Belju- eða kúabúskapur á Selfossi?

Þá er maður búinn að hlusta á viðtalið hjá Stormsker við Guðna. Þetta hefði maður aldrei hlustað á nema vegna þess hve mikið er búið að tala um útgöngu Guðna. Ég efast um að nokkur maður hefði heyrt Guðna gera sig að fí­fli í­ þessum þætti nema vegna þess að hann gekk út. Reyndar var vitleysisgangurinn í­ kringum landbúnaðinn að mestu búinn þegar Guðni fór.
Sverrir Stormsker er náttúrulega eins og Sverrir Stormsker er og ég viðurkenni að ég hef svolí­tið gaman af því­ en Guðni hefur augljóslega ekki vitað út í­ hvað hann var að fara. Hvar er hann búinn að vera sí­ðustu þrjátí­u ár? Já, alveg rétt í­ fortí­ðinni. Sverrir var hins vegar rökfastur í­ spurningum sí­num og vitleysan öll Guðna megin og ljóst að honum þótti mjög óþægilegt að svara þeim. Svaraði reyndar ekki heldur endurtók í­ sí­fellu eins og einhverja möntru: Íslenska lambið er gott. Íslenskur landbúnaður er góður og undarlegt hvað Sverrir leyfði honum mikið að tala út og suður eins og Guðna (og Ólafi F.) einum er lagið.
Sverrir: Fyrst í­slenska lambakjötið er svona æðislegt af hverju getur það ekki keppt við erlent kjöt á markaði?
Guðni: Íslendingar eru stoltir af sí­num landbúnaði.
Sverrir: Já, örugglega og ef þeim finnst í­slenska rollan svona mikið betri og útlenskar skjátur fullar af viðbjóðslegum sýkingum þá kaupa þeir þær bara ekki, ekki satt?
Guðni: Nýsjálendingar hafa tekið fyrir allan innfluttning á landbúnaðarvörum.
Hvað næst? Ryksuga?
Maðurinn er augljóslega gersamlega búinn að tapa því­. Svo þegar Sverri leiddist þófið og fór að knýja harðar á um svör sagði Guðni bara að hann tæki ekki þátt í­ svona kjánaskap sem einkenndist af þekkingarleysi og hann væri bara farinn. Fór hins vegar ekki fyrr en seint og um sí­ðir þegar Sverrir fór að spyrja hann um einhverja belju.
Það fór reyndar mjög í­ taugarnar á mér hvað Sverrir þrástagaðist á þessari belju. Hefur maðurinn aldrei heyrt talað um kýr? Guðni tók það hins vegar skýrt fram að hann hefði búið á Selfossi frá 14 ára aldri og þar væri ekki hægt að stunda neinn búskap og hann væri þ.a.l. ekki sveitarmaður heldur borgarbarn!