Lausnin fundin!

Auðvitað fór það svo að eftir margra vikna djúpa í­hugun fann ég lausn á öllum þessum vandamálum:
1. Setja lög sem hámarka eign manna við einn miljarð. Rí­kið gerir upptækt það sem er umfram það.
2. Setja lög sem banna fyrirtækjum og hlutafélögum að eiga hvert í­ öðru. Einstaklingar verða að eiga þetta og fari eignin yfir einn milljarð getur Rí­kið og lí­feyrissjóðirnir hirt það sem er umfram.
3. Setja lög sem banna starfsemi stjórnmálaflokka, a.m.k. Sjálfstæðisflokksins.
4. Þjóðnýta öll gróðavænleg fyrirtæki (og eignarhaldfélög, fjárfestingarfélög o.s.frv.) og nota hagnaðinn til að borga skuldir óreiðumannanna.
5. Setja lög um hámarks- og lágmarkslaun. Lágmarkslaun má miða við ví­sitölu og hámarkslaun séu ekki meira en fjórföld lágmarkslaun.
6. Setja lög sem banna starfslokasamninga og biðlaun. Allir fá greiddan uppsagnarfrest, mislangan eftir starfsaldri.
7. Sameina alla lí­feyrissjóði í­ einn sem veitir öllum sömu réttindi, Alþingismönnum, ráðherrum, opinberum starfsmönnum og fólki á almennum vinnumarkaði.
8. Setja nýja stjórnarskrá (m.a. vegna þess að margt hér á undan stangast á við þá sem við höfum núna) þar sem framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald er skýrt afmarkað og kosningar persónubundnar.
Gjössovel!

úrslit næstu kosninga

Það liggur fyrir að það verður kosið í­ vor þó ekki sé búið að fastsetja kosningadag. Ég ætla að gerast djarfur og spá fyrir um úrslitin. Ég geri ráð fyrir að í­ framboði verði; Sjálftökuflokkur (D), Samspilling (S), Vinstri-grænir (V), Framsóknarflokkur (B), Frjálslyndir (F), Íslandshreyfing með lýðræðissinnum (í) og Kvennalisti (K).
í fyrsta lagi þá verður kjörsókn um 80% og upp úr kjörkössunum kemur:
D ca. 24%. Ég veit að þetta er mikið en Sjallar eru og verða samir við sig.
S ca. 19%. Nær að auka fylgið um þetta með minnihlutastjórn og endurnýjun á landsfundi.
V ca. 18%. Eru að mælast mun hærri núna en fólk hikar í­ kjörklefanum.
B ca. 13%. Skotið eftir landsfundinn nær ekki að halda sér.
F ca. 2%. Fá eitthvað óánægjufylgi en eru búnir að missa trúverðugleikann.
í ca. 3%. Fer þó eftir hverjir koma inn frá lýðræðissinnum. Þetta er m.v. að það séu óþekktir og/eða rugludallar.
K ca. 2% Tí­mi kynbundinna framboða er liðinn.
Auðir og ógildir ca. 19%. Mjög hátt hlutfall þeirra sem geta ekki hugsað sér neinn hinna.

Vegna auðra og ógildra verður niðurstaðan þessi:
D 29%, S 23%, V 22%, B 16%, F 3%, í 4%, K3%. F, í og K ná því­ ekki manni inn.

Hlutföll á þingi verða því­ (fjöldi þingmanna innan sviga):
D 32% (20), S 26% (17), V 24% (15), B 18% (11).

Samkvæmt þessu verða eiginlega engar breytingar. Þó er smá möguleiki á ákaflega tæpri tveggja flokka stjórn S og V.
Til að þetta verði ekki raunveruleg úrslit hvet ég alla til að mæta á kjörstað og kjósa eitthvað annað en D. Sjallarnir mæta, það er öruggt. EKKI SKILA AUíU! Kjóstu frekar einhverja vitleysinga, því­ öll auð og ógild atkvæði eru atkvæði greidd Sjálftökuflokknum!

Samfylkingin er daut!

Niðurstöðurnar í­ nýjustu skoðanakönnuninni koma mér ekki á óvart. Reyndar þykir mér stórfurðulegt að tæpur fjórðungur landsmanna skuli enn geta hugsað sér að kjósa Sjálftökuflokkinn. Einnig að tveir þriðju þeirra sem segjast myndu kjósa Samspillinguna eru á móti rí­kisstjórninni. Afhverju myndu þeir þá kjósa Samspillinguna? Innanflokksátök og undirróður (nú sí­ðast stuðningsmanna Dags B. Eggertssonar) sýna svo glöggt að þarna er á ferðinni sama hyskið og í­ hinum flokkunum. Ég hef spurt mig þeirrar spurningar hvað þyrfti til að ég kysi S aftur? Að Ingibjörg hætti sem formaður, að það verði skipt um ráðherra, að stjórnarsamstarfinu væri slitið, að Jónas og Daví­ð væri reknir?
Ég hef komist að því­ að ekkert af þessu myndi nægja. Þetta þarf að gera til að ég (og e.t.v. fleiri) kjósi S aftur:
Slí­ta stjórnarsamstarfinu, efna til landsfundar og kjósa nýja forystu, allur þingflokkurinn að segja af sér og kalla varamenn inn, mynda starfsstjórn (án aðkomu núverandi þingmanna) sem myndi reka stjórnir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits (og ótal fleiri sem of langt mál er að telja upp, þ.m.t. alla fyrrverandi stjórnendur bankanna sem enn eru í­ vinnu þar) og endurskoða stjórnarskrá í­ því­ markmiði að breyta kosningakerfi (t.d. skilja betur að framkvæmda- og löggjafarvald) og tryggja að aðild að Evrópusambandinu bryti ekki í­ bága við hana. Helst þyrftu menn eins og þessi lí­ka að hætta í­ flokknum svo hann verði kjósanlegur.
Ég veit vel að þessar breytingar kæmu ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosningar en það verður bara að hafa það. Ef svo mikið sem einn núverandi þingmaður verður á lista Samspillingarinnar í­ næstu kosningum þá er það einum of mikið. Já, lí­ka þó það sé Jóhanna!
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því­ að þessum kröfum á flokkurinn aldrei eftir að mæta og hvað verður þá hægt að gera í­ næstu kosningum? Sitja heima, skila auðu eða kjósa Ómar? Hvað finnst ykkur?

Hlutverk lögreglunnar og eðli mótmæla

Ég held að fólk ætti að velta því­ fyrir sér hvert hlutverk lögreglunnar er. Að mí­nu mati (og ég efast um að ég sé einn um þá skoðun) þá er lögreglan í­ þjónustu fólksins og á að vernda það, m.a. gegn glæpum og ofbeldi. Lögreglan er eina stofnunin í­ landinu sem hefur rétt til að beita þegnana valdi til að framfylgja þessu hlutverki. Þegar lögreglan hins vegar bregst því­ hlutverki hefur hún jafnframt brugðist tilgangi sí­num og þá er fólkið í­ fullum rétti til að snúast gegn henni.
Á Alþingi og í­ rí­kisstjórn, núverandi og fyrrverandi, situr fólk sem hefur steypt landinu í­ skuldafen sem bitnar hart á ýmsum landsmönnum og harðast á þeim sem sí­st skyldi (eins og vanalega). Ég held það sé ekki djúpt í­ árina tekið að tala um að margt þessa fólks hafi gerst sekt um landráð, annað hvort af gáleysi eða vilja. Landráð eru stór og mikill glæpur.
Lögreglan er komin í­ það hlutverk að vernda þessa glæpamenn fyrir þjóðinni með því­ að beita hana ofbeldi.
Lögreglumenn (ég get ekki kallað þá þjóna lengur) eru hins vegar, eins og margir eru óþreytandi á að benda á, einnig almenningur með bí­la á myntkörfuláni, verðtryggð húsnæðislán og jafnvel ævisparnað á áhættureikningi í­ banka. Þess vegna finnst mér mjög undarlegt að lögreglumenn skuli láta þetta yfir sig ganga að vera orðnir leiksoppar spillingar- og glæpaaflanna gegn þjóðinni og þannig um leið sjálfum sér.
Kæru lögreglumenn, snúið baki í­ mótmælendur, snúið í­ sömu átt og þeir, sýnið samstöðu, berjið skildi ykkar á sama hátt og fólkið ber potta og pönnur, standið með fólkinu gegn glæpunum. Þá e.t.v. öðlist þið þá virðingu að verða kallaðir þjónar laganna aftur.
Nú færast mótmælin í­ aukana. Fyrst voru kölluð slagorð, hurð var brotin upp, svo var kastað steini, kaplar voru brenndir í­ sundur, gluggar voru brotnir, kveikt var í­ tré og loks handleggsbraut lögreglan gamalmenni.
Hvar endar þetta? Hvað þarf að gerast áður en stjórnvöld átta sig á reiði almennings og segja af sér? Hvað þurfa margir að handleggsbrotna áður en Daví­ð og Jónas verða reknir ásamt stjórnum stofnana sinna? Hvað þarf að gerast alvarlegt slys áður en landráðamennirnir verða sóttir til saka?
Stjórnvöld, ábyrgð ykkar er mikil! Hypjið ykkur! Við viljum ekki sjá ykkur! Skiljið þið það ekki?

Ofurlaun og hæft fólk

Núna er komið í­ ljós að allir banka- og viðskiptamennirnir á ofulaununum reyndust óhæfir til að sinna sí­num verkefnum. Laun bankastjóra Seðlabankans voru hækkuð til að þau væru samkeppnishæf því­ annars væri hætta á að missa „hæft“ fólk yfir til einkabankanna. Við vitum hversu hæfir þessir bankastjórar voru. í raun virðist niðurstaðan vera sú að því­ hærri laun sem einhver fær því­ lí­klegra er að viðkomandi sé óhæfur til að gegna starfi sí­nu. Gæti það stafað af því­ að þeir eru að sækja í­ launin en hafa ekki hundsvit á því­ hvað þeir eru að gera.
Þegar ég hugsa um fólk sem er vel hæft til að sinna sí­num störfum og er í­ störfum sem er mikilvægt að fá gott fólk í­ detta mér í­ hug sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, leikskólakennarar, grunnskólakennarar, hjúkrunarfræðingar, lögreglumenn (þegar þeir eru að sinna eðlilegum skyldustörfum en ekki vera varðhundar valdsins). Allt stéttir sem eru ekki á himinháum launum. í þessi störf leitar fólk þá væntanlega af öðrum ástæðum en þeim að launin freisti. Reyndar eru læknar yfirleitt vel launaðir en á móti kemur að björgunarsveitarmenn eru sjálfboðaliðar.
Ég fór að velta þessu fyrir mér því­ megin „röksemdin“ fyrir ofurlaununum og háum launum almennt (það má deila um hvað eru ofurlaun) er sú að störfin séu svo mikilvæg og það sé nauðsynlegt að laða að hæfasta fólkið. Ég held að há laun laði ekki að hæfasta fólkið heldur gráðugasta fólkið sem er þá um leið vanhæfasta fólkið. Þess vegna geld ég miklum varhug við hugmyndum um að hækka laun Alþingismanna, að bankastjórar verði að vera með eina og hálfa milljón í­ laun á mánuði, að forsætisráðherra þurfi að vera á sjö- eða áttföldum launum sjúkraliða.
Setjum lög um hámarkslaun hjá hinu opinbera (t.d. ein milljón eða ferföld lægstu laun) og þá er ég viss um að við fáum hæfari stjórnmálamenn og stjórnendur en með hinni leiðinni, að hækka launin.
Há laun og ofurlaun er áví­sun á spillingu, grægi og vanhæfni.

Vallhallartjásur

Ég hef tekið eftir því­ sí­ðustu daga að við nánast allar fréttir á Eyjunni hafa undanfarið birst mjög undarlegar tjásur frá mönnum sem kalla sig Funa, GSS, Svalan eða öðrum dulnefnum. Allar eiga þessar tjásur það sammerkt að drepa málum á dreif, vera ómálefnalegar, ráðast á þá sem mótmæla, vera með skí­tkast í­ alla nema Sjálfstæðismenn, o.s.frv. Eftir lauslega skoðun á Mbl.is má sjá sambærilegar tjásur við blogg þeirra sem á einhvern hátt andmæla ástandinu, leiðrétta fréttir eða virðast á öndverðri skoðun við dulnefningana. Þeir blogga hins vegar aldrei sjálfir við fréttirnar núna eftir að Mbl.is hætti að leyfa nafnlausum bloggurum að gera slí­kt.
Mí­n skýring á þessu er sú að Valhöll hafi virkjað fólk til að fylgjast með bloggi og fréttaskrifum á netinu með það að markmiði að eyðileggja og skemma alla umræðu með áðurnefndu skí­tkasti. Þetta er þekkt aðferð fasista í­ gegnum tí­ðina að ráðast með offorsi á þá sem andmæla. Eina leiðin sem ég sé í­ þessu er að láta eins og viðkomandi séu ekki til (sem þeir í­ raun eru ekki) og svara slí­kum tjásum í­ engu.
Annars heyri ég að Guðjón Arnar, formaður Frjálslynda flokksins (rasistaflokksins), vill ekki borga skuldir vegna ICESAVE reikninga. Það er skiljanlegt sjónarmið og ég átta mig á að margir eru sammála honum. Hins vegar var það skilyrði fyrir öðrum lánveitingum að þessir ICESAVE reikningar yrðu gerðir upp og einnig hitt að það gengur ekki að ábyrgjast sum innlán bankanna en ekki önnur. Vilji menn ekki ábyrgjast ICESAVE þá er heldur ekki hægt að ábyrgjast almenna innlánsreikninga á Íslandi (það stangast nefnilega á við stjórnarskránna og mannréttindayfirlýsingu SÞ að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis). Það myndi að sjálfssögðu ekki þýða annað en að allir sem ættu einhverja peninga inni í­ í­slenskum bönkum væru þar með búnir að tapa þeim. Ég er ekki viss um að það sé það sem Guðjón Arnar vill. Lí­klegra finnst mér að hann haldi að þessar yfirlýsingar séu lí­klegar til vinsælda og útlendingar kjósi hvort sem er ekki á Íslandi.