íslandi og að um helmingur útskriftarnema núna séu að útskrifast úr fjarnámi. Ég er sjálfur í­ fjarnámi eins og stendur en þó ekki við KHí, þannig að ég ætla ekkert sérstaklega að fara að pönkast á fjarnáminu sem slí­ku. Mér finnst hins vegar allt í­ lagi að það komi fram að mí­n reynsla af námi við KHí er sú að það sé frekar létt og geri ekki miklar kröfur. Sú staðreynd að mjög fáir falla í­ kennaranámi, kennarar útskrifast hundruðum saman á hverju vori, fleiri sækja um í­ kennaranámi en komast að og hundruð stunda námið þar að auki meðfram vinnu í­ fjarnámi er hins vegar að mí­nu mati ein helsta ástæðan fyrir þeim vanda sem kennarar standi frammi fyrir í­ dag. Þ.e. þeir njóta lí­tillar sem engrar virðingar í­ samfélaginu, það er nóg af fólki til að sinna störfum þeirra sem þ.e.l. eru mjög illa launuð og það er enginn vilji til að gera nokkuð í­ þeim málum.
Þetta fyrirkomulag á kennaramenntun leiði svo til þess að kennarar sem sjálfir hafa farið í­ gegnum nám sem gerir nánast engar námslegar kröfur til þeirra skilja ekki þá hugmynd að til eigi að vera nám sem hver sem er getur ekki lokið. Það að einhver falli á samræmdum prófum eða geti ekki farið í­ hvaða framhaldsskóla sem er og lokið stúdentsprófi af leirkerabraut með möguleika á að fara þaðan beint í­ lækninn er eitur í­ beinum margra grunnskólakellinga.
Af hverju er ég að draga þetta fram hér þegar ég byrjaði á því­ að velta því­ upp hvort mögulega ætti að gera MA að einkaskóla? Jú, vegna þess að í­ huga þessa sama fólks eru einkaskólar afsprengi hins illa og skiptir þá engu að einkaskólar á Íslandi eru engir einkaskólar heldur frekar rí­kisskólar sem afla einnig tekna annars staðar frá og innheimta skólagjöld. Það er rí­kið sem stendur undir rekstri þeirra allra. Þannig á það lí­ka að vera. Það ætti í­ raun að breyta öllum skólum á Íslandi í­ einkaskóla. Rí­kið sæi áfram um að borga laun en skólarnir gætu sjálfir aflað tekna og styrkja sem þeir gætu ráðstafað af vild, t.d. til að borga hærri laun, fjárfesta í­ betri tækjum o.s.frv.
En hvað með skólagjöldin? Hrópa þá einhverjir. Er með þessu ekki verið að stuðla að ójöfnuði? Jú, lí­klega. Hins vegar væri hægt að taka upp s.k. áví­sanakerfi eins og tí­ðkast t.d. í­ Hollandi. Þá fá fjölskyldur loforð fyrir ákveðinni upphæð frá rí­kinu í­ skólagjöld. Þannig geta nemendur sótt þann skóla sem höfðar mest til þeirra og rí­kið borgar skólagjöldin. Það er svo spurning um útfærslu hvort fjölskyldur fái að hirða mismuninn ef skólagjöldin eru lægri en sem nemur rí­kisloforðinu eða þurfi að borga sjálfar séu skólagjöldin hærri, eða hvort setja þurfi þak á skólagjöld eða eitthvað í­ þá áttina.
Þetta tel ég að ætti lí­ka að eiga við um grunnskóla, fyrir utan að kennaranámið ætti að gera kröfur til nemenda svo það renni ekki allir þar í­ gegn og kennarar verða að skilja að 40% fall í­ einhverri námsgrein eða einhverjum skóla þýðir ekki að þar sé eitthvað að heldur að þar séu gerðar kröfur til nemenda og aðeins þeir góðu komist í­ gegn.

Afmælisbí­ladagur

Það eru einhverjir bí­ladagar hér á Akureyri um helgina og þ.a.l. ekki þverkeyrandi um bæinn fyrir einhverjum vitleysingum á sportbí­lum sem þeir ráða ekki við í­ spyrnu á götunum. Umferðin er reyndar það þétt að aðferðin sem þeir þurfa að notast við er að lulla eins hægt og þeir geta þangað til það myndast u.þ.b. tí­u metra bil í­ næsta bí­l og gefa svo allt í­ botn og klossbremsa rétt áður en þeir lenda aftan á stuðaranum á þeim sem er fyrir framan. Eins er hægt að reykspóla út af bí­lastæðum inn í­ glufur sem myndast í­ umferðina, en á svo öflugum bí­l að unglingurinn við stýrið ræður ekki við kraftinn missir afturendann og snýst nánast í­ hálfhring svo hann endar með framhlutann á öfugri akrein og fær næstum bí­linn sem er að koma á móti framan á sig nema auðvitað út af því­ að þar er við stýrið nýorðinn 36 ára fjölskyldufaðir sem af reynslu og yfirvegun tekst að koma í­ veg fyrir stórslys.
Þessir sportbí­laí­ðjótar og mótorhjólapakk troðfyllir svo auðvitað alla veitingastaði svo nýorðinn 36 ára fjölskyldufaðir getur ekki einu sinni boðið fjölskyldunni út að borða og neyðist til að kaupa Daloon vorrúllur í­ Strax til að hafa í­ afmælismatinn.
Lí­fið er hins vegar dásamlegt þar sem ég fékk Wintersmith í­ afmælisgjöf og er að fara að lesa hana á eftir.

Afmæli

Ég á afmæli í­ dag. Þegar maður er lí­till fagnar maður afmælum en eftir því­ sem aldurinn færist yfir verða þau bara einhvers konar viðmiðunardagsetningar, eins og skiladagurinn á skattframtalinu, sí­ðasti dagur sem hægt er að póstleggja jólakortin o.s.frv. Maður fær samt alltaf eitthvað smálegt á afmælinu sí­nu og það er gaman jafnvel þó maður sé að verða 36 ára.