Hr. Ólafur

er ekki sami Ólafur og sá sem vill láta kalla sig Reykjarví­kurbashi. Mér skilst að það sé óvirðing við forsetaembættið að nota ekki Hr. þegar talað er um forsetann. í ljósi þess að ég ber hvorki virðingu fyrir forsetaembættinu né þeim sem gegnir því­ núna (eins og ég hef fjallað í­tarlega um áður) ætti ég samt kannski að sleppa því­. Mig minnir þó að Ólafur Ragnar hafi eitt sinn verið mjög góður ræðumaður og flutt ýmsan hvassan pistilinn úr ræðustól Alþingis og á pólití­skum fundum. Núna er hann hins vegar búinn að tileinka sér þessa mærð og þennan óeðlilega talanda sem helst einkennir presta og aðra froðusnakka. Það var raun að hlusta á hann í­ útvarpinu áðan og raunar endaði það á því­ að ég hljóp út og setti kartöflurnar á grillið meðan ég beið eftir næstu frétt. Hvenær ætli landinn átti sig á tilgangsleysi (og aðalsmannahugsunarhætti) forsetaembættisins og leggi það niður?