Hrói Höttur og Raikkonen

Fór á ættarmót um helgina. Það var mjög gaman þó ég sé ekki ættrækin maður að eðlisfari. Gulla fór með svona til tilbreytingar og ég held að henni hafi bara þótt þetta ágætt. Ég tók sjónvarp með mér svo ég gæti horft á formúluna á sunnudaginn. Nennti reyndar ekki að klára það svo ég gæti lagt fyrr af stað heim svo ég missti af því­ þegar Raikkonen tók fram úr Massa. Það er ánægjulegt að Ferrari sé að veita MacLaren samkeppni. Ég held að það hefði verið of einhæft ef Hamilton og Alonso hefðu bara verið að keppa. Ég er lí­ka ánægður með að Raikkonen skyldi vinna, hann var alltaf minn maður hjá MacLaren þó ég geti ekki haldið með honum eftir að hann færði sig yfir til Ferrari.
Lenti í­ því­ í­ gær að skipta yfir á þáttinn Robin Hood á Skjá Einum. Ég var lengi að velta því­ fyrir mér hvort þetta ætti í­ raun að vera í­ Englandi á miðöldum eða hvort um væri að ræða þáttaröð sem ætti að gerast eftir þriðju heimsstyrjöldina eða eitthvað slí­kt. A.m.k. voru allar konur málaðar að nútí­masið, talsvert um svarta og así­ska leikara, ýmis klæðnaður með nútí­masniði (og augljóslega framleiddur með nútí­maaðferðum). Komst að því­ að annað hvort er þetta bara svona rosalega lélegt eða þá að ég er ekki að ná brilljansinum í­ þessu.