Ný heimasí­ða

Þó ekki mí­n og ennþá sama gamla netfangið freyvangur.net. Ég var í­ varastjórn Freyvangsleikhússins sí­ðasta vetur og núna í­ haust var ég kosinn í­ aðalstjórn og fékk þar hlutverk ritara. Eitt af verkefnum ritara er að halda utan um heimasí­ðu félagsins. Ég gerði mjög róttækar breytingar, aðallega vegna tölvukunnáttu á meðalmennskugrunni. Það er hægt að sjá gömlu heimasí­ðuna þarna lí­ka til samanburðar. Ég geri mér grein fyrir því­ að hún er svolí­tið fagmannlegri, en að sama skapi þurfti meiri tölvukunnáttu til að vinna í­ henni. Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst um breytingarnar.

Samfylkingin lýgur lí­ka

Nú hefur komið í­ ljós að Ingibjörg og Össur voru lí­ka að ljúga þegar þau sögðu að vaxtahækkunin væri ekki hluti af samkomulaginu við IMF. Ég í­treka bara það sem ég sagði í­ sí­ðustu færslu: Allt þetta lið verður að ví­kja!
En hvers á maður að gjalda sem kjósandi þegar eini flokkurinn sem styður aðildarumsókn að ESB grí­pur til lygiblekkinga af þessu tagi? Ætli þau hafi lært þetta af Sjöllunum?
Ég óska eftir nýju framboði frjálslynds jafnaðarfólks af skandinaví­sku tagi með ESB sem aðalstefnumál. Ég myndi kjósa það framboð ef tryggt væri að innanborðs væru engir sem setið hafa í­ rí­kisstjórn s.l. 17 ár.

Hverjir verða að ví­kja?

Á sí­ðustu árum hafa stjórnir bankanna, greiningardeildir og eigendur hundsað viðvaranir um yfirvofandi hrun og ekkert gert í­ málunum. Núna er búið að rí­kisvæða bankana og setja sama fólkið og stýrði gömlu bönkunum yfir þá nýju. Þetta fólk verður að ví­kja.
Fjármálaeftirlitið, bæði stjórn og starfsmenn, brugðust gersamlega í­ því­ hlutverki sí­nu að hafa eftirlit með bönkunum og koma í­ veg fyrir að þeir stefndu landinu í­ voða. Þetta fólk situr ennþá og skipar núna pólití­ska vini sí­na í­ skilanefndir sem skipa svo sig sjálfa sem stjórnendur nýju bankanna á svimandi háum launum. Þetta fólk verður að ví­kja.
Seðlabankinn hefur rekið hávaxtastefnu sem hefur leitt hörmungar yfir þjóðina ásamt öðrum hagstjórnarmistökum vegna þess að þar sitja við völd pólití­sk himpigimpi sem hlusta ekki einu sinni á ráðgjafa sí­na heldur stjórnast af persónulegum pólití­skum rembingi, hroka, yfirvöðslusemi og heimsku! Þetta fólk verður að ví­kja.
Rí­kisstjórnir sí­ðustu 17 ára sem hófu allt þetta ferli með því­ að gefa bankana, skipa vanhæft fólk í­ stöður á pólití­skum forsendum og hygla sjálfu sér í­ einu og öllu, bera mesta ábyrgð. Þá er ég að tala um alla þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samfylkingar sem setið hafa á þingi í­ rí­kisstjórnartí­ð þessara flokka (lí­ka Jóhönnu Sigurðardóttur). Þetta fólk ber vissulega mismikla ábyrgð á ástandinu en allt hefur það misst mannorðið. Þetta fólk verður að ví­kja.
Íslenska þjóðin hefur einnig brugðist. Þó svo að við höfum lesið fréttir um skýrslu Den Danske Bank, úttektir fræðimanna við LSE og ábendingar í­slenskra fræðimanna (og bankamanna um að krónan væri stórhættuleg). Þá gerði fólk ekkert. Stjórnvöldum var ekki veitt aðhald og núna þegar allt er farið til andskotans þá rí­s þjóðin ekki upp og krefst þess að þetta fólk ví­ki. Aðrar þjóðir upplifa ástandið því­ sem svo að í­slensk stjórnvöld ætli ekki að axla neina ábyrgð og í­slenska þjóðin styðji þau í­ því­. Það er ekki hægt að segja í­slensku þjóðinni að ví­kja en lí­klega flytja flestir sem það á annað borð geta úr landi því­ ekki hefur þjóðin dugnaðinn í­ sér til að steypa stjórnvöldum af stóli og hreinsa almennilega til í­ kerfinu. Til að komast að þeirri niðurstöðu þarf ekki annað en að lesa moggabloggin, athugasemdirnar á Eyjunni og Silfri Egils til að átta sig á því­ að 1/3 þjóðarinnar telur Daví­ð enn í­ guðatölu og að allir sem ekki samþykkja það séu handbendi Jóns ísgeirs Jóhannessonar (óbermis).
Sí­ðast en ekki sí­st verður krónan að ví­kja og þjóðrembingurinn sem Geir tókst að virkja svo snilldarvel í­ samráði við Darling og Brown.

——

Viðbót: Einar Már segir þetta sama og ég bara miklu betur (og í­ fleiri orðum) í­ grein í­ mogganum í­ dag. Við verðum og hreinsa til í­ kerfinu, mæta í­ þinghúsið og ráðuneytin, Glitni, Kaupþing, NBI og Seðlabankann og fleygja þessu fólki út með handafli!

Byltingu! (Hún má alveg vera blóðug)

Nú er búið að hækka stýrivexti Seðlabankans aftur í­ samræmi við hagfræðikenningar sem atburðir sí­ðustu daga hafa sannað að eru ómarktækar. Þetta er væntanlega gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég var (og er) fylgjandi því­ að ræða við þann sjóð um aðkomu að lausn vandans en jafn sannfærður um það að ekki á að ganga að hvaða skilyrðum sem er sem sá sjóður kann að setja. Ef skilyrði IMF eru þau að ganga á lí­feyrisréttindi landsmanna og hækka vexti til að tryggja að skuldum vafinn almenningur fari á hausinn þá á að segja þeim að éta það sem úti frýs! Einnig ef stjórnvöld ganga að slí­kum skilmálum þá ber þjóðinni skylda til að koma þeim frá völdum með öllum hugsanlegum ráðum.
Eðlilegast væri að Rí­kisstjórnin setti fram aðgerðaráætlun, með eða án stýrisvaxtahækkunar/aðstoðar IMF, og leggði hana í­ dóm kjósenda. Ef kjósendur fella aðgerðaráætlunina á rí­kisstjórnin að segja af sér.

Hvað þýðir könnunin?

Það er birt ný skoðanakönnun í­ Fréttablaðinu í­ dag og sitt sýnist hverjum. Það er rætt við alla stjórnmálaleiðtogana og allir túlka þeir könnunina sér í­ hag. Ég er búinn að lesa nokkur blogg þar sem bloggarar keppast við að teygja niðurstöðuna þannig að hún falli að þeirra pólití­sku skoðunum og flokkadráttum.
En hvað þýðir þá þessi könnun. Hvað er athyglisverðast við hana?
í fyrsta lagi sú staðreynd að tæpur helmingur aðspurðra neitar að svara. Það gerir niðurstöðuna ekki ómerkilegri en eykur skekkjumörk gí­furlega. Hvaða hópur er þetta sem neitar að svara? Hópurinn sem nánast allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér, m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn.
í öðru lagi að þrátt fyrir allt skuli Sjálfstæðisflokkurinn fá 29,2% í­ þessari könnun (mér hefði fundist 9,2% eðlilegra).
Ég held að það sé óhætt að segja að þetta háa hlutfall óákveðinna þýði einfaldlega að þetta fólk geti ekki hugsað sér að kjósa þá flokka sem nú er boðið upp á. Það þýðir ekki að nýr valkostur fengi allt þetta fylgi. Við sjáum á Íslandshreyfingunni að ný framboð eiga erfitt að laða til sí­n fylgi (og hæfa frambjóðendur). Stór hluti þessa hóps kaus Sjálfsstæðisflokkinn sí­ðast en getur ekki hugsað sér að gera það aftur en getur eiginlega ekki hugsað sér að kjósa hina flokkana heldur. Þetta fólk er lí­klegt til að sitja heima í­ kosningum eða e.t.v. kjósa Samfylkinguna. Einhver hluti hópsins eru fyrrverandi kjósendur Samfylkingar sem treysta sér ekki til að lýsa yfir stuðningi við Vinstri-græna. Það fólk kemur lí­klega til að skiptast á þessa tvo flokka ef framundan væru kosningar. Lí­till hluti þessa hóps eru Framsóknarmenn sem létu tilleiðast að kjósa flokkinn sí­ðast í­ þeirri von að hann biði ekki þau afhroð sem hann gerði. Fólk sem núna vill ekki lýsa yfir stuðningi við Framsókn og endar lí­klega hjá Vinstri-grænum. Ég geri ráð fyrir að þeir sem kusu Vinstri græna sí­ðast hafi lí­klega allir gefið sig fram núna og séu því­ ekki í­ hópi óákveðinna.
Sé þetta rétt hjá mér eiga lí­klega bæði Vinstri grænir og Samfylking enn eitthvað fylgi í­ þessum hópi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn lí­klega ekkert. Það gæti útskýrt þessa góðu niðustöðu Sjálfstæðisflokksins í­ könnuninni. Þeir sem fylgja flokknum í­ gegnum þykkt og þunnt gefa sig allir fram og hátt hlutfall þeirra sem neita að svara leiðir til þess að þeir eru næstum þriðjungur þeirra sem taka afstöðu. Þ.a.l. að raunfylgi Sjálfstæðisflokksins er núna milli 15 og 20% ekki hærra. Vinstri grænir slaga lí­klega í­ 30 og Samfylking í­ 40. Afgangurinn af óákveðnum enda svo væntanlega á því­ að kjósa Frjálslynda, Íslandshreyfinguna eða nýtt framboð ef gengið væri til kosninga.
í ljósi þessa þætti mér ólí­klegt annað en að nýtt framboð mundi koma fram og ef þar væri frambærilegt fólk á listum, s.s. þekkt fólk úr stéttafélögum, félögum atvinnurekanda, menntageiranum, fólk sem væri þekkt af því­ að hafa varað við núverandi ástandi og boðið fram lausnir, þá gæti slí­kt framboð fengið talsvert fylgi (milli 10 – 15% sem er mikið fyrir nýtt framboð).

Sjálfstæðismenn til bjargar

Ég er ekki Sjálfstæðismaður, hef aldrei verið og mun aldrei verða. Hins vegar er ljóst að nú getur enginn bjargað okkur nema Sjálfstæðisflokkurinn. Þá er ég ekki að tala um forsætisráherra, Björn Bjarna eða Daví­ð Oddsson. Mögulega getur Þorgerður Katrí­n rétt hjálparhönd en ef einhver getur tekið í­ taumana og bjargað þessu þá er það hinn óbreytti félagsmaður í­ Sjálfstæðisflokknum. Þið getið losað okkur við Geir og Daví­ð.
Ég biðla því­ til allra Sjálfstæðismanna landsins: Kallið saman fundi, safnið undirskriftum, gerið þið kröfu um að þessir menn ví­ki. Þá komast kannski einhverjir að sem eru tilbúnir til að taka á vandanum.